Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011
Hvað tekur við ?
Laugardagur, 27. ágúst 2011
Það kemur ekki mikið fram í yfirlýsingum um lok samstarfs við AGS, hvað núverandi ríkisstjórn hyggist taka sér fyrir hendur í framhaldinu, þ.e. hvort efnahagsstjórnin muni áfram byggjast á sömu aðferðafræði, ellegar hvort nýrrar stefnu sé að vænta.
Það er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að stjórnvöld komi fram með stefnu í kjölfar loka samstarfs þessa.
kv.Guðrún María.
Samstarfinu við AGS lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hinir öflugu hagsmunahópar hér á landi og lýðræðið.
Föstudagur, 26. ágúst 2011
Forseti vor er sannur fræðimaður og hefur öðrum fremur skynjað vilja sinnar þjóðar eftir hrun hér á landi.
Í ljósi þess er ágætt að íhuga " hina öflugu hagsmunahópa " hér á landi, meðal annars í ljósi deilna um inngöngu í Evropusambandið.
Eru það hagsmunir hins almenna Íslendings að við göngum inn í Evrópusambandið eða hagsmunir " hinna öflugu hagsmunahópa " hér á landi ?
Við upplífum nú mikinn hamagang gegn bændastéttinni af hálfu fulltrúa vísindasamfélagsins sem vill ganga inn í bandalag Evrópuþjóða, og var sammála því að þjóðin greiddi skuldir einkabanka erlendis, líkt og flestir sem vilja inngöngu þangað.
Getur það verið að Íslendingar vilji flytja inn afurðir erlendis frá með tilheyrandi kostnaði eðli máls samkvæmt af orku jarðar og leggja niður landbúnað innanlands, eða er þetta pólítísk einstefna eins og stundum áður ?
Ég hygg að það sé mikilvægt að greina á milli þess hvað er pólítískur einstefnuáróður í þessu efni og hvað almenn mannleg skynsemi.
kv.Guðrún María.
Gekk gegn hagsmunaöflum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinnumálastofnun hefur nægilegar rafrænar upplýsingar til að koma í veg fyrir bótasvik.
Föstudagur, 26. ágúst 2011
Sú er þetta ritar fékk bréf um bótasvik frá Vinnumálastofnun í fyrra eftir að mig minnir eins mánaðar greiðslu 25 % atvinnuleysisbóta, þar sem tilkynnt var að komið hefði í ljós að ég væri í vinnu.
Ég sendi póst til baka þess efnis að stofnunin hefði fengið upplýsingar um að ég væri í 75 prósent vinnu við umsókn um þessi 25 % og skömmu síðar fékk ég afsökunarpóst þar sem um mistök hefði verið að ræða.
Síðar á árinu, lenti ég í því að slasa mig og varð óvinnufær, þá hætti ég stimpla mig eins og lög kveða á um, en síðar fór ég að leita að almannatryggingarétti mínum, varðandi greidd iðgjöld í verkalýðsfélag af þessu hlutfalli atvinnuleysisbóta, en sá hinn sami réttur er týndur.
Í stuttu máli lét Tryggingastofnun mig sækja um hlutfall af slysadagpeningum, og Vinnumálastofnun sendi gögn þangað en þegar komið var að afgreiðslu gat TR ekki skipt slysadagpeningum í hlutföll og varð misvísandi í upplýsingagjöf.
Minn sjúkrasjóður segir mig engin réttindi hafa þar, en Verkalýðsfélagið segir annað og Vinnumálastofnun visar á verkalýðsfélagið.
Með öðrum orðum 25 prósent almannaslysatrygging er týnd, þrátt fyrir skráningu og greiðslu iðgjalda af 25 % atvinnuleysi til slysadags.
Þvílík og önnur eins vitleysa er vandfundin en gat ekki á mér setið að segja nokkur orð um stofnanapólítikina.
Ég veit hins vegar að nægilegt magn er til með rafrænu móti hér á landi af upplýsingum til þess að fyrirbyggja bótasvik, án þess að upplýsingahnappar í skjóli nafnleyndar þurfi að koma til.
kv.Guðrún María.
Spara 150 milljónir með hnappi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er formaður sjávarútvegsnefndar að tala við skilanefnd gamla Landsbankans ?
Fimmtudagur, 25. ágúst 2011
Mér sýnist það gleymast að ríkið yfirtók bankann og skipt var um stjórnendur í þessu sambandi.
Hvað varðar breytingar á núverandi sjávarútveg þá er það langt í frá að um sé að ræða einfalt mál einfaldlega vegna þess hve lengi er búið að festa skipulagið i sessi.
Þar er um að ræða andvaraleysi stjórnmálamanna gegnum tíðina, en hvers konar breytingar eru atriði sem þarfnast vandlegrar skoðunar við áður en af stað er farið.
kv.Guðrún Maria.
Ættu að læra eitthvað af hruninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Geti ríkisstjórn Íslands ekki leyst þetta mál, er hún ekki á vetur setjandi.
Fimmtudagur, 25. ágúst 2011
Getur það verið að þetta mál Kvikmyndaskólans, snúist að einhverju leyti um andstöðu stjórnarflokka við einkaskóla, þar sem einnig eru uppi vandamál varðandi Menntaskólann Hraðbraut ?
Sé einhver skóli styrktur til starfa með opinberum fjármunum þá hljóta þeir nemendur er ganga inn í það hið sama nám að eiga kröfu á því að fá að ljúka því fyrir tilstuðlan hins opinbera að einhverju leyti.
Það atriði að slík mál séu ekki leyst með nægilegum fyrirvara til handa nemendum er óásættanlegt.
kv.Guðrún María.
„Vildu aðeins eina tölu og enga aðra“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópusambandsherferð prófessorsins gegn landbúnaði utan akademískra marka.
Fimmtudagur, 25. ágúst 2011
Ég tek ofan hattinn fyrir bændum að segja sig frá þjónustu Háskólans varðandi málefni bænda, þegar svo er komið að prófessor innan skólans heldur af stað í vegferð Evrópusambansáróðurs gegn bændastéttinni.
Ef Háskóli Íslands ætlar að eiga virðingu sinna fræðimanna, þá er það lágmark að þeir hinir sömu haldi sig við fræðin en láti af pólítískum afskiptum sem eru afar sýnileg í máli prófessorsins í þessu máli, því miður.
kv.Guðrún María.
Þórólfur: Dæmir sig sjálft | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eyðsla fjármuna í samningaferlið, skrifast á núverandi ríkisstjórn.
Miðvikudagur, 24. ágúst 2011
Mun ódýrara hefði verið að kanna vilja þjóðarinnar til aðildarumsóknar en að æða af stað í þá vegferð að kosta til fjármunum í samningaferli á tímum samdráttar og niðurskurðar í þjónustu alla hér á landi, með vísbendingar fyrir hendi að meirihluti þjóðarinnar felli umsókn þessa.
Hvers konar málamyndalýðræðistilraunir núverandi ríkisstjórnar í formi þjóðfunda og stjórnlagaráðs til endurskoðunnar stjórnarskrár, fara fyrir lítið í ljósi þess að almenningur var ekki spurður um vilja til aðildarumsóknar.
kv.Guðrún María.
Segir ESB-umsóknina tilgangslausa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lýðræðissinnaði Evrópuflokkurinn allra handa ?
Þriðjudagur, 23. ágúst 2011
Það er ægilegt ef það verður offramboð af lýðræðissinnuðum jafnaðarmönnum vinstra eða hægra megin við miðju sem allir vilja " Lilju kveðið hafa " varðandi lýðræði þjóðar, en þó afsala því við inngöngu í Evrópusambandið.
Ekki er ég komin til með að sjá að þar takist samstaða um eitt eða annað svo sem forystumenn í þeirri vegferð en alla jafna hefjast deilur um keisarans skegg er velja skal þann sem bera á kyndilinn.
Kemur í ljós.
kv.Guðrún María.
Segir Jóhönnu vera guðmóður nýs flokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tækifærismennska nær nýjum hæðum í íslenskum stjórnmálum.
Þriðjudagur, 23. ágúst 2011
Aldrei þessu vant missti ég alveg af kvöldfréttum ljósvakamiðlanna þar með talið Kastljósi ríkissjónvarps, en ég horfi á það endurtekið, þar með talið viðtal við Guðmund Steingrímsson sem þar sagði skilið við Framsóknarflokkinn, en í viðtalinu kom fram að hann ætti tíma með formanni flokksins kl.11. á morgun til að skýra sína afstöðu.
Með öðrum orðum, virðing hans við samþingmenn sína var ekki meiri en svo að hann taldi það í lagi að þeir hinir sömu fengju upplýsingar um úrsögnina úr fjölmiðlum.
Þvílíkt og annað eins sjónarspil sem þar var á ferð og ég tel að muni ekki hafa að mikla eiginhagsmuni að, eftir þetta viðtal í Kastljósinu sem endurspeglaði lítið annað en gífurlega tækifærismennsku sem náð hefur nýjum hæðum í íslenskum stjórnmálum og var þó nóg um slíkt.
Sannleikurinn er sagna bestur.
kv.Guðrún María.
Tilkynnir ákvörðun sína á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Framsóknarflokkurinn er framtíðarforystuafl í íslenskum stjórnmálum.
Mánudagur, 22. ágúst 2011
Ég óska Guðmundi Steingrímssyni góðs, og vona að hann finni sínum hugsjónum farveg í "Frjálslyndum flokki ", en undrast það vissulega að slíkt viðhorf hafi hann ekki talið sig finna í Framsóknarflokknum.
Sú er þetta ritar kannast agnar ögn við úr og inngöngu manna í stjórnmálaflokka, hafandi verið flokksmaður í einum slíkum flokki á sínum tíma.
Ég ætla ekki að mæla því bót.
Mín skoðun er sú að Framsóknarflokkurinn með öllu því öfluga unga fólki sem þar er innanborðs eigi sér mikla og góða framtíð í íslenskum stjórnmálum samtímans, þar sem rótgróið stjórnkerfi ákvarðanatöku er leiðarljós til framtíðar.
kv.Guðrún María.
Á ekki lengur heima í Framsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |