Vinnumálastofnun hefur nćgilegar rafrćnar upplýsingar til ađ koma í veg fyrir bótasvik.

Sú er ţetta ritar fékk bréf um bótasvik frá Vinnumálastofnun í fyrra eftir ađ mig minnir eins mánađar greiđslu 25 % atvinnuleysisbóta, ţar sem tilkynnt var ađ komiđ hefđi í ljós ađ ég vćri í vinnu.

Ég sendi póst til baka ţess efnis ađ stofnunin hefđi fengiđ upplýsingar um ađ ég vćri í 75 prósent vinnu viđ umsókn um ţessi 25 % og skömmu síđar fékk ég afsökunarpóst ţar sem um mistök hefđi veriđ ađ rćđa.

Síđar á árinu, lenti ég í ţví ađ slasa mig og varđ óvinnufćr, ţá hćtti ég stimpla mig eins og lög kveđa á um, en síđar fór ég ađ leita ađ almannatryggingarétti mínum, varđandi greidd iđgjöld í verkalýđsfélag af ţessu hlutfalli atvinnuleysisbóta, en sá hinn sami réttur er týndur.

Í stuttu máli lét Tryggingastofnun mig sćkja um hlutfall af slysadagpeningum, og Vinnumálastofnun sendi gögn ţangađ en ţegar komiđ var ađ afgreiđslu gat TR ekki skipt slysadagpeningum í hlutföll og varđ misvísandi í upplýsingagjöf.

Minn sjúkrasjóđur segir mig engin réttindi hafa ţar, en Verkalýđsfélagiđ segir annađ og Vinnumálastofnun visar á verkalýđsfélagiđ.

Međ öđrum orđum 25 prósent almannaslysatrygging er týnd, ţrátt fyrir skráningu og greiđslu iđgjalda af 25 % atvinnuleysi til slysadags.

Ţvílík og önnur eins vitleysa er vandfundin en gat ekki á mér setiđ ađ segja nokkur orđ um stofnanapólítikina.

Ég veit hins vegar ađ nćgilegt magn er til međ rafrćnu móti hér á landi af upplýsingum til ţess ađ fyrirbyggja bótasvik, án ţess ađ upplýsingahnappar í skjóli nafnleyndar ţurfi ađ koma til.

kv.Guđrún María.


mbl.is Spara 150 milljónir međ hnappi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband