Öflin losna úr iðrum jarðar.

Eldgos aftur og nýbúinn, er það fyrsta sem kemur upp í hugann, en þegar eldur brýst upp úr iðrum jarðar er óvissan um þróunina ætíð fyrir hendi, það þekkjum við Íslendingar gegnum söguna.

Ég fór inn á vef Veðurstofunnar eftir að hafa heyrt fréttir í kvöld, og dauðbrá að sjá svo marga skjálfta sem raun bar vitni allt í einu á þessu svæði.

Einnig var ótrúlegt að sjá þróun í vefmyndavél Mílu frá Jökulsárlóni, á tiltölulega stuttum tíma á þessu svæði.

Voandi verður þetta gos ekki til þess að valda búsifjum á Suðurlandi, nóg er komið af slíku í bili, en tíminn er erfiður fyrir bændur á svæðinu þar sem sauðburður er víðast hvar í fullum gangi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mjög öflug gosstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband