Fyrsta grein laga um fiskveiðistjórn í nýju frumvarpi og núverandi lögum.

Fleiri orð í lögum en fyrir hafa verið um sama atriði, er eitthvað sem er þyrnir í mínum augum.

Mér er ekki mögulegt að sjá betrumbætur á fyrstu grein laga um fiskveiðistjórn í nýju frumvarpi rikisstjórnarinnar þess efnis.

Núgildandi lög eru með fyrstu grein sem hér segir.

" Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum."

Í hinu nýja frumvarpi ríkisstjórnar er þetta útgáfan.

"Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru auðlind í óskoraðri þjóðareign. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fer með forsjá, vörslu og ráðstöfunarrétt auðlindarinnar. Veita má einstaklingum eða lögaðilum tímabundinn rétt til afnota eða hagnýtingar á auðlindinni gegn gjaldi. Óheimilt er að selja auðlindina eða láta varanlega af hendi.
Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og sjálfbærri og hagkvæmri nýtingu nytjastofna á Íslandsmiðum og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda og gerð samninga um nýtingarleyfi á aflaheimildum samkvæmt lögum þessum myndar á gildistíma samninganna tímabundinn nýtingarrétt, með þeim takmörkunum sem leiðir af lögum og samningum, en hvorki beinan né óbeinan eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. "

Svo mörg voru þau orð.

kv.Guðrún María.


mbl.is Frumvörpin lögð fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband