Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011
Ætla stjórnvöld að halda upplýsingum leyndum ?
Laugardagur, 2. apríl 2011
Það er alveg hreint með ólíkindum að ekki skuli vera hægt að fá svör við því hver kostnaður af síðustu samningagerð um Icesave er, fyrr en eftir kosningar.
Ég er ansi hrædd um að hér sé maðkur í mysunni, og það atriði að ekki sé hægt að gefa einhverjar upplýsingar til fjölmiðla vegna þess að fyrirspurn liggi fyrir á þingi er eitthvað sem ég man ekki eftir að hafa séð borið fram áður.
Það er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að slíkar upplýsingar komi fram.
kv.Guðrún María.
Engin svör um kostnað fyrr en eftir kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Núverandi fjármálaráðherra er spunameistari áratugarins að minnsta kosti.
Laugardagur, 2. apríl 2011
Hafi einhver einn stjórnmálamaður orðið að gjöra svo vel að ganga á bak eigin orða og ýmissa fullyrðinga þá er það fjármálaráðherrann, sem var einn yfirlýsingaglaðasti maður í stjórnmálum í stjórnarandstöðu á sínum tíma.
Framganga hans varðandi Icesavesamningabröltið er með ólíkindum, þar sem þjóðinni var talinn trú um að samþykkja númer eitt og tvö og þrjú, þótt málið allt sé með því móti að viðkomandi valdhafar ganga gegn öllum prinsiplögmálum í raun við að þjóna gegndarlausum markaðshyggjulögmálum þar sem jafnvel ólögvarðir samningar eru bornir á borð fyrir þjóðina að borga, sem lög frá Alþingi.
Hverjum hefði dottið í hug að Steingrímur J.Sigfússon myndi verða í því hinu sama hlutverki, einhvern tíma ?
kv.Guðrún Maria.
Sakar fjármálaráðuneytið um spuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verkalýðsfélögin gangi úr ASÍ, eina leiðin.
Laugardagur, 2. apríl 2011
Hið heimskulega samráðssamkrull ASÍ og Samtaka atvinnulífsins, þar sem viðkomandi aðilar ganga saman með hitt og þetta til rikisvaldsins hefur runnið sitt skeið á enda.
Miðstýrðir kjarasamningar með því móti sem verið er að reyna að gera nú í dag eru ekki aðeins tímaskekkja, heldur einnig ómögulegir að mínu viti.
Eina vitið er að hvert félag semji fyrir sína félagsmenn, ekki hvað síst þar sem afar mismunandi aðstæður er um að ræða í voru samfélagi og enginn einn heildarpakki mun eiga við, hvað þá að fyrirhugaðar breytingar á fiskveiðkerfi eigi svo mikið sem að koma við samningsfrelsi annarra launamanna í landinu.
Því fyrr því betra sem einstök félög innan Alþýðusambandsins segja sig frá þvílikum hugmyndum og semja fyrir sína félagsmenn.
kv.Guðrún María.
Ólga verði gerðir eins árs samningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hjartanlega sammála Vilhjálmi Birgissyni.
Föstudagur, 1. apríl 2011
Það er mikið rétt að það er engin reisn yfir því að ræða um 200 þús króna lágmarkslaun, árið 2014, þegar meðallaun á almennum vinnumarkaði eru 425 þúsund krónur sem kemur fram hér í frétt á mbl. við samanburð við laun ríkisstarfsmanna sem eru ögn hærri.
Er það eðlilegt að það muni 200 þúsund krónum á meðallaunum og lágmarkslaunum á almennum vinnumarkaði, sem fyrirhuguð eru 2014 ?
kv.Guðrún María.
Lágmarkslaun verði 200 þúsund árið 2014 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Borga launþegar fyrir útgáfustarfssemi í pólítískum tilgangi ?
Föstudagur, 1. apríl 2011
Raunin er sú að Alþýðusambandi Íslands kemur mál þetta ekki nokkurn skapaðan hlut við og nær væri að sjá hefði mátt upplýsingar um framgang kjarasamningsgerðar í fréttabréfi þessu til launþega, frekar en afskipti af pólítisku deilumáli sem er ekki á verkssviði hreyfingarinnar.
Hversu lengi ætla launþegar í landinu að láta bjóða sér það að eitthvað yfirregnhlífabandalag félaga á vinnumarkaði, starfi eins og stjórnmálaflokkur ?
kv.Guðrún María.
Fréttabréf ASÍ helgað Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gjáin milli þings og þjóðar ?
Föstudagur, 1. apríl 2011
Táknmál tilverunnar getur stundum verið ótrúlegt og það atriði djúp gjá finnist á göngustígnum í Alamannagjá, gerist ekki á hverjum degi, en aftur líður þjóðaratkvæðagreiðslu um mál sem vísað hefur verið frá þingi til þjóðar.
Þarna er kanski komin sú hin sama gjá ?
kv.Guðrún María.
Ný sprunga í Almannagjá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |