Ætla stjórnvöld að halda upplýsingum leyndum ?

Það er alveg hreint með ólíkindum að ekki skuli vera hægt að fá svör við því hver kostnaður af síðustu samningagerð um Icesave er, fyrr en eftir kosningar.

Ég er ansi hrædd um að hér sé maðkur í mysunni, og það atriði að ekki sé hægt að gefa einhverjar upplýsingar til fjölmiðla vegna þess að fyrirspurn liggi fyrir á þingi er eitthvað sem ég man ekki eftir að hafa séð borið fram áður.

Það er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að slíkar upplýsingar komi fram.

kv.Guðrún María.


mbl.is Engin svör um kostnað fyrr en eftir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það eru nokkur atriði við þetta mál.
1.  Hver var tilgangurinn hjá Birni Vali, að spyrja að þessu þremur dögum eftir að Mogginn spurði Steingrím að því sama?
2. Hvaða máli lá svo á að koma í gegnum þingið síðasta mánudag, að taka varð þessa fyrirspurn Björns Vals af dagskrá?
3. Fyrirspurn Moggans kom 21. feb, en frá Birni Vali 24. feb. Samkvæmt þingsköpum á ráðherra að svara skriflegri fyrirspurn þingmanna innan 10 virkra daga.  Það er reyndar undantekning, ef þessi regla er ekki brotin.  En það má samt spyrja: Af hverju tekur það allan þennan tíma að fá svar við þessu?  Er bókhaldið ekki í lagi í Fjármálaráðuneytinu?

Kristinn Karl Brynjarsson, 3.4.2011 kl. 00:19

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já manni dettur margt í hug Kristinn Karl, og sérkennilegt að Björn Valur skuli hafa komið fram með fyrirspurn eftir óskir fjölmiðla þessa efnis.

Það er einstakt ef ekki er hægt að fá þessar upplýsingar á heilli viku.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.4.2011 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband