Verkalýðsfélögin gangi úr ASÍ, eina leiðin.

Hið heimskulega samráðssamkrull ASÍ og Samtaka atvinnulífsins, þar sem viðkomandi aðilar ganga saman með hitt og þetta til rikisvaldsins hefur runnið sitt skeið á enda.

Miðstýrðir kjarasamningar með því móti sem verið er að reyna að gera nú í dag eru ekki aðeins tímaskekkja, heldur einnig ómögulegir að mínu viti.

Eina vitið er að hvert félag semji fyrir sína félagsmenn, ekki hvað síst þar sem afar mismunandi aðstæður er um að ræða í voru samfélagi og enginn einn heildarpakki mun eiga við, hvað þá að fyrirhugaðar breytingar á fiskveiðkerfi eigi svo mikið sem að koma við samningsfrelsi annarra launamanna í landinu.

Því fyrr því betra sem einstök félög innan Alþýðusambandsins segja sig frá þvílikum hugmyndum og semja fyrir sína félagsmenn.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ólga verði gerðir eins árs samningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég er algjörlega sammála þér Guðrún María.

Sá skaði sem forusta ASÍ og sérstaklega Gylfi Arnbjörnsson, hefur valdið verkalýðshreifingunni verður seint ef nokkurn tímann bættur.

Staða hans með atvinnurekendum gegn launafólki er með ólíkindum.

Gunnar Heiðarsson, 2.4.2011 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband