Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011
Að standa vörð um börnin sem eru framtíð okkar þjóðar.
Mánudagur, 21. mars 2011
Sú er þetta ritar þekkir það vel að hvorki leikskólar né grunnskólar hafa nokkurn tímann mátt kosta of mikið hér í okkar samfélagi og nægir að líta til launa kennara í þvi efni nú um stundir, sem hér einu sinni fylgdu launum alþingismanna en gera það sannarlega ekki lengur, hvað þá laun samstarfsstétta innan grunnskólans.
Verkefni skólanna eru mörg og mikil og skólar, bæði leik og grunnskólar gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu með foreldrum barnanna í skólunum.
Skólaganga hvers barns eru skrefin til fullorðinsára og það atriði að öll umgjörð skólanna sé mótuð af festu með ramma sem heldur skiptir meginmáli.
Það eru stjórnendur á hverjum stað sem móta þann hinn sama ramma og skapa umgjörð skólastarfsins sem kemur ekki af sjálfu sér án þeirra.
Hvers konar röskun í einum skóla er mikið, hvað þá mörgum í einu svo ekki sé minnst á höfuðborg landsins í heild.
Sökum þess er það ótrúlegt til þess að vita að menn komi fram með hugmyndir á tímum kreppu í íslensku samfélagi sem veldur röskun á þeim mikilvæga þætti sem skólinn er fyrir barnið í sínu hverfi.
Slíkar hugmyndir eru að mínu viti sjálfkrafa úr myndinni með hagsmuni barna að leiðarljósi og fyrst þarf að vera ómögulegt að skera eitthvað annað niður, áður en slíkt kemur til greina.
Lengi býr að fyrstu gerð.
kv.Guðrún María.
Undirskriftir gegn breytingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Styðja ríkisstjórnarsinnar öll mál stjórnarinnar, alveg sama hvað ?
Mánudagur, 21. mars 2011
Því miður að stórum hluta til, og í raun með ólíkindum að horfa á vegi flokksræðisins hér á landi þar sem alveg er sama hvaða mál dúkkar upp, yfirlýstir stuðningsmenn ríkisstjórnar samjamma allt alveg sama hvað.
Sjálfstæðar skoðanir eru svo fágætar að þær mætti setja á safn í þessu efni.
Getur einhver séð það fyrir sér að Samfylking og Vinstri Grænir hefðu samþykkt Icesavesamning númer þrjú ef þeir hinir sömu væru ennþá í stjórnarandstöðu og önnur ríkisstjórn borið mál þetta á borð ?
kv.Guðrún María.
Voru engar starfsreglur frá Bankasýslunni ?
Sunnudagur, 20. mars 2011
Það er nú ansi hæpið að koma fram með yfirlýsingar eftir á og segja, hvað viðkomandi hefði átt að gera, sem " rétt " ef engar voru starfsreglur í þessu sambandi.
Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með þvi hvort slíkar reglur verða til staðar eftir þetta.
kv.Guðrún María.
Hafnaði boði um að segja af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samstaða foreldra í Reykjavík gegn illa ígrunduðum tillögum.
Sunnudagur, 20. mars 2011
Það er gott að sjá samstöðu foreldra í Reykjavík gegn hugmyndum um breytingar á skólum borgarinnar, breytingar sem mér hefur orðið tíðrætt um undanfarið, þar sem ég tel að helst af öllu skuli hlífa börnum við breytingum á þessum tímum.
Það gátu menn sagt sér í upphafi.
kv.Guðrún María.
Nær 3000 undirskriftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvernig í ósköpunum átti hagvöxtur að aukast með skattahækkunum í samdrætti ?
Sunnudagur, 20. mars 2011
Það atriði að hér komu við völd óvanir flokkar við stjórnvöl landsins af vinstri væng stjórnmála hér á landi sem einungis virtust eygja skattahækkanir á almenning sem lausn mála, kann að verða dýrkeypt varðandi það atriði að viðhalda einu hagkerfi gangandi eftir hrun, því miður.
Valkostir í stöðunni voru nefnilega aðrir en þeir sem núverandi valdhafar völdu svo sem afnám lánskjaravisitölunnar sem aftur hefði þýtt hærri vexti um tíma en fært viðmið öll að raunveruleikanum ásamt því að forða þjóðinni úr gjaldeyrishöftum fyrr en ella að ég tel.
Kjarkleysi ráðamanna til ákvarðanatöku um meiriháttar efnahagsmál er þvi miður hluti af vandanum.
kv.Guðrún María.
Viðkvæm staða ríkissjóðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Villuráfandi flokkur við stjórnvölinn í ríkisstjórn landsins.
Sunnudagur, 20. mars 2011
Það er ekki nóg að forsætisráðherra i einu landi blási sápukúlur út í loftið með því að íhuga vandlega HVORT ekki sé rétt að menn verði látnir víkja, um mál þar sem ofurlaun bankastóra eru til staðar eftir hrun í bankastofnunum sem ríkið hefur með að gera.
Alvöru ráðherra hefði tjáð sig eftir að sá hinn sami hefði vikið viðkomandi úr ráðum viðkomandi bankastofnanna ef hugur fylgdi máli, en að öðrum kosti sleppt þvi að tjá sig um málið.
kv.Guðrún Maria.
Fulltrúar ríkisins víki úr bankaráðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Borgarvaktin,,._ almenningur mættur til leiks.
Sunnudagur, 20. mars 2011
Illa ígrundaðar tillögur borgaryfirvalda í Reykjavik um breytingar og meintan sparnað í skólamálum á tímum kreppu i landinu, mæta vægast sagt andstöðu, eðli máls samkvæmt.
Því fyrr því betra sem menn draga þessa hugmyndafræði til baka og viðurkenna mistök þar að lútandi, mistök sem menn hljóta að læra af í framtíðinni.
kv.Guðrún María.
Munu hlusta á athugasemdir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um daginn og veginn.
Laugardagur, 19. mars 2011
Hörmungarnar í Japan eru eitthvað sem snertir mann inn að beini.
Að horfa á þjáningar sem slíkar af völdum náttúruhamfara, er ægilegt, þar sem menn berjast til þess að bjarga því sem hægt er að bjarga til þess að forða frekara tjóni.
Samúð mín er öll með japönsku þjóðinni.
Sjálf er ég búin að vera heima í hvíld síðustu daga, samkvæmt læknisráði, en er ekki nógu góð í bakinu, því er nú ver og miður, en ég var vongóð um tíma að allt væri upp á við en það gengur svo... en það liggur við að maður skammist sín að tala um eigið heilsufar þegar aðrir þjást enn meira.
En " hver er sjálfum sér næstur " segir máltækið og það hið sama á við okkur Íslendinga sem þjóð, þar sem við göngum nú til þjóðaratkvæðagreiðslu innan tíðar í annað skipti um sama mál Icesavemálið.
Mál sem aldrei skyldi hafa átt að verða samningagerð af hálfu valdhafa í landinu, heldur verkefni dómstóla að útkljá á forsendum fjármálagerninga á einkamálavettvangi með starfssemi sem til staðar var hér innan lands og utan.
Lágmarksforsenda er sú að þrotabú fyrrum banka hafi verið uppgert, áður en þjóðinni er svo mikið sem boðið það að taka þátt í viðbótargreiðslum vegna þessa.
Sitjandi valdhafar hefðu átt að geta gert sér grein fyrir því hinu sama.
kv.Guðrún Maria.
Hvenær semur Alþýðusambandið við Samtök Atvinnulífsins um launakjör á vinnumarkaði ?
Laugardagur, 19. mars 2011
Ef ekki er verið að fara á fund ríkisstjórnarinnar, þá er verið að senda frá sér yfirlýsingar eða vísa einhverju á bug.
Hvar er vinnan við gerð kjarasamnings ?
Alþýðusambandið þarf ekkert að vera með nefið ofan í einhverjum umræðum annarra félaga við ríkið um lífeyrismál, hvað þá Samtök Atvinnulífsins.
Það er hins vegar gömul og nú saga að ár hvert er argaþrasast yfir því sem hugsanlega er betra hinum megin við hæðina í stað þess að ganga þangað og sækja það, ellegar viðhafa annað en kvart og kvein í þvi efni.
kv.Guðrún María.
Ekki hugmyndir um að skerða réttindi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hin meinta " hagræðing " skóla í Reykjavík sem varðar 7319 börn.
Föstudagur, 18. mars 2011