Voru engar starfsreglur frá Bankasýslunni ?

Það er nú ansi hæpið að koma fram með yfirlýsingar eftir á og segja, hvað viðkomandi hefði átt að gera, sem " rétt " ef engar voru starfsreglur í þessu sambandi.

Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með þvi hvort slíkar reglur verða til staðar eftir þetta.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hafnaði boði um að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það voru reyndar starfsreglur og umræddur stjórnarmaður fylgdi þeim. Það kemur fram í yfirlýsingu frá BR.  Hins vegar kemur einnig fram, að stjórnarmaðurinn ,,hefði átt" en ekki ,,átt" að sitja hjá við afgreiðslu tillögunnar um ráðningu Höskuldar og launakjör hans. 

Með öðrum orðum hann átti  bæði að fylgja stefnu BR og taka matskennda ákvörðun um það að sitja hjá.

 En þetta getur nú samt ekki verið neitt annað en skítaredding hjá BR.  Það er nærri ár síðan Höskuldur var ráðinn.   Það er fjarstæða að stjórn BR hafi ekkert vitað af málinu, fyrr en launin eru opinberuð í ársreikningi Arion banka. 

Það verður að gera ráð fyrir því að þeir sem sitja í stjórnum banka í umboði BR, séu látnir gefa skýrslu um stjórnarfundi bankanna, hvaða mál eru rædd, hvaða ákvarðanir teknar og hvernig stjórnarmaðurinn tók afstöðu til þess sem rætt var á fundinum. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 21.3.2011 kl. 00:12

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Kristinn Karl.

Já mér finnst þetta nú rétt enn einn vitnisburðurinn um sömu gömlu aðferðafræðinna þar sem enginn veit neitt hvað þá að einhver beri ábyrgð á einhverju.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 21.3.2011 kl. 00:36

3 Smámynd: corvus corax

Bankasýslan hefur bara eina starfsreglu. Hún er sú að taka fullan þátt í samtryggingu og spillingu bankanna fyrir hönd ríkisins enda markmið ríkisstjórnarinnar að hlaða undir þá ríku og rýja almenning inn að beini. Augljós stefna mafíustjórnarinnar frá upphafi þrátt fyrir yfirlýsingar og loforð um annað. Þetta heitir á mannamáli: norræn velferðarstjórn fyrir þá ríku.

corvus corax, 21.3.2011 kl. 07:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband