Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Ógildir stjórnlagaþingmenn, skipaðir í stjórnlagaráð af Alþingi !

Það liggur við að maður þurfi að klípa sig í handlegginn til þess að átta sig á því að búið er að skipa ógilda stjórnlagaþingmenn í stjórnlagaráð af Alþingi, til þess að endurskoða stjórnarskrá landsins.

Eina vitræna aðferðin við dómi Hæstaréttar var endurtekning á kosningu sem dæmd var ógild, varðandi mál þetta.

Í hvaða stöðu er verið að setja þá sem máttu taka því að kosning væri dæmd ógild, með tilliti til þess að vinna þeirra sé metin ?

Hvað með þá sem ekki hlutu kosningu á stjórnlagaþingið, hver er staða þeirra og hvers vegna kom ekki til álita að skipa þá eins og hina sömu voru með ógilda kosningu eftir dóm Hæstaréttar ?

Ég er ansi hrædd um það að flestir lögspekingar þessa lands muni reyna að komast hjá því að ræða þessa afgreiðslu Alþingis á þessu máli, þar sem patentlausnapokinn hefur verið tekinn í notkun þvert á alla lögspeki hvers konar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Stjórnlagaráð samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vér mótmælum allir.

Hagsmunir barna skyldu ætíð í öndvegi á hverjum tíma, og sú varðstaða um velferð hefur verið í heiðri höfð hér á landi, hingað til.

Hvers konar hugmyndir sem raska kynnu umhverfi barna á timum þegar aldrei er meiri þörf til þess að umhverfið sé stöðugt, er eitthvað sem hlýtur að lúta endurskoðun, eðli máls samkvæmt.

Mikilvægi þess að sá rammi sem mótaður hefur verið í skólastarfi við upphaf skólagöngu barns endist gegnum skólagönguna, getur skipt hvern einstakling meginmáli og aldrei skyldu uppi tillögur um að færa börn úr einu umhverfi í annað á tíma skólagöngu, aldrei.

Gera verður þá kröfu til yfirvalda að skólaumhverfið sé stöðugt gegnum dvöl barns á annars vegar leikskóla og hins vegar grunnskóla.

Sjálf lít ég á það sem lögbundna skyldu hins opinbera að tryggja að svo sé.

kv.Guðrún María.


mbl.is Rúmlega tíu þúsund undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál, en ég mun segja NEI, við Icesave.

Það er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að viðra ólík sjónarmið, og koma fram sem einstaklingar í hvorum hópi fyrir sig.

Hins vegar er það jafn óeðlilegt að formenn félaga launamanna sem eru tveir hér í upptalningu á hinum þverpólítiska hópi tengi félög sín við sig í þessu efni.

Hafa þeir hinir sömu leitað álits allra, ég endurtek allra sinna félagsmanna varðandi það hið sama þ.e að birta nöfn sín sem formanna sinna félaga, með afstöðu á annan hvorn veginn ?

Það efa ég mjög en hins vegar er það tímabært að fara að taka upp nýjan hátt í voru samfélagi hvað þetta varðar, þar sem menn sleppa því að blanda verkalýðsfélögum í annað en samninga um kaup og kjör.

kv.Guðrún María.


mbl.is Stuðningsmenn Icesave boða til fundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er pólítikin undir steini í þessu máli ?

Svo virðist sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sé saklaus af því að hafa blandað sér í skipan þá sem hér um ræðir og einungis farið að tillögum óháðra matsaðila í þessu efni.

Hverjir eru skipaðir í kærunefnd jafnréttismála ?

Er það pólítisk skipan ?

Það eru margir fletir á þessu máli og spurning hvort pólítikin liggi þar undir steini.

kv.Guðrún María.


mbl.is Segir kærunefnd hafa mat ráðgjafa að engu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvæg tilmæli Umboðsmanns barna.

Ég fagna því mjög að sjá Umboðsmann barna koma fram varðandi hagsmuni barna með því móti sem hér má sjá.

Það hefur aldrei verið mikilvægara að standa vörð um hagsmuni barna en nú, á tímum niðursveiflu og samdráttar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Umboðsmaður barna varar við niðurskurði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsætisráðuneytið brýtur jafnréttislög, segir ríkisstjórnin af sér ?

Vinstri hreyfingin Grænt framboð er femínistaflokkur og Samfylkingin jafnaðarmannaflokkur, sem virðast þó ekki hafa verið þess umkomnir að fara að lögum í landinu við ráðningar í embætti, þar sem karl er tekin fram fyrir konu með sömu menntun að virðist.

Þetta hlýtur að vera gífurlegt áfall fyrir sitjandi stjórn,
segir hún af sér í kjölfarið ?

Kemur í ljós.

kv.Guðrún María.


mbl.is Jafnréttislög brotin við ráðningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að tapa þingmönnum, skrifast á forystu flokka.

Það er alveg sama hvernig formaður VG, reynir að þvo hendur sínar, fyrst og síðast skrifast það nefnilega á forystumenn í flokkum að tapa þingmönnum úr eigin liði.

Þar vantar yfirleitt eitthvað á um að að menn taki tillit til sjónarmiða, svo ekki sé minnst á það atriði að menn séu frystir úti með sínar skoðanir.

Þar er því um stjórnunarvanda að ræða, fyrst og síðast.

kv.Guðrún María.


mbl.is Úrsögn nýtur ekki mikil stuðnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á þessi yfirlýsing að segja okkur að ekki sé um að ræða AÐLÖGUN ?

Það er mjög sérstök tímasetning þessarar yfirlýsingar í ljósi þeirra upplýsinga sem komu frá Atla Gíslasyni í gær, varðandi það atriði að aðlögun sé í gangi, en ekki aðildarviðræður.

Hvar er utanríkisráðherra ?

Hvenær kemur hann fram fyrir þjóðina og upplýsir um stöðu þessa máls ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Fagnar árangri í aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjarlægðin frá raunveruleikanum.

Til hvers skyldi hafa verið fjölgað í stjórnunarstöðum innan skólanna ?

Varla til þess eins að hækka laun einhverra sem sóttu sér menntun þar að lútandi, og til hvers var þá slík menntun í boði ?

Því miður læðist sú tilfinning að manni að fjarlægðin frá raunveruleika þeim sem við er að fást í starfi þvi sem skólar inna af hendi dag hvern, sé of mikil.

Hafi núverandi borgarfulltrúar ekki fengið nægilega innsýn í innra starf skólanna, þá væri ekki úr vegi að bæta úr því með kynningaferðum.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is Réttlátast að skera niður á stjórnendastigi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmiðlar hljóta að krefja utanríkisráðherra svara um stöðu í umsóknarferlinu.

Seint hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir að sjá Atla Gíslason segja sig úr þingflokki sínum og láta af stuðningi við flokkinn.

Það er hins vegar vægast sagt alvarlegt ef sitjandi stjórnvöld halda upplýsingum frá almenningi um stöðu mála í aðildarviðræðum sem og ef aðildarviðræður eru aðlögun en ekki viðræður.

Sitjandi utanríkisráðherra, sem og forkólfar stjórnaflokkanna, hljóta að þurfa að svara til um það sem Atli skýrir hér frá.

Því fyrr, því betra.

kv.Guðrún María.


mbl.is Yfirlýsingar Össurar kornið sem fyllti mælinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband