Ógildir stjórnlagaþingmenn, skipaðir í stjórnlagaráð af Alþingi !

Það liggur við að maður þurfi að klípa sig í handlegginn til þess að átta sig á því að búið er að skipa ógilda stjórnlagaþingmenn í stjórnlagaráð af Alþingi, til þess að endurskoða stjórnarskrá landsins.

Eina vitræna aðferðin við dómi Hæstaréttar var endurtekning á kosningu sem dæmd var ógild, varðandi mál þetta.

Í hvaða stöðu er verið að setja þá sem máttu taka því að kosning væri dæmd ógild, með tilliti til þess að vinna þeirra sé metin ?

Hvað með þá sem ekki hlutu kosningu á stjórnlagaþingið, hver er staða þeirra og hvers vegna kom ekki til álita að skipa þá eins og hina sömu voru með ógilda kosningu eftir dóm Hæstaréttar ?

Ég er ansi hrædd um það að flestir lögspekingar þessa lands muni reyna að komast hjá því að ræða þessa afgreiðslu Alþingis á þessu máli, þar sem patentlausnapokinn hefur verið tekinn í notkun þvert á alla lögspeki hvers konar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Stjórnlagaráð samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband