Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Málsmeðferðin er óviðunandi af hálfu Aþingis.

Eins og ég hef áður sagt er það ekki lítið sem þessum aðilum sem náðu kjöri í nú ógildum kosningum er lagt á herðar að meðtaka, varðandi það atriði að eiga að starfa að tillögum um nýja stjórnarskrá undir slíkum formerkjum.

Þvílík og önnur eins handabakarvinna og þarna átti sér stað er vandfundin, því miður, þar sem gengið er á svig við niðurstöðu um ógildingu kosninga, í máli sem varða á endurskoðun stjórnarskrár.

Mig skiptir engu hverra sjónarmiða menn kunna að ganga erinda fyrir inn í slíka vinnu, það breytir engu í þessu sambandi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Línurnar enn óskýrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verði Jón Bjarnason hrakin úr ríkisstjórn, vegna andstöðu við ESB, þá hvað ?

Vegferð Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs í þetta ríkisstjórnarsamstarf hlýtur að hafa beðið hnekki ef svo verður að Jón Bjarnason verður hrakin úr stjórn vegna andstöðu sinnar við Evrópusambandsaðildina.

Það verður mjög fróðlegt að vita hvort sú hin sama stjórn mun lifa það af.

kv.Guðrún María.


mbl.is Á móti stjórnarráðsfrumvarpinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velferð eins þjóðfélags er virðing fyrir öldruðum, eins og þeim yngstu.

Það atriði að fólkið sem hefur skilað ævistarfinu, geti sómasamlega komist af á efri árum er eins mikilvægt og það atriði að sjá til þess að standa vörð um aðstæður barna í voru þjóðfélagi.

Það er spurning um velferð og hvers konar skerðingar á kjörum eldra fólks er eitthvað sem stjórnvöld hvoru tveggja þurfa og verða að gjöra svo vel að skoða til hlýtar.

Það er ekki nóg að benda á það að " sumir " hafi það mjög gott, því svo vill til að það er bara gott, en það er okkar ríkjandi kynslóðar að sjá til þess að allir geti komist sómasamlega af, með þeim aðferðum sem til eru til tekjujöfnunar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mótmæla skerðingum á kjörum aldraðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægar upplýsingar um kosningar á sjúkrastofnunum.

Það er afskaplega gott að fá það í fréttir hvenær kosið er á sjúkrastofnunum, en ég man ekki eftir því að hafa séð of miklar upplýsingar um það fyrir þingkosningar alla jafna.

Það gefur aðstandendum þeirra sem þar dvelja möguleika á því að koma á framfæri fræðslu um valkostina í þessari kosningu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Kosið á sjúkrahúsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin ólýðræðislega aðferðafræði sitjandi ríkisstjórnar til þess að koma þjóðinni í Evrópusambandið.

Hamagangurinn við að ganga frá Icesave áður en þrotabú Landsbankans er gert upp, ásamt því að sniðganga niðurstöðu Hæstaréttar um ógildingu stjórnlagaþings, og skipa stjórnlagaráð, er eitthvað sem allt ber að sama brunni þess að reyna að koma Íslensku þjóðinni inn i Evrópusambandið, meira og minna, þvi miður.

Fyrir það fyrsta skyldi vilji þjóðar til umsóknar hafa verið kannaður,
það var ekki gert, heldur ætt af stað í þá vegferð.

Í öðru lagi gleymdist það að samstarfsflokkur Samfylkingar í ríkisstjórn hafði andstæð sjónarmið um aðild á stefnuskrá sinni sem aftur hefur þýtt laskaða ríkisstjórn og ótryggan stjórnarmeirihluta.

Með öðrum orðum ríkisstjórn sem varla hefur verið stjórntæk til þess að vinna í málefnum þjóðarinnar vegna ósamstöðu og einhliða einblýni á Brussel,er eitthvað sem hefur verið raunin.

Það gefur augaleið að slíkt var allsendis ekki það sem íslensk þjóð þurfti á að halda við að koma þjóðarskútunni af strandstað, heldur áhorf á eigin sjálfbærni fyrst og fremst, með það að leiðarljósi að standa vörð um sjálfstæði þjóðarinnar til lengri og skemmri tíma.

Aðildarumsókn að Esb, var og er því ein mesta tímaskekkja sem um getur við þessar aðstæður og skyldi dregin til baka svo fljótt sem verða má.

kv.Guðrún María.


Hvar er kynning stjórnvalda á Icesavemálinu ???

Hvað eiga margir að vera búnir að greiða atkvæði áður en stjórnvöld dröslast til þess að koma á framfæri kynningarefni um mál í ferli þjóðaratkvæðagreiðslu ?

Set hér inn úrdrátt úr fylgiskjali V, umsögn Fjármálskrifstofu um málið til þingsins.

" Stærstu áhættuþættir fyrir ríkissjóð vegna samkomulagsins eru annars vegar hversu mikið TIF mun fá úthlutað upp í sínar kröfur úr búi Landsbanka Íslands hf. og hins vegar gengisáhætta. Við áætlun á líklegri skuldbindingu hefur samninganefndin byggt á upplýsingum skilanefndar Landsbankans. Jafnframt er byggt á vinnugögnum frá Landsbanka Íslands um fjárhæð þeirra krafna sem framseldar verða á grundvelli endurgreiðslusamninganna. Þá hefur verið lagt varfærið mat á nettótekjur vegna eigna Landsbanka Íslands til 2016. Eins og áður hefur verið nefnt er gert ráð fyrir að heildarkostnaður ríkissjóðs vegna samninganna verði 47 milljarðar króna og að engar eftirstöðvar falli á ríkissjóð árið 2016. Þessi niðurstaða byggist á mati og gæti útkoman orðið betri eða verri eftir því hvernig helstu forsendur þróast. Eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpinu gæti skuldbinding ríkissjóðs sveiflast frá því að lækka í allt að 12 milljarða króna og í að hækka í allt að 113 milljarða króna þegar reiknað er með mismunandi forsendum um endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans.
Veiking krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum mundi hafa þau áhrif að skuldbindingar ríkissjóðs hækka í krónum talið. Það stafar annars vegar af því að hluti endurheimta úr búi Landsbankans er í íslenskum krónum og hins vegar af því að vaxtagreiðslur eiga sér stað yfir nokkurra ára tímabil í evrum og pundum. Veiking krónunnar hefur því þau áhrif að endurheimtur duga skemur í afborganir og vaxtagreiðslur þar eð þær verða hærri í krónum talið."

Vonandi til fróðleiks fyrir einhvern.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is 535 hafa kosið í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesavesamningurinn verður að öllum líkindum felldur.

Ég tek ekkert frekar mark á þessari könnun en einhverjum öðrum en vona að kjörsókn verði góð í þessum kosningum, því það skiptir máli að hver og einn einasti maður nýti atkvæði sitt.

Ég mun segja NEI, vegna þeirrar óvissu og þeirra áhættuþátta sem innifalin eru í samningi þessum ennþá fyrir land og þjóð.

kv.Guðrún María.


mbl.is 56% segja ætla að styðja lögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að ganga gegn ríkjandi vindátt.

Auðvitað gat það ekki verið að tilraunir til þess að finna fagaðila til úrvinnslu á málum dygði. Það ætti Jóhanna Sigurðardóttir að vita með alla sína þingreynslu og sökum þess blæs vindurinn frá kærunefnd jafnréttismála, meðal annars.

Enginn getur verið þekktur fyrir það að ganga gegn jafnrétti kynjanna ekki hvað síst í kynjaðri hagstjórn, og ef til vill mætti lúta endurskoðun með einhverju móti orðaval hins háleita tilgangs þess efnis,
þar sem forsendur málanna virðast fljúga all hátt til hæða, og orðin um markmið og tilgang þau flæða.

kv.Guðrún María.


mbl.is Veit varla hvaðan á mig stendur veðrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óska Hreyfingunni til hamingju með afskipti af kjörum launamanna.

Í fyrsta skipti lítur tillaga er lýtur að verkalýðshreyfingunni dagsins ljós á Alþingi Íslendinga.

Tillaga sem er hvoru tveggja sjálfsögð og eðlileg og ætti að vera í framkvæmd í raun, hér og nú, varðandi það atriði að laun forkólfa verkalýðsfélaga hljómi saman við laun félagsmanna.

Raunin er nefnilega sú að lágmarksalaunataxtar hins almenna verkamanns hafa lækkað eftir þvi sem laun formanna félaganna hafa hækkað, þvi miður.

Í mínum huga er það afdalafyrirkomulag að rekin séu yfirregnhlífabandalög eins og ASÍ, þar sem ótalin kostnaður er innheimtur af launamönnum við slíka starfssemi svo ekki sé minnst á fyrirkomulagið að stjórnir verkalýðsfélaga skipi í stjórnir lífeyrissjóða, án aðkomu félagsmanna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hámark sett á laun verkalýðsforingja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er innilega sammála Ungum VG, í þessu efni.

Ég tek undir þessa áskorun ungra Vinstri Grænna, varðandi það atriði að auðvitað eiga Íslendingar ekki að taka þátt í stríðsrekstri nokkurs konar og sannarlega má segja að lýsingar utanríkisráðherra á striðsrekstrinum hafi verið eitthvað sem maður hélt að ekki myndi heyrast frá íslenskum ráðherra.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilja að stjórnin fordæmi árásir á Líbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband