Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
Sjálfstæðisflokkurinn og hinar mörgu grasrætur.
Mánudagur, 7. febrúar 2011
Það var nokkuð forvtitnilegt að hlýða á Tryggva Þór Herbertsson ræða um grasrætur í Sjálfstæðisflokknum í Silfri Egils, þar sem sá hinn sami týndi til nokkra menn sem ekki væru grasrót flokksins.
Fátt ætti í raun og veru að segja meira um það hve mikil gjá virðist hafa myndast milli manna í flokknum um afstöðuna í icesavemálinu.
Liggur áhugi nokkurra þingmanna flokksins á því að auðvelda inngöngu í Evrópusambandið undir steini ?
kv.Guðrún María.
Ný ríkisstjórn þarf að vera án Evrópuferðalags Samfylkingarinnar.
Mánudagur, 7. febrúar 2011
Það hefði nú verið fínt að fá nánari útskýringar hjá Sigmundi Erni á því um hvað hann væri að tala í atvinnumálum, þar sem hann vill nýja flokka í stjórn.
Var hann að tala um álver á Bakka ?
Var hann að tala um aðildarumsóknarferlið að Evrópusambandinu ?
Það kom ekki fram, hins vegar má líta á þessa yfirlýsingu Sigmundar Ernis sem vantraust á sitjandi ríkisstjórn, annað verður ekki séð.
kv.Guðrún María.
![]() |
Tilbúinn að mynda nýja ríkisstjórn um atvinnumálin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Og hefst nú verðbólgusöngur Samtaka atvinnulífisins.
Sunnudagur, 6. febrúar 2011
Ég veit ekki hvað mér dettur helst í hug við lestur þessarar fréttar frá SA, þar sem verðbólgusöngurinn er hafinn og draugar allir dregnir upp á rafta sem aldrei fyrr.
Væntanlega gott innlegg í samningagerðina.
kv.Guðrún María.
![]() |
SA: Loðnubrestur af mannavöldum yfirvofandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þjóðin sagði NEI, við Icesave, hver gaf stjórnmálamönnum leyfi til að semja eftir það ?
Sunnudagur, 6. febrúar 2011
Afstaða hluta Sjálfstæðismanna i málefnum Icesave, er eitthvað sem ef til vill birtir okkur ákveðinn loddarahátt sem viðgengst og viðgengist hefur þar sem flokkarnir hafa ekki fyrir því að vera í sambandi við flokksmenn sína og möndla málin bak við tjöldin.
Mál sem farið hefur í þjóðaratkvæðagreiðslu sökum þess að forseti hefur vísað því til þjóðarinnar, hlýtur eðli máls samkvæmt að lúta niðurstöðu þeirri sem þjóðin kvað á um varðandi já eða nei, og hvers konar samningatilraunir skyldu hafa verið ræddar við þjóðina og þjóðin upplýst á hverju einu einasta stigi áframhaldandi samninga um málið með það í farteski að lokaákvörðun væri þjóðarinnar.
Það hefur ekki verið gert hvorki af stjórnvöldum né Sjálfstæðismönnum.
kv.Guðrún María.
![]() |
Ekki gegn ályktun landsfundar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað eru gamlir formenn að vilja upp á dekk nú ?
Sunnudagur, 6. febrúar 2011
Hvorki Þorsteinn Pálsson né Geir Haarde, teljast með miklum leiðtogum í Sjálfstæðisflokknum samkvæmt mínu viti, og stuðningsyfirlýsing þeirra hinna sömu við formann flokksins, því ósköp léttvæg nú.
Reyndar er stutt síðan Þorsteinn var orðaður við stofnun flokks Evrópuáhugamanna sem ekkert hefur heyrst af meira síðan þá, en Geir er að berjast við að fá Landsdóm til starfa svo mál hans sé tekið fyrir og klárað.
Áhugi Evrópusambandssinna til þess að klára Icesavemálið sem forsendu þess að halda áfram með aðildarumsóknina er mikill og því miður ber þessi afstaða núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins keim af slíku, varðandi það viðhorf sem hér kemur fram um að styðja málið á þingi.
Ef til vill þurfa fjölmiðlar að fara að leita eftir afstöðu þingmanna til aðildar að Evrópusambandinu í ríkara mæli en verið hefur.
kv.Guðrún María.
![]() |
Sætti mig við þessi málalok |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Auðvitað á að fresta aðildarviðræðum að ESB, eins og skot.
Laugardagur, 5. febrúar 2011
Það skyldi þó aldrei vera að við Íslendingar munum geta þakkað yfirvöðslusömu fiskitegundinni makríl, sem lagði leið sína inn í íslenskar hafnir á síðasta ári það atriði, að frestað verði aðildarviðræðum að Evrópusambandinu.
Með réttu má því segja að makríllinn gæti þar með hafa áorkað verulegum lýðræðisumbótum hér á landi, með afstöðu Breta, þar sem sitjandi valdhafar höfðu ekki vit á þvi að spyrja þjóðina fyrirfram um það hvort vilji væri til þess að sækja um aðild.
kv.Guðrún María.
![]() |
Styður frestun aðildarviðræðna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Uppreisn gegn forystu Sjálfstæðisflokksins.
Laugardagur, 5. febrúar 2011
Meðan stuðningsmenn ríkisstjórnar mæra formann Sjálfstæðisflokksins, rís flokkurinn upp gegn formanni sínum fyrir það atriði að ganga gegn landsfundarsamþykkt flokksins.
Skyldi einhvern furða ?
Það hefur sjaldan gerst áður, og að vissu leyti ánægjulegt að vita að flokksmenn standi vörð um meirihlutaákvarðanatöku af lýðræðislegum toga, með andmælum við því að ganga gegn lýðræðinu.
kv.Guðrún María.
![]() |
Samþykkja ekki Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er Framsóknarflokkurinn sem stendur vaktina í stjórnarandstöðu, ekki Sjálfstæðisflokkurinn.
Laugardagur, 5. febrúar 2011
Það skyldi engin furða að gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn hafi tekið nýjan pól í hæðina við nýjasta útspil formannsins í Icesavemálinu.
Raunin er sú að Framsóknarflokkurinn hefur staðið sína vakt í stjórnarandstöðu við núverandi ríkisstjórn, ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem er vissulega undrunarefni í krafti stærðar.
kv.Guðrún María.
![]() |
Sjálfstæðisflokkurinn gagnrýndur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þjóðaratkvæðagreiðsla, þrjú mál, forsenda sáttar um uppbyggingu eins samfélags.
Föstudagur, 4. febrúar 2011
Nú þegar ætti að undirbúa þjóðartkvæðagreiðslu um Icesavesamninginn hinn síðari.
Ásamt því hinu sama ætti einnig að spyrja um það atriði hvort þjóðin vilji að Alþingi skipi þá fulltrúa sem kjörnir voru á stjórnlagaþing til verkefnis við endurskoðun stjórnarskrár, vegna ógildingar kosninganna.
Því til viðbótar, skyldi borin fram sú spurning hvort þjóðin kjósi að halda áfram viðræðum um aðild að Evrópusambandinu.
Mikilvægi þess að þjóðin fái að taka ákvarðanir um eigin mál í kjölfar þess hruns sem orðið hefur í einu samfélagi er mikið, og ég álít að þjóðaratkvæðagreiðsla nú um Icesavemálið sé óhjákvæmileg, en jafn mikilvægt er að nota þær hinar sömu kosningar til þess að fá fram vilja fólksins í landinu til stjórnlagaþingsins, sem og afstöðu til ferlis aðildarumsóknar að Evrópusambandinu.
Hver svo sem niðurstaða þessarra þriggja spurninga kynni að verða þá er það eigi að síður ljóst að slíkt kynni að skapa þá sátt sem þarf að ríkja um mál í einu samfélagi til þess að vinna mál fram á veginn , hver svo sem sitja kann við valdatauma.
kv.Guðrún María.
Forseti vísaði Icesavemálinu til þjóðarinnar og Alþingi hlýtur að taka mið af því.
Föstudagur, 4. febrúar 2011
Ég er innilega sammála Styrmi Gunnarssyni, varðandi það atriði að Icesavemálið liggur hjá þjóðinni, og þar af leiðandi ætti Alþingi að sjá sóma sinn í því að vísa þessu máli til þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu.
Getur það verið að forseti þurfi hugsanlega að neita að samþykkja lög sem sá hinn sami hafði áður vísað til þjóðarinnar og þjóðin sagt nei við ?
Hvar stendur þá virðing Alþingis eftir ?
Að öðru leyti er það sannarlega rétt að meirháttar pólítisk mistök hafa orðið varðandi afstöðu Sjálfstæðisþingmanna í þessu máli, þar sem af minna tilefni gæti orðið til þess að kalla þar á sviðið nýjan leiðtoga.
Einungis tvær konur koma þar til greina frá mínum sjónarhóli séð.
kv.Guðrún María.
![]() |
Meiriháttar pólitísk mistök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |