Hvað eru gamlir formenn að vilja upp á dekk nú ?

Hvorki Þorsteinn Pálsson né Geir Haarde, teljast með miklum leiðtogum í Sjálfstæðisflokknum samkvæmt mínu viti, og stuðningsyfirlýsing þeirra hinna sömu við formann flokksins, því ósköp léttvæg nú.

Reyndar er stutt síðan Þorsteinn var orðaður við stofnun flokks Evrópuáhugamanna sem ekkert hefur heyrst af meira síðan þá, en Geir er að berjast við að fá Landsdóm til starfa svo mál hans sé tekið fyrir og klárað.

Áhugi Evrópusambandssinna til þess að klára Icesavemálið sem forsendu þess að halda áfram með aðildarumsóknina er mikill og því miður ber þessi afstaða núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins keim af slíku, varðandi það viðhorf sem hér kemur fram um að styðja málið á þingi.

Ef til vill þurfa fjölmiðlar að fara að leita eftir afstöðu þingmanna til aðildar að Evrópusambandinu í ríkara mæli en verið hefur.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Sætti mig við þessi málalok“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

 ég er einn af þeim Sjálfstæðismönnum sem varð arfavitlaus þegar ég heyrði fyrst af þessu - eftir það aflaði ég mér upplýsinga m.a. með samtölum við 2 þingkonur sem þekkja MJÖG vel til.

Síðan var ég á fundinum. Það flutti Bjarni álið af yfirvegun osk skynsemi ö þótt sumir fjölmiðlar hafi hlaupið eftir buxnatali Sturlu ( þeim er tamt að hlaupa á eftir honum í einu og öllu ) þá voru þeir sem ekki sjá neitt gott við Bjarna ( hafa verið andstæðingar hans allt frá því að hann var kjörinn formaður ) lítill hópur sem ég vona að hugsi málið OG KYNNI SÉR ÁSTÆÐUNA FYRIR ÞVÍ AÐ BB VILL SEMJA NÚNA . Hann hefur alltaf haldið fram samningsaðferðinni ( sem ég var á móti ) og þau meta stöðuna þannig núna að lengra verði ekki komist. spurningin er ER ÞAÐ FÓLK SEM ENN VILL DÓMSTÓLALEIÐINA TIL Í ÞAÐ - RAUNVERULEGA - AÐ TAKA ÞÁ ÁBYRGÐ Á SIG - PERSÓNULEGA -??  Bjarni er að leggja pólitíska framtíð sína undir.- Og með réttu - tekur hann hagsmuni heildarinnar framyfir sína eigin. Hann gefði getað farið Þór Saari leiðina og farið í lýðskrum - en þar skilur á milli þeirra enn einu sinni - Bjarni er það miklu stærri maður en Þór Saari

Ólafur Ingi Hrólfsson, 6.2.2011 kl. 14:39

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Að sjálfsögðu er þessi gjörspillti óskapnaður sem kallar sig Sjálfstæðisflokkin, fyrir löngu dauður. Jarðaförin hefur hinsvegar ekki farið fram og líkið rotnar bara á meðan.

Guðmundur Pétursson, 6.2.2011 kl. 18:28

3 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Guðmundur og Ólafur eru að fara hamförum með sýna innihaldslausu copy/paste greinar í athugasemdum frekar ógeðfelt að þurfa lesa þetta rugl í þeim Ólafur talar um að það sé persónuleg ábyrgð að fara eftir lögum annað eins rugl og bull hefur maður sjaldan séð og ég ætla nú ekki einu sinni að kryfja það sem hinn bjáninn segir og þó sennilega er hann sjálfur farinn að rotna þá að innan miðað við skrif hans. Frekar sorglegir menn þar á ferð. Í þjóðaratkvæði með ólögin því það er ekki á höndum spiltra stjórnmálamanna að ákveða þetta í sínum hrossakaupum.

Elís Már Kjartansson, 6.2.2011 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband