Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
Vandi útgerðar er skortur á vitneskju um útgerð á Alþingi.
Fimmtudagur, 3. febrúar 2011
Tilraunir Samfylkingarmanna til þess að slá sig til riddara
" gegn kvótakerfinu "
með síbreytilegum hugmyndum um umbætur, munu rekast á þann sannleika fyrr eða síðar sem vitað hefur verið um í raun að hvernig svo sem skipulag mála kann að vera í laganna hljóðan þá er það einu sinni svo að núverandi fyrirtæki geta ekki farið að leigja heimildir til veiða frá ríkinu, nema að þau hin sömu fari á hausinn.
Þessar bjánalegu markaðsuppboðshugmyndir um kerfi þetta er hægt að taka úr notkun EN, jafn mikilvægt er að leggja af framsal og leigu aflaheimilda, þar sem enginn skyldi hafa til þess leyfi að græða á braski með timabundna úthlutun til eins árs í senn með slíku framsali hvað þá að slikt eigi eða hafi nokkurn tímann átt að vera veðhæft í fjármálastofnunum.
Lausnin er því að leyfa þeim að veiða áfram meðan kerfisbreytingar taka gildi, en taka gjald af veiddum afla úr sjó, í stað þess að reyna að fara að bjóða upp óveiddan fisk.
Skipta kerfinu i sundur í umhverfisvænan atvinnuveg annars vegar og hátæknivæddan úthafsveiðiflota hins vegar, með skilyrðum fyrir nauðsynlegri nýlíðun við aðkomu manna í atvinnugrein þessa yrðu tryggð.
kv.Guðrún María.
![]() |
Gagnrýnir þingmann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Formaður Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs, mænir á alþjóðlegan fjármálamarkað.
Fimmtudagur, 3. febrúar 2011
Það hefði einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar að formaður VG, ræddi um það að " liðka til " þáttöku á alþjóðlegan fjármálamarkað, svo ekki sé minnst á það hver á að borga þá hina sömu " liðkun " sem er jú almenningur í landinu þar sem honum er ætlað að greiða fyrir " útrásarævintýri " einkabanka í útlöndum.
Nú fagnar formaður flokksins afstöðu formanns Sjálfstæðisflokks við stuðning við mál þetta, meðan flokksmenn Sjálfstæðisflokksins rísa upp gegn forystunni.
Óhjákvæmilega koma öfugmælavísurnar upp í hugann eins og stundum áður, þar sem hvor flokkur og forystusauðir snúast öndverðir gegn eigin yfirlýstu stefnumiðum hvers konar, frá vinstri til hægri og sameinast í afstöðu gegn sannfæringu flokka sinna.
Sem betur fer á Framsóknarflokkurinn og Hreyfingin kjörna þingmenn á þingi.
kv.Guðrún María.
![]() |
Fagnar afstöðu sjálfstæðismanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Takk Höskuldur, þingmenn Framsóknarflokksins standa dyggan vörð um þjóðarhagsmuni.
Fimmtudagur, 3. febrúar 2011
Þingmenn Framsóknarflokksins hafa staðið dyggan vörð um þjóðarhagsmuni í Icesavemálinu á Alþingi Íslendinga, og svar Höskuldar skýrt þar að lútandi.
Grundvallarspurning þessa máls er um það hvort beri að samþykkja ólögvarða kröfu til þess að halda frið fyrir núverandi valdhafa við setu, kröfu sem yfirfærist á almenning í landinu sem ekki stofnaði til hennar.
kv.Guðrún María.
![]() |
Mun ekki samþykkja Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ungir Sjálfstæðismenn vakna til dáða.
Fimmtudagur, 3. febrúar 2011
Það er afar ánægjulegt að sjá unga Sjálfstæðismenn, vakna til dáða og spyrja um umboð eigin formanns til afstöðu í þessu máli, og nokkuð ljóst að hitnað hefur undir formamanni flokksins við yfirlýsingu um stuðning við Icesavefrumvarp ríkisstjórnarinnar.
Fróðlegt verður að fylgjast með framhaldinu.
kv.Guðrún María.
![]() |
Gæti þurft að kanna umboð formanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvenær ætla Íslendingar að koma sér upp úr hjólförum hentistefnusjónarmiða tækifærismenskunnar ?
Miðvikudagur, 2. febrúar 2011
Hentistefnusjónarmið tækifærismennskunnar inniheldur það að menn mæra allt sem kemur frá eigin flokkum fram og til baka og bölva og ragna og búa til samsæriskenningar um allt sem gengur þeirra flokkum á móti og eignað er andstæðum sjónarmiðum allra handa, hvar sem þau finna má, og mögulega tengja.
Gott dæmi um þetta er niðurstaða Hæstaréttar að dæma stjórnlagaþingskosningar ógildar, þá var það víst bara Sjálfstæðisflokknum að kenna af því að Björn var dómsmálaráðherra og Davíð vinur Jóns Steinars sem er einn af dómurum.
Það gleymist náttúrulega í þessu sambandi að fleri dómarar eru í réttinum, sem ef til vill eru ekki vinir Davíðs, en það hentar ekki ofan í hjólförunum.
Niðurstaðan var nefnilega ekki álitsauki þeirra tveggja flokka sem sitja við valdataumana og áhangendurnir fara hamförum í hjólförunum við samsæriskenningasmíð hentistefnusjónarmiða tækifærismennskunnar.
Ekki verður það til að auka álit á viðkomandi flokkum að mínu viti, hvað þá þjóðmálaumræðu almennt svo ekki sé minnst á þjóðfélagsþróun.
kv.Guðrún María.
![]() |
Enginn veit um áhrif ágalla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvernig skyldu þessi mál snúa að Íslendingum ?
Miðvikudagur, 2. febrúar 2011
Ég vildi óska þess að ég gæti kært þá ákvörðun að mitt lyf var tekið af markaði og annað dýrara sett inn á markað hér á landi í staðinn.
Hvað þá að hvati minn til að kæra þýddi það að ég fengi hluta sektarinnar sem verðlaun fyrir eins og lagaumhverfi í Bandaríkjunum gerir ráð fyrir.
Lyfjaiðnaðurinn lætur ekki að sér hæða og ef við fljótum með gagnrýnislaus á skipulagið þá getum við endurgreitt ofurfjármuni árlega af skattfé í þá hina sömu starfssemi svo mikið er víst.
Það skyldi þó aldrei vera að skoða mætti þessi mál ögn nánar hér á landi, ekki hvað síst í ljósi þess hvar viðkomandi fyrirtæki sem þarf að greiða 20 milljarða sekt er staðsett.
kv.Guðrún María.
![]() |
Greiði 20 milljarða sekt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Takk fyrir Jón Steinar Gunnlaugsson.
Miðvikudagur, 2. febrúar 2011
Nú hefur Hæstaréttardómari tjáð sig um málefni réttarins, hvað varðar álag og í framhaldi hlýtur Alþingi og ráðherra að rýna í þau hin sömu atriði og þar komu fram í máli hans.
Jón Steinar er hér að rjúfa hefð þess eðlis að dómari í Hæstarétti ræði við almenning og það ber að þakka en slík umræða er eðli máls samkvæmt verulega vandmeðfarin.
Áður en Jón Steinar var skipaður dómari ræddi hann hin ýmsu samfélagmál meðal annars bótasjóði tryggingafélagana sem aldrei fengust upplýsingar um hve mikið innihéldu í tölum talið.
Nú í dag höfum við fengið ýmsar upplýsingar um hvað varð af þeim og hve rík ástæða var til þess að spyrja spurninga í því efni.
Varðandi millidómsstigið þá hefi ég áhyggjur af því að það muni ekki létta nægilegu álagi af Hæstarrétti þar sem flokkun á milli meginmála og annarra kunni að verða enn einn torfær frumskógur.
Hvernig væri að setja undirdómstól undir Héraðsdómstólana, ss.fíkniefnadómstól, svo eitt dæmi sé tekið.
Myndi það ekki fækka málafjölda að einhverju leyti ?
Breytinga er þörf, það er ljóst.
kv.Guðrún María.
![]() |
Fjölgun dómara eykur ringulreiðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónn dómgreindarinnar lýsir ekki veginn í Evrópusambandið.
Þriðjudagur, 1. febrúar 2011
Ádeila Sigmundar á Ögmund er ódýr útgáfa af skotgrafapólítik stjórnarþingmanns sem reynir að slá sig til riddara við að verja formann síns flokks þ.e forsætisráðherrann sem vill fara með þjóðina beint í Evrópusambandið eins og viðkomandi þingmaður einnig.
Andstaða Ögmundar og annarra í VG, gagnvart þeirri vegferð er skiljanleg, þar sem sá flokkur hefur það ekki á stefnuskrá sinni.
kv.Guðrún María.
![]() |
Deilir á Ögmund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þvílík snilld ..,_ bankasýsla ríkisins borgi Icesavesamninginn.
Þriðjudagur, 1. febrúar 2011
Ég veit ekki af hverju mér dettur í hug, hundur sem bítur í skottið á sér, við lestur þessarar fréttar, en velti þvi fyrir mér hvort hafin er nú hin pólítiska sýndarmennska allra handa, þar sem líður á seinni hluta kjörtímabils ríkistjórnarflokkanna.
Það er eins og ég hef oft áður sagt, ekki öll vitleysan eins heldur aðeins mismunandi.
kv.Guðrún María.
![]() |
Skoðað hvort fjármálafyrirtæki beri kostnaðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |