Hvað gerist ef forseti synjar eða segir já ?

Taki forseti vor þá ákvörðun að vísa þessu máli til þjóðarinnar verður um þá ákvörðun almenn ánægja, en ekki hjá forystumönnum flokka í ríkisstjórn landsins, sem að öllum líkindum gætu beint spjótum sínum að forsetanum sem og að tala niður þáttöku í slíkri atkvæðagreiðslu, líkt og gerðist í upphafi árs 2010.

Taki forseti hins vegar þá ákvörðun að staðfesta lagasetninguna, mun rísa óánægjubylgja um þjóðfélagið, en ráðamenn ríkisstjórnar kynnu að taka upp á því að ræða um mikilvægi forsetaembættisins í kjölfarið.

Verði málinu vísað til þjóðarinnar og þjóðin segir nei, hvað gerist þá ?

Jú málið fer að hluta til á núllpunkt til Breta og Hollendinga, þar sem næstu skref yrðu þeirra hinna sömu um það atriði að reka mál þetta fyrir dómstólum, ellegar yrði farið fram á enn nýjar samningaviðræður. Ekki er óhugsandi að Evrópusambandið kynni að beita sér í málinu með einhverju móti.

Ef niðurstaða úr þjóðaratkvæðagreiðslu yrði sú að þjóðin segði já við þessum samningi myndu allir hlutaðeigandi aðilar að öllum líkindum verða að sætta sig við þá hina sömu niðurstöðu mála að takast á við skuldbindingar þessar sem þar er um að ræða.

Mögulegt er hins vegar að núverandi ríkisstjórnarflokkum detti í hug að segja af sér ef forseti synjar lögunum staðfestingar sem aftur þýddi þá boðun þingkosninga.

Mínar vangaveltur.

kv.Guðrún María.


mbl.is Erfitt og flókið mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband