Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011

Ekki var það fráleitt þegar breyta þurfti niðurstöðu Hæstaréttar, varðandi stjórnlagaráð.

Fór Alþingi að niðurstöðu dómstóla, þ.e Hæstaréttar varðandi kosningu til stjórnlagaþings sem dæmd var ógild ?

Svarið er Nei, þar voru hinir kosnu skipaðir af stórnvöldum í stjórnlagaráð.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fráleitt að Alþingi blandi sér í réttarhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarleg afstaða Hreyfingarinnar.

Getur það virkilega verið að öfl sem tala fyrir réttlæti, telji það íslenskri þjóð til hagsbóta að taka fyrir einn mann og draga fyrir dóm meðan aðrir sleppa.

Hefur þetta, kanski eitthvað með þá hugmyndafræði að gera ,varðandi það að hér hafi " allt verið ónýtt " og sé það enn og menn skuli mótmæla öllu alltaf einhvern veginn og bara draga einhvern til ábyrgðar ?

Hér er enginn stormur í vatnsglasi heldur spurning um virðingu Alþingis til framtíðar, þar sem flokkspólítisk sjónarmið hvers konar skyldu hafin yfir réttláta málsmeðferð, við leitan að ábyrgð.

kv.Guðrún María.


mbl.is Birgitta: Stormur í vatnsglasi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað, burt með þessi mistök innan veggja Alþingis.

Atkvæðagreiðsla um ákærur fyrir Landsdóm mun seint líða úr minni, sökum þess að þar setti Alþingi sannarlega niður, varðandi það atriði að draga einn mann til ábyrgðar en sleppa öðrum.

Núverandi ríkisstjórn var ekki þess umkomin að endurkjósa Landsdóm eins og vera ber og framlengdi setu fulltrúa frá fyrra þingi sem er fáranlegt.

kv.Guðrún María.


mbl.is Málið gegn Geir verði fellt niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helmingur núverandi ríkisstjórnar ber sömu ábyrgð og Geir Haarde.

Svo vill til að Björn Valur situr í ríkisstjórn með Samfylkingunni, en Samfylkingin ber jafn mikla ábyrgð á stjórn landsins þegar hér kom til hrun, eins og Geir Haarde.

Hver skyldi ábyrgð samstarfsflokksins VG, vera í því efni að sitja með hrunflokk í núverandi ríkisstjórn ?

Finnst viðkomandi þingmanni það virkilega vera í lagi að taka bara fyrir einn mann og segja, það var honum að kenna að hér hrundi allt.

Vægast sagt er þar um grunnhyggið viðhorf að ræða.

Alþingi væri sómi að því að endurskoða eigin mistök í þessu efni, sem eru mikil, allt frá atkvæðagreiðslu til þess að framlengja störf Landsdóms með fulltrúum sem ekki lengur eiga fulltrúa á þingi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Björn Valur: Ígildi þess að afneita hruninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin endalausa bankaumræða er eldur í hinn pólítiska arinn.

Núverandi stjórnarherrum hentar einstaklega vel að benda á fyrri stjórnvöld í sambandi við efnahagslegt hrun hér á landi í pólítískum eiginhagsmunatilgangi.

Sömu ráðamenn sjá hins vegar lítið að í Evrópu þótt flestir aðrir komi auga á það hið sama enda með þann tilgang í farteski að koma okkur í bandalag þangað.

Þeir sem aldrei sáu " góðæri " hér á landi, eiga þeir að hoppa út á stræti og mótmæla því að þeir sem upplifðu " góðæri " töpuðu á i efnahagslegri kreppu er varð til ?

Jú vissulega til þess að sýna samstöðu, en.... augnablik, þeir sem bentu á merki þess að hér væri markaðshyggjuþokumóðuþjóðfélag þar sem spilað var Matador allra handa, var eitthvað hlustað á þá ?

Nei ekki meðan góðærið varði, því miður.

Mér kemur það ekki á óvart að hluta þingheims hafi vantað við að skoða málefni skilanefnda, sökum þess bankaumræðan er enn eldsneyti í hinn pólítiska arinn.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fáir þingmenn hafa þekkst boð skilanefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hver á að borga brúsann ?

Starfstengd úrræði, hvað þýðir það ?

Það kemur ekkert fram hver eigi að verja eigi fjármunum í þetta verkefni nema mönnum hafi dottið í hug að fá menn í vinnu á atvinnuleysisbótum.

Það skyldi þó aldrei vera.

kv.Guðrún María.


mbl.is Boða nýtt átak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ætlar Efling að gera fyrir hönd sinna launþega ?

Það eru vissulega takmörk fyrir athöfnum stjórnvalda sem og þeirra sem stjórna og stýra lifeyrissjóðum í landinu.

Stenst skattheimta á þegar áunnin réttindi lög ?

Mun Efling láta á það reyna fyrir dómsstólum eða skerða réttindi sjóðsfélaga með tilvísan í athafnir stjórnvalda þessu sinni ?

Kemur í ljós.

kv.Guðrún María.


mbl.is Skerða þarf réttindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endalok Evrópusamrunans ?

Það hlaut að koma að þessum tímapunkti, annað gat ekki verið, þar sem ríki þurfa að íhuga eigin hagsmuni innan þessa ríkjasambands sem og þá hvaða hagsmuni viðkomandi ríki setja efst í forgangsröðinni.

Var það einhvern tímann markmið að þróa þetta upphaflega efnahagsbandalag í átt að þjóðríki í Evrópu ?

Fyrsta skrefið sem stigið var að sameiginlegum stjórnarskrárhugmyndum í bandalagi þessu, var upphafið að því sem nú er komið á daginn að mínu viti.

Fjölgun ríkja með afar ólika hagsmuni hafa einungis gert það að verkum að auka enn á vanda þessa ríkjabandalags.

Ofurkostnaður við yfirstjórnsýslu er óásættanlegur og það atriði að þetta ríkjasamband hendi fjármunum út í bláinn hvað varðar umsóknarferli nýrra aðildarríkja segir meira en mörg orð um fjármunaaustur án tilgangs.

kv.Guðrún María.


mbl.is Sarkozy segir Evrópu tvíklofna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sem aldrei fyrr hefur forseti Íslands, verið sameiningartákn þjóðarinnar.

Ég lít svo á að núverandi forseti Íslands og kjarkur hans þess efnis að vísa Icesavemálinu í þjóðaratkvæði hafi skipt sköpum fyrir þjóðina á erfiðum tímum.

Fyrir þá hina sömu ákvörðun hefur hann óhjákvæmilega hafið embættið á hærra stig sem öryggisventil lýðræðis fyrir íslensku þjóðina.

Mín von er sú að hann bjóði sig fram eitt kjörtímabil enn, sem kemur þá gegnum nýjar kosningar til Alþingis.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekki enn gert upp hug sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefði ég átt að hrópa á torgum ?

Ég er seinþreytt til vandræða þótt ég sé þrjósk, en það skal viðurkennt að ég er langt frá því sátt við það að minn tuttugu og fimm prósent almannatryggingaréttur við slys sé ENN TÝNDUR Í KERFINU, hinu annars frábæra og fullkomna kerfi voru.

Sjötíu og fimm prósent vinnuveitandi minn hefur fengið greidda hundrað prósent
slysadagpeninga frá því ég slasast af því að TR segir sér ekki heimilt lögum samkvæmt að skipta slysadagpeningum í hlutföll, bara sjúkradagpeningum.

Með öðrum orðum það vantar REGLUGERÐ þess efnis.....

Verkalýðsfélagið hefur enn ekkert fundið út í hálft ár við það hið sama verkefni, en iðgjöld min hafa verið greidd þangað rúman áratuginn síðasta.

Sem aldrei fyrr virðist þessi flækjufrumskógur í þessu efni vera óendanlegur.

kv.Guðrún María.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband