Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011

Jólamaturinn.

Lengi vel var hangikjötið jólamaturinn á aðfangadag, það er alltént í mínu barnsminni, en hangikjötið var þá heimareykt í torfkofa í sveitinni.

Síðar var léttreykt kjöt tekið í staðinn fyrir hangikjötið sem færðist yfir á jóladaginn alla jafna.

Þorláksmessuskatan var hins vegar ekki eins mikill viðburður því söltuð skata var á á boðstólum af og til árið um kring, en hin kæsta vestfirzka skata var eitthvað sem ég kynntist ekki fyrr en síðar, en skatan er nú orðið eins mikill hluti af jólunum og jólahaldið sjálft, enda viðburður einu sinni á ári.

Hvoru tveggja skatan sem og hangikjötið er eitthvað sem er gott í hófi eins og reyndar allt matarkyns á öllum tímum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Yfir 70% borða hangikjöt á jóladag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandi hagkerfanna austan hafs og vestan.

Það er nokkuð sama hvert litið er, fjármálalegur stöðugleiki er ekki í augsýn, og spurning hvaða leiðtogar veljast til verka hvar sem er varðandi það atriði að hafa bein í nefinu til þess að horfast í augu við staðreyndir í því efni.

Er almenningi austan hafs og vestan akkur í því að annars vegar Evrópa og hins vegar Bandaríkin rammi sig inn í viðskiptablokkir ?

Það fæ ég ekki með góðu móti séð.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hóta að lækka lánshæfismatið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann lagði ekki frumvarpið fram.

Össur er alsaklaus af kvótafrumvarpinu, hann lagði það ekki fram, heldur einungis ríkisstjórnin, sem hann situr í sem ráðherra.

Viðtalið við ráðherrann var annars ágætt þar sem hann fór um víðan völl eins og honum er vissulega einum lagið á stundum.

Friður og kærleikur sveif yfir vötnum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Kvótafrumvarpið eins og bílslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjármálaráðherra skuldbindur ríkið til niðurrifs.

Auðvitað þarf að fjarlægja ónýt hús sem engu gagni skila en síðan hvenær var það tilefni myndatöku með fjármálaráðherra við undirritun samninga varðandi slíkt ?

Það er ekkert nýtt undir sólinni á þessum dimmasta tíma ársins.

kv.Guðrún María.


mbl.is Samið um niðurrif á Raufarhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gera Náttúruverndarsamtök Íslands ?

Hafa þessi samtök undir forystu Árna Finnssonar látið sig varða landgrunnið við Íslands og aðferðafræði við veiðar fiskiskipa á Íslandsmiðum með tilliti til náttúrverndar ?

Það hefi ég ekki orðið vör við gegnum tíðina, en tíð Árna Finnssonar sem formanns er nú orðin nokkur ár að mig minnir og ég man ekki betur en að hafa séð hann á VG þingi síðast í sjónvarpi, en kanski er það misminni hjá mér.

Var einhver að tala um lýðskrum ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Sakar forsetann um lýðskrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samningsrof stjórnvalda um kjör eldri borgara, setur kjarasamninga í uppnám.

Getur það verið að hér sé á ferð einn einn leikþátturinn hjá núverandi stjórnvöldum þar sem hlaupið er af stað með skerðingar og síðan meiningin að draga í land þegar búið er að setja allt í uppnám ?

Það yrði þá ekki í fyrsta skipti, en samningsrof skyldi þýða aðgerðir af hálfu þeirra sem undirrituðu kjarasamningana.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is Mótmæla skerðingu á kjörum eftirlaunaþega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hve mjög á að rýra lífskjör á Íslandi til þess að verða hluti af Esb ?

Það er sannarlega mikilvægt að fara ofan í saumana á þeim samningum sem í gangi eru um aðildarumsóknina að Evrópusambandinu, og afskaplega margar spurningar vakna eftir lestur á bloggi Páls um þessi mál.

Ekki hvað síst varðandi framsal ákvarðanavalds í innri málefnum og ýmsu fleira.

Hvet menn til þess að skoða þessa samantekt.

kv.Guðrún María.


mbl.is Utanríkisráðuneytinu mistekist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Njótið jólanna, ágætu þingmenn.

Vonandi er að friður jólanna verði til staðar í jólafríi þingsins, ekki hvað síst innan ríkisstjórnarinnar sjálfrar þar sem viðvarandi illindi og erjur millum sitjandi flokka hafa verið fyrirferðarmiklar frá því þessi stjórn settist við valdatauma.

Væntanlega fáum við landsmenn einhvern forsmekk að komandi ári í umræðum á gamlársdag millum formanna flokkanna.

Kemur í ljós.

kv.Guðrún María.


mbl.is Þingi frestað fram í janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er veraldleg fátækt, andlegt ríkidæmi ?

Mitt svar við þeirri spurningu er já, en vissulega má á milli sjá hversu mjög illa fólk er sett hvað fátæktina varðar.

Láglaunafólk á Íslandi hefur verið nokkuð langt frá því að geta leyft sér stóran hluta af því sem svokölluð millistétt í tekjum hér á landi hefur verið þess umkomin að viðhafa, lengst af.

Mismunurinn milli annars vegar millitekjuhópa og hátekjufólks hins vegar, hefur svo aftur verið eitt stykki önnur gjá tekjulega, lengst af.

Við höfum búið við misskiptingu tekna sem aldrei fyrr síðustu tvo áratugi hér á landi, með tilheyrandi vandamálum jaðarhópa í því efni.

Núverandi atvinnuleysi hér á landi hefur raskað þessum hlutföllum eitthvað millum hópa í samfélaginu að þvi ég tel, hins vegar er það svo að viðhorf okkar sjálfra gagnvart eigin aðstæðum hverjar svo sem þær eru hverju sinni skiptir meginmáli.

Ef maður eyðir öllum dögum í það að ergja sig yfir því hvað næsti maður getur en maður sjálfur ekki þá áskapar það eðli máls samkvæmt sífellda vanlíðan.

Það er tilgangslaus tímasóun en hins vegar algengt því miður, því öfundin er ein tegund af eðli mannsins og samanburðarhagfræðin eitthvað sem yfir dynur alla daga á einhvern handanna máta.

Við kaupum ekki kærleikann fyrir peninga, kærleikurinn er eitthvað sem þarf að rækta í mannlegum samskiptum fjölskyldu og vina.

Jólin eru tími sáningar þess hins sama kærleika.

kv.Guðrún María.


Kanski væri betra að setja hljóðnema á þingmenn ?

Það nær náttúrulega ekki nokkurri átt að umræður á ríkisstjórnarfundum verði hljóðritaðar, það kemur ekki í veg fyrir " pólítiskt plott " mun nær væri sennilega að hver þingmaður gengi með hljóðnema, þar sem sjálfkrafa upptökur væru fyrir hendi innan dyra þingsins..... eða hvað til þess að tryggja hið galopna gagnsæi ?

Illuga finnst arfavitlaust að hljóðrita ríkisstjórnarfundi meðan Össur er sáttur við hið sama, afar fróðlegt.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Arfavitlaust"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband