Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011
Ríkisstjórnin sá um að kveikja í áramótabrennunni þetta árið.
Laugardagur, 31. desember 2011
Þessi áramótabrenna ríkisstjórnarinnar mun væntanlega loga fram á næsta ár ef marka má fréttaflutning af þessu hrókeringatilstandi þar á bæ.
Sem sagt búið að kveikja eitt ófriðarbálið enn um völd og valdatauma allra handa, þar sem margur verður af völdum, viti rúinn.
En allt er þetta spurning fyrir ríkisstjórnina að hanga í ístaðinu, hvernig svo sem það má vera eins og þetta kjörtímabil allt hefur svo mjög einkennst af í samstarfi vinstri flokkanna.
Mér er illa sýnilegt hve mikilla breytinga er að vænta við það að Steingrimur Sigfússon verði atvinnuvegaráðherra, það er all óljóst.
Oddný Harðardóttir sem fjármálaráðherra er algjörlega óskrifað blað í mínum huga.
Væntanlega á þetta að þýða nýja ímynd ríkisstjórnar en valdabröltið hlýtur að snúast um Evrópumálin, annað er ekki í sjónmáli.
kv.Guðrún María.
Breytingartillagan samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dulúð áramótanna.
Laugardagur, 31. desember 2011
Hin islenska áramótastemming, með sérstökum söngvum um áramót hefur meira og minna glutrast niður hjá okkur að mér finnst en lítið sem ekki neitt hefur verið gefið út af sönglögum í langan tíma hér á landi, og þeir fáu söngvar sem til eru og tilheyra áramótum hafa ekki fengið spilun sem heitið geti á öldum ljósvakans.
Ég held ég hafi kvartað yfir þessu áramót eftir áramót, man ekki lengur hvað mörg, en það skal viðurkennt að það gladdi mig ósegjanlega að heyra um það að ein Eyjafjallamær og skólasystir mín Sigríður Anna Einarsdóttir, hefði tekið sig til og gefið út disk með áramótalögum sem ég á eftir að nálgast og kaupa.
Frábært framtak hjá henni og stórþarft til þess að vernda þennan hluta menningar vorrar sem á djúpar rætur hjá þjóðinni að mínu áliti.
kv.Guðrún María.
Hvað kosta nýjir ráðherrar ríkissjóð ?
Föstudagur, 30. desember 2011
Hvað kosta hrókeringar sem slíkar til handa ríkissjóði ?
Það væri alveg ágætt að fá um slíkt upplýsingar, til dæmis hvort þar er um að ræða biðlaun þegar ráðherra lætur af embætti og nýr tekur við, en ef svo er þá hlýtur eðli málsins samkvæmt skynsamlegt að halda slíkum breytingum í hófi.
kv.Guðrún María.
Steingrímur vill ekki tjá sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Davíð Oddsson er einn af allt of fáum stjórnmálamönnum, með bein í nefinu.
Fimmtudagur, 29. desember 2011
Ég hef lengi borið virðingu fyrir Davíð Oddsyni fyrir það atriði einkum og sér í lagi " að hafa bein í nefinu " og þora að ganga gegn straumi ríkjandi tíðaranda.
Það þýðir hins vegar ekki að allt sem hann hefur staðið fyrir á sínum stjórnmálaferli sé eitthvað sem ég get skrifað undir, hins vegar varði ég hann kvenna mest varðandi fjölmiðlafrumvarpið fræga sem kom fram á sínum tíma, ekki hvað síst vegna þess að sýnilegt var að hagsmunaaðilar þáverandi höfðu dregið allar fljótandi fleytur á sjó í umræðu þessarri, til að berjast fyrir eiginhagsmunum í þessu efni.
Á sama tíma virtist það afar heppilegt pólitiskt fyrir vinstri flokkana í landinu að gera Davíð að grýlu persé, og frá þeim tíma hefur andstaða við hann verið helsta límið í stjórnmálastarfi þeirra hinna sömu, sem er afar sýnilegt í pistlum stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar hér á Moggablogginu.
Má í því sambandi rifja upp að hluti manna flúði af Moggablogginu þegar Davíð varð ritstjóri, eins hjákátlegt og það er.
Ég hygg að fáir landsmenn hafi gengið gegnum eins mikla orrahríð allra handa vegna starfa sinna á stjórnmálasviðinu og Davíð Oddsson hefur gert.
Ég óska Davíð alls hins besta þótt ég hafi aldrei hitt hann i eigin persónu, einungis sent honum bréf þegar hann var borgarstjóri í den, en vona að vinstri menn reyni nú að finna annað en eina persónu stjórnmálamanns til að argaþrasast í endalaust.
kv.Guðrún María.
Samskiptin við Ólaf alltaf verið eðlileg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað hefur verið skorið mikið niður í snjómokstri ?
Fimmtudagur, 29. desember 2011
Það væri nú mjög fróðlegt að fá um það upplýsingar hversu mikið útgjöld til snjómoksturs hafa verið skorin niður t.d. í höfuðborg landsins Reykjavík ?
Jafnframt væri ágætt að vita hvort og þá hve mikill niðurskurður kann að vera varðandi verkefni Vegagerðarinnar í þessu sambandi.
Vegna ferða minna úr Hafnarfirði inn í Reykjavík undanfarið eftir Reykjanesbraut, inn KLeppsveg þá sleppir mokstri á götum við brúna í Ártúnsbrekku, en svo virðist sem Vegagerðin moki Reykjanesbraut upp á Miklubraut og hring þaðan að Bústaðavegi á Kringlumýrarbraut.
Að öllum líkindum er það verkefni Reykjavíkurborgar að moka Kleppsveginn og Sæbrautina, sem virðist hafa verið minna mokað en strætóleiðir hér í Hafnarfirði undanfarið, hvað sem veldur því hinu sama.
kv.Guðrún María.
Snjó kyngir niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Allt of fáar brennur.
Miðvikudagur, 28. desember 2011
Fjölgunin hér á höfuðborgarsvæðinu hefur gert það að verkum að ferðalög fólks á brennur um áramót þýðir alla jafna bilakaos þar sem menn eru ekki þess umkomnir að ganga að sinni brennu nema í undantekningatilvikum.
Þegar ég bjó í miðbæ Reykjavíkur og fór ekki austur undir Eyjafjöll eða í Þykkvabæinn um áramótin, fór ég að brennunni við Ægissíðu en það var ekki göngufæri og bílastæðavesen alla jafna.
Á Seltjarnarnesinu var hins vegar einna þægilegast að komast labbandi að brennu af þeim stöðum sem ég hefi búið á hér á svæðinu.
Hér í Hafnarfirði eiga til dæmis 25.000.- manns að koma að einni brennu á Asvöllum sem þýðir það að margir nenna ekki að fara á brennu einungis út af bílastæðavandamálum þar að lútandi.
Ég vil sjá minni og færri brennur, helst eina í hverju skólahverfi um allt höfuðborgarsvæðið sem yrði til þess að fleiri nytu þeirrar menningar ef menningu skal kalla, það er vissulega umdeilanlegt, að brenna út árið.
Eigi að síður er það hluti af menningu okkar Íslendinga, menningu sem sveipuð er dulúð og ágætt að eiga einu sinni á ári.
kv.Guðrún María.
Níu brennur í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löngu tímabært frumvarp lagt fram á Alþingi.
Miðvikudagur, 28. desember 2011
Andvaraleysi kjörinna alþingismanna gagnvart hagsmunum launþega í landinu hefur því miður verið algert til langtíma litið og það atriði að stjórnir verkalýðsfélaga skipi í stjórnir lífeyrissjóða, er slíkt afdalalýðræði að engu tali tekur.
Reyndar er það með ólikindum að slíkar tillögur skuli ekki koma frá verkalýðshreyfingunni sjálfri, en ef til vill er þess vart að vænta þar sem lítið er gert til þess að virkja hinn almenna félagsmann til þáttöku í öðru en að leigja sumarbústaði og jú samþykkja samninga um smávegis launahækkanir, sem verðtryggingin hefur alla jafna étið upp þegar komast á koppinn.
Fundir um hagsmunamál launþega, svo ekki sé minnst á fræðslu um réttindi og skyldur, það hefur ekki farið mikið fyrir því hinu sama, því miður.
Greiðslur launþega í lífeyrissjóði eru lögbundnar og ég lít svo að þau réttindi sem sjóðir þessir gefa út til handa launþegum séu því einnig lögvarin.
Eitt er ljóst að löngu tímabært er að skoða þessi mál.
kv.Guðrún María.
Sjóðsfélagar kjósi stjórnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jólavangaveltur.
Þriðjudagur, 27. desember 2011
Jól og áramót eru ætíð tími íhugunar, maður lítur yfir farinn veg og veltir því fyrir sér sem framtíðin kann að bera í skauti sínu.
Árið sem er að líða hefur sérstakt fyrir mig að því leytinu til að hafa verið að leita að betri heilsu með hverjum þeim aðferðum sem þekktar eru, eftir slysfarir á fyrra ári.
Það er alltaf eitthvað verkefni sem lífið færir manni í fang, hvers eðlis sem er, mér sem öðrum en viðhorf manns gagnvart aðstæðum hvers konar skiptir miklu máli á öllum tímum.
Við Íslendingar getum enn sem komið er þakkað fyrir afskaplega margt sem telja verður til lifsgæða, þótt misskipting auðs sé enn til staðar hér á landi sem annars staðar í veröld vorri.
Aldrei skyldum við hætta leitinni að betri aðferðum til hagsbóta fyrir okkur mannfólkið og ef við viljum hafa áhrif á okkar nánasta umhverfi þá þarf að taka þátt í ákvarðanatöku um slíkt.
Sama máli gildir um stjórnmálasviðið hér á landi, ef þú vilt breytingar, þá verður þú sjálf/ur að reyna að leggja eitthvað af mörkum til þess hins sama.
Sjálf er ég sátt við mína þáttöku í því efni að mestu leyti, en veit að hvetja þarf ungu kynslóðina til þess að taka þátt í slíku, því þeirra er framtíðin.
Jólin eru annars tími kærleika sem við mættum rækta mun meira árið allt um kring, því kærleikurinn er lífsins ljós.
Von um hið góða, gefur bænin að kveldi.
kv.Guðrún Maria.
Gleðileg jól.
Laugardagur, 24. desember 2011
Ég vil sjá fleiri smærri kúabú á Íslandi.
Föstudagur, 23. desember 2011
Við Íslendingar eigum ofgnótt af ónýttu ræktuðu landi, sem ég lit svo að við eigum að nýta með skilvirku skipulagi þess að smærri einingar þrífist við hlið hinna stærri.
Við eigum að endurmeta gildi þeirra tíma að lifa af landinu , þar sem bóndi er bústólpi og bú landstólpi.
Við getum ekki endalaust selt ferðamönnum landið ef eyðibyggðir í sveitum lands er það sem við blasir.
kv.Guðrún María.
Kúabúum heldur áfram að fækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |