Allt of fáar brennur.

Fjölgunin hér á höfuðborgarsvæðinu hefur gert það að verkum að ferðalög fólks á brennur um áramót þýðir alla jafna bilakaos þar sem menn eru ekki þess umkomnir að ganga að sinni brennu nema í undantekningatilvikum.

Þegar ég bjó í miðbæ Reykjavíkur og fór ekki austur undir Eyjafjöll eða í Þykkvabæinn um áramótin, fór ég að brennunni við Ægissíðu en það var ekki göngufæri og bílastæðavesen alla jafna.

Á Seltjarnarnesinu var hins vegar einna þægilegast að komast labbandi að brennu af þeim stöðum sem ég hefi búið á hér á svæðinu.

Hér í Hafnarfirði eiga til dæmis 25.000.- manns að koma að einni brennu á Asvöllum sem þýðir það að margir nenna ekki að fara á brennu einungis út af bílastæðavandamálum þar að lútandi.

Ég vil sjá minni og færri brennur, helst eina í hverju skólahverfi um allt höfuðborgarsvæðið sem yrði til þess að fleiri nytu þeirrar menningar ef menningu skal kalla, það er vissulega umdeilanlegt, að brenna út árið.

Eigi að síður er það hluti af menningu okkar Íslendinga, menningu sem sveipuð er dulúð og ágætt að eiga einu sinni á ári.

kv.Guðrún María.


mbl.is Níu brennur í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband