Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011
Samræmt áhættumat ætti fyrir löngu að vera til staðar.
Miðvikudagur, 9. nóvember 2011
Ég verð nú að játa að ég skil ekki alveg hvers vegna sveitarfélögin eiga að skilgreina hættumat hvert í sínu horni og svo á að samræma það seinna, virðist vera.
Raunin er sú að fyrir löngu síðan átti að vera búið að vinna þessa vinnu.
kv.Guðrún María.
![]() |
Ólíkt mat á hættum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég lýsi hér með eftir mínum 25 % almannatryggingarétti ?
Þriðjudagur, 8. nóvember 2011
Ég veit ekki af hverju maður greiðir iðgjöld til verkalýðsfélaga af hlutaatvinnuleysisbótum, þar sem hvorki Vinnumálastofnun, Tryggingastofnun, eða Verkalýðsfélögin finna rétt einstaklingsins til lágmarksalmannatrygginga, þegar viðkomandi verður óvinnufær vegna slyss í 75% vinnunni.
Það er bannað að stimpla sig í hlutaatvinnuleysi þegar maður slasar sig, en Tryggingastofnun getur ekki skipt slysadagpeningum í hlutföll, heldur fær 75% vinnuveitandinn 100 % slysadagpeninga meðan launamaður nýtur 75 % launa.
Ég hef nú verið óvinnufær í ár eftir slys í minni vinnu, einungis með 75 % launarétt af frekar lágum launum á vinnumarkaði og eins og áður sagði finnur engin aðili þennan 25% lágmarksalmannatryggingarétt sem allir aðilar þ.e Vinnumálastofnun, Tryggingastofnun sem og Verkalýðsfélagið viðurkenna að eigi að vera fyrir hendi.
Enginn hefur hins vegar enn fundið þau hin sömu réttindi mín.
Að maður skuli þurfa að vera að nöldra yfir slíku er óþolandi.
kv.Guðrún María.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Talsmenn skólayfirvalda geta gert betur með þáttöku í umræðu um einelti.
Mánudagur, 7. nóvember 2011
Auðvitað er fjölmiðlaumfjöllun engin lausn á einelti og getur jafnvel skapað fleiri vandamál varðandi sviðsljósið sem slikt, hins vegar verður það ætíð foreldra að vega og meta þann vanda sem við er etja, og þeim í sjálfsvald sett að tjá sig um sín mál í fjölmiðlum eins og sumir hafa kosið að gera.
Það er eðlilegur hluti af nútíma samfélagi.
Það skortir hins vegar á að skólayfirvöld komi á framfæri upplýsingum um viðbrögð sem eru hin hlið málanna, sem auðvelt er að setja fram þótt ekki sé til staðar tilvísun í einstök mál.
Ég lit svo á að þess sé þörf að koma á framfæri almennum upplýsingum um þau viðbrögð sem til staðar eru í skólum landsins og verið hafa lengi, þótt ekki væri nema til þess að auka öryggi foreldra um hag sinna nemenda.
Samvinna um úrlausnir er alla jafna forsenda þess að greina þann vanda sem til staðar er og vinna úr honum.
kv.Guðrún María.
![]() |
Einelti leysist ekki í fjölmiðlum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hundleiðinlegt veðurtímabil.
Mánudagur, 7. nóvember 2011
Mér varð litið út um gluggann í kvöld og sá saltbilinn fara um götur og salta, síðan leið innan við hálftími og þá var komin hellirigning.
Þessi hringlandi í veðurfarinu milli annars vegar ísingar og ekki ísingar á auðri jörð, er leiðinlegur, og mun betra ef snór væri yfir þar sem menn áttuðu sig betur á því að hálka væri hluti af tíðarfarinu, svo ekki sé minnst á meiri birtu sem fylgir snjónum.
kv.Guðrún María.
![]() |
Víða spáð éljum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjálfstæðismenn ættu að fagna lýðræðinu, í eigin flokki.
Mánudagur, 7. nóvember 2011
Er það ekki eðlilegasti hlutur sem til er að iðka lýðræðið og kjósa á milli leiðtoga í einu stykki stjórnmálaflokki ?
Það hefði ég haldið og ef sá sem býður sig fram gegn sitjandi formanni sigrar þá sýnir það þörf fyrir breytingar ef viðkomandi hins vegar lýtur lægra haldi þá styrkir það sitjandi formann í sessi, flóknara er það ekki.
Notkun lýðræðisins sem oftast er þvi sannarlega sá tilgangur sem helgar meðalið í þessu efni.
kv.Guðrún María.
![]() |
Sér engan tilgang með framboði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvers vegna í ósköpunum er Ísland enn með umsókn um aðild að Evrópusambandinu ?
Sunnudagur, 6. nóvember 2011
Getur það verið að stefnuskrá Samfylkingar eins flokka í íslenskum stjórnmálum þess efnis að ganga í Evrópusambandið eigi að vera það sem ofar er mannlegri skynsemi, einungis vegna þess að sá flokkur situr við stjórnvöl í ríkisstjórn landsins núna ?
Höfum við Íslendingar ekki nóg með eigin vanda að etja í efnahagskerfi einnar þjóðar þótt við setjum ekki fram óskir um það að taka þátt í vanda þeim sem til staðar er innan Evrópusambandsins og við eigum ekki þátt í hafa skapað ?
Hve lengi ætla menn að berja hausnum við steininn í þessu efni ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Löng leið að bata á evru-svæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hin frjóa hugsun og mikilvægi hennar.
Sunnudagur, 6. nóvember 2011
Við höfum mikla þörf fyrir það mannfólkið að frjó hugsun fái að vaxa og dafna en hvernig gerist það ?
Gerist það með því að fylgjast nógu mikið með fjölmiðlum segja fréttir um það sem hefur nú þegar gerst ?
Ég efa það og því miður er skortur á frumkvæði fjölmiðlamanna þess efnis að velta upp því sem gæti gerst ef þetta eða hitt væri svona eða hinsegin og ástæðan er ef til vill sú að þeir hinir sömu fá ekki tíma eða rými fyrir slíkt í nútima fjölmiðlun.
Vissulega finnast hér undantekningar sem ber að fagna, en hinn mikli skortur þess efnis að nútíma tækni í boðskiptum sé notuð til þess að örva frjóa hugsun og ímyndunaraflið er enn fyrir hendi.
Magn afþreyingaefnis er gífurlegt í fjölmiðlum, en fréttaskýringaþættir fáir.
Meðan ljósvakamiðlar hafa litinn sem engan áhuga á þvi að senda út stjórnmálaumræður á sínum vegum er þess ekki að vænta að áhugi landsmanna á stjórnmálum aukist almennt, né heldur að hugmyndir flokka í stjórnmálum sjáist nema rétt fyrir kosningar hverju sinni.
Hér má aðeins endurmeta aðferðafræðina að mínu viti.
kv.Guðrún María.
Ofjarl karlmanna í eigin flokki ?
Föstudagur, 4. nóvember 2011
Það kæmi mér ekki mikið á óvart að Hanna Birna Kristjánsdóttir yrði fyrsta konan til þess að gegna forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þar sem hún hefur nú gefið kost á sér til þess hins sama.
Það er fínt fyrir Sjálfstæðismenn að hafa val í þessu efni og spennandi verður að fylgjast með því hver niðurstaðan verður.
kv.Guðrún María.
![]() |
Hanna Birna býður sig fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmálamenn eru kosnir til að nota eigið hyggjuvit í stað þess að ráða sérfræðinga fyrir ríkið.
Föstudagur, 4. nóvember 2011
Að vissu leyti hafa stjórnmálamenn skýlt sér um of bak við alls konar sérfræðinga í stað þess að nota sitt eigið hyggjuvit sem og upplýsingaöflun, til þess að mynda sér skoðun á málum og standa við hana og fylgja eftir.
Endalaust má auðvitað ráða sérfræðinga til þess að gefa álit á öðrum " sérfræðingum " en hvar endar það ?
Þessi þingsályktunartillaga er því að mínu viti út í hött, verkefni þeirra sem kosnir eru til valda er það að mynda sér sjálfir skoðun á mati matsfyrirtækja.
kv.Guðrún María.
![]() |
Óraunhæft mat er dýrkeypt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Á hvaða pláhnetu er þingmaðurinn staddur ?
Föstudagur, 4. nóvember 2011
Of mikil skattaka er hvati til undanskota frá sköttum svo fremi þess finnist glufur og viðkomandi stjórnvöld séu ekki þess umkomin að stöðva slíka starfssemi, það gildir á öllum tímum.
Sá hinn sami hvati á EKKI að vera fyrir hendi af hálfu löggjafans í landinu, ALDREI.
Núverandi stjórnvöld eiga örugglega Íslandsmet í skatta og gjaldtöku á landsmenn í kreppuástandi í einu samfélagi, eftir efnahagslegt hrun.
Ríkisstjórnin valdi þessa leið að hækka og hækka skatta úr öllu hófi, skatta sem illa eða ekki skila sér í hagkerfið vegna þess að hvorki fyrirtæki né einstaklingar eru þess umkomin að takast á við hinar auknu álögur í þessu árferði.
Sem veldur því aftur að hjól eins hagkerfis hægja á sér þar sem ríkisstjórnin smyr annað hvert tannhjól í stað beggja og lítið þarf til að hrein og bein stöðnun komi til sögu.
Tímabundinn lækkun skatta ellegar almenn skuldaniðurfærsla, voru færar leiðir í þessu ástandi, leiðir sem þessi stjórnvöld eygðu ekki.
kv.Guðrún María.
![]() |
Háir skattar skýra ekki skattsvik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |