Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Nýr Landsspitali, skipulag og umhverfismál.

Það var alveg ágætt að fá fram umræðu og gagnrýni frá íbúum í miðbænum varðandi framkvæmdirnar við nýjan Landsspítala sem kom fram i Silfri Egils í dag.

Eins nauðsynlegt og það er að koma starfssemi LSH, saman á einn stað þá er vissulega ekki sama hvernig það er gert, og magn umferðaraukningar í miðbæinn er eitthvað sem einhver hlýtur að vera þess umkominn að leggja mat á með framtíðarspekúleringar í þvi sambandi.

Það er ekki nóg að breikka stuttan hluta Hringbrautar eins og gert var meðan aðkomuaæðar anna ekki umferð til og frá á aðalææðum til og frá borgarhlutum en einkum er það Bústaðavegur og Öskjuhlíðin öðrum megin og hins vegar Kleppsvegur hinum megin þar sem umferðarmannvirki bera ekki þá umferð á annatímum sem þyrfti að mínu áliti ásamt Miklubraut.

Því meiri umræða sem er um þessi mál því betra svo við gerum nú ekki skipulagsvitleysu til framtíðar eins og oft hefur verið gert.

kv.Guðrún María.


Hver ber hina pólítisku ábyrgð á Framtakssjóði Íslands ?

Það kemur hér fram hjá stjórnarformanni Framtakssjóðsins að hlutverk hans sé meðal annars að endurreisa hlutabréfamarkaðinn, en eru menn að láta sig dreyma um að sami vöxtur verði til og var til staðar fyrir hrun ?

Á að halda gjaldþrota fyrirtækjum gangandi á markaði sem hefur minnkað að umfangi sem aftur hlýtur að skekkja hvers konar samkeppnisforsendur ?

Hvernig á það að skila arði ?

Hver ber pólítiska ábyrgð á stofnun þessa sjóðs ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Arion banki að draga athygli frá eigin völdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gífurlega málefnalegt innlegg hjá þingmanni Samfylkingarinnar.

Það skortir ekki áhugann á málefnum Sjálfstæðisflokksins hjá Samfylkingarþingmanninum Merði Árnasyni sem leggur hér fram gífurlega málefnalega færslu í anda hins nýja Íslands, sem núverandi ríkisstjórn Samfylkingarinnar hefur stjórnað einmitt í þessum ekkert nema skattar, anda.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Herra Ekkert berst við frú Ekkert“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meðan einblýni á Evrópusambandið ræður ríkjum gerist ekkert hér innanlands í efnahagsmálum.

Ábyrgð forkólfa núverandi stjórnarflokka við stjórnvölinn, þess efnis að blanda aðildarumsókn að Evrópusambandinu inn í það verkefni að reisa við efnahagskerfið hér á landi, er mikil.

Raunin er sú að sú ákvarðanataka hamlar framgang ákvarðana á flest öllum sviðum meira og minna að sjá má, til viðbótar því atriði að sundra þjóðinni á tímum sem þessum.

Tímum sem sannarlega var ekki sundrungar þörf, heldur þvert á móti samstöðu.

Þrátt fyrir hina miklu óvissu sem ríkir í Evrópu, getur íslenska ríkisstjórnin ekki brotið odd af sínu oflæti og endurskoðað eigin ákvarðanatöku í þessu efni með því að slá aðildarviðræðum á frest.

Það þarf því nýja ríkisstjórn til þess að taka slíka ákvörðun, þangað til gerist ekkert sem nokkru nemur hér á landi.

kv.Guðrún María.


Sjálfbær efnahagsáætlun með ofursköttum ?

Ég leit í gegnum þetta plagg sem ráðherrann kallar efnahagsáætlun, sem ég fæ nú ekki séð að sé meira en fögur orð og óskhyggja um eitthvað sem varla er hægt að kalla áætlun, þar sem opinber þjónustuverkefni eru hluti af því hinu sama.

Hvergi gat ég séð neinar hugmyndir um það að stuðla að aukinni fullvinnslu afurða hér innanlands og reyndar varla stafkrók um íslenskan landbúnað í þessu plaggi en kanski hefur það farið framhjá mér.

Aukin fullvinnsla afurða hér innan lands er aftur skapar störf og færir útflutning af hrávinnslustigi er kapituli sem lengi hefur verið þarft að skoða til hlýtar.

Tískuorðið sjálfbærni í sambandi við til dæmis hagvöxt er eitthvað sem drýpur nú sem smjör af hverju strái ráðamanna við stjórnvölinn eins hjákátlegt og það er.

kv.Guðrún María.


mbl.is Útflutningsgrunnurinn styrkist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarflokkurinn hefur rétt fyrir sér.

Oft var þörf en nú er nauðsyn að benda staðfastlega á þær villigötur sem sem
" meintir pólítískir áróðursmeistarar " vaða með fram á völl í skilgreiningu á íslenskum stjórnmálum undir formerkjum fræðimennsku.

Yfirlýsing þingflokks Framsóknarflokksins ,er því fagnaðarefni í þessu sambandi og mættu stjórnmálaflokkar gera meira af því að taka til máls um slík atriði sem þarna eru sett fram, því það er nauðsynlegt.

kv.Guðrún María.


mbl.is Gagnrýna grein dósents
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög nauðsynlegt.

Ég er fylgjandi því nú sem áður að einfalda skattkerfið þar sem hlutfall álagna á fólk og fyrirtæki er hið sama.

Slík einföldun getur þýtt minni hvata til undanskota og svartrar vinnu sem skilar sér til allra.

kv.Guðrún María.


mbl.is Einfaldara skattkerfi kannað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólítískur áróður undir formerkjum fræðimennsku ?

Að sá fræjum út í samfélagið þess efnis að, aðrir stjórnmálaflokkar ali á öfgaþjóðernishyggju er eitthvað sem einkum hefur komið frá einum flokki í íslenskri pólítik, Samfylkingunni, í umræðu um íslensk stjórnmál, en svo vill til að viðkomandi fræðimaður tilheyrir einmitt þeim flokki mér best vitanlega.

Pólítiskur áróður af þessari tegund er ekki aðeins lágkúrulegur, heldur einnig stórhættulegur þar sem slíkur málflutningur skapar heift og úlfúð til handa þeim er leggja trúnað á slíkan málflutning.

Í upphafi skyldi því orðanna gæta í þessu sambandi.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is Yfirlýsing framsóknarmanna röng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

" Það er einn maður við Plöntueftirlit á Íslandi og hann stendur hér... "

Það er ýmist of eða van í eftirlitsiðnaði hér á landi og það atriði að einn maður skuli sinna öllu eftirliti með innflutningi á plöntum er ótrúlegt, satt best að segja en fínt að draga fram í dagsljósið.

Mjög góð umfjöllun var í Kastljósi kvöldsins varðandi þessi mál, þar sem það kom fram að í raun er mögulegt að hér sé verið að flytja inn sínýjar skordýrategundir með plöntum og engir einustu fjármunir til staðar til þess að bregðast við því hinu sama ef svo ber undir.

Alls konar skriffinskustjórnsýsluapparat er hins vegar búið að hreyfa við þessari einu stöðu þessa eftirlitsmanns, þar sem yfirstjórnunarkostnaðurinn kann ef til vill að vera ástæða þess að ekki er hægt að kosta fleiri eftirlitsmenn ?

Stórfurðulegt !

kv.Guðrún María.


Óverjandi vegur að henda fjármunum í aðildarviðræður, meðan skerða þarf þjónustu sjúkrahúsa.

Þessi ríkisstjórn er á algjörum villigötum varðandi það atriði að reyna að verja þann niðurskurð sem til dæmis LSH er ætlað að inna af hendi og þýðir skerta þjónustu, en stofna á sama tíma til kostnaðar til kynningar á ESB aðild svo eitt dæmi sé tekið af þeim kostnaði sem nýlega hefur komið á daginn.

Utanríkisráðherra neitar að horfa á þær staðreyndir að Evrusvæðið er í uppnámi, vegna þess að varðstaðan um stefnu Samfylkingarinnar er ofar mannlegri skynsemi í þessu efni, því miður.

Stjórnvöld sem ekki geta tekið mið af alþjóðamálum og þróun hvers konar eru ekki á vetur setjandi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Evran sterkari fyrir vikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband