Á hvaða pláhnetu er þingmaðurinn staddur ?

Of mikil skattaka er hvati til undanskota frá sköttum svo fremi þess finnist glufur og viðkomandi stjórnvöld séu ekki þess umkomin að stöðva slíka starfssemi, það gildir á öllum tímum.

Sá hinn sami hvati á EKKI að vera fyrir hendi af hálfu löggjafans í landinu, ALDREI.

Núverandi stjórnvöld eiga örugglega Íslandsmet í skatta og gjaldtöku á landsmenn í kreppuástandi í einu samfélagi, eftir efnahagslegt hrun.

Ríkisstjórnin valdi þessa leið að hækka og hækka skatta úr öllu hófi, skatta sem illa eða ekki skila sér í hagkerfið vegna þess að hvorki fyrirtæki né einstaklingar eru þess umkomin að takast á við hinar auknu álögur í þessu árferði.

Sem veldur því aftur að hjól eins hagkerfis hægja á sér þar sem ríkisstjórnin smyr annað hvert tannhjól í stað beggja og lítið þarf til að hrein og bein stöðnun komi til sögu.

Tímabundinn lækkun skatta ellegar almenn skuldaniðurfærsla, voru færar leiðir í þessu ástandi, leiðir sem þessi stjórnvöld eygðu ekki.

kv.Guðrún María.


mbl.is Háir skattar skýra ekki skattsvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

.. skattar eru mesti "monkeybuisnness" og trúarbrögð á jörðinni í dag. Það er eini "buisnessinn" sem EKKI þolir dagsins ljós....líka á Íslandi.

Óskar Arnórsson, 4.11.2011 kl. 03:21

2 Smámynd: corvus corax

Staðan er orðin þannig í skattheimtu á Íslandi að maður hugsar sig ekki einu sinni um þegar maður á kost á því að komast hjá skattgreiðslum hverju nafni sem þær nefnast. Ég man þá tíð þegar manni fannst sjálfsagt að standa sína pligt í skattgreiðslum og kinokaði sér við að taka þátt í svartri starfsemi. Hún hikar maður ekki lengur, heldur leitar uppi þau tækifæri sem gefast til að hafa betur í viðureigninni við skattgreiðslusamviskupúkann.

corvus corax, 4.11.2011 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband