Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Það kemur ekkert á óvart í þessu sambandi.

Þegar svo er komið að skattaálögur letja launamenn til vinnu, vegna þess að skattaka hefst af allt of lágum upphæðum, þá er hvatinn til svartar atvinnu fyrir hendi, flóknara er það ekki.

Sama máli gildir um fyrirtæki og tryggingagjald per starfsmann sem innheimt er af hinu opinbera.

Slæmt var ástandið í láglaunapólítik góðærisins, í þessu efni en eftir allar viðbótaskatta þá sem núverandi ríkisstjórn hefur fundið, þá getur ekki annað verið en ástandið hafi versnað til muna.

Þetta er hins vegar ömurleg þróun sem nagar skóinn af einu samfélagi hægt og sígandi ekki hvað síst gagnvart þeim sem aldrei hafa tekið þátt í slíku.

Verkalýðshreyfing þess lands sem og Samtök atvinnulífsins bera hins vegar nokkra ábyrgð hvað varðar það að gera samninga um laun sem eru fjarri raunveruleika eftir greiðslu skatta.

Stjórnmálamenn við stjórnvölinn sem leggja á skatt á skatt ofan skyldu hafa í huga hverju slíkt skilar i raun í ríkiskassann.

kv.Guðrún María.


mbl.is Magn svartrar vinnu kemur á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er tilkynning úr íslenska forsætisráðuneytinu.

Einhvers staðar hlýtur að vera hægt að finna danska stjórnarsáttmálann, þannig að hægt sé að skoða það orðaval sem tilkynning þessi byggir á, varðandi hinn virka stuðning og sérstöku áréttun, við Esb aðildarumsóknina.

Verkefni rannsóknarblaðamennskunnar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Styðja aðildarferli með virkum hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórfurðuleg ákvörðun.

Reykjanesbrautin er þyngsta umferðaræð landsins, nær allan sólarhringinn vegna aðkomu að flugvelli til og frá landinu.

Dimmustu mánuðir ársins hér sunnanlands eru oft nóvember og desember en oft hefur ástand skánað eftir áramót ef snjóföl er yfir, því þá er birtumagn ögn meira.

Daginn tekur að lengja í janúar og hefði nú ekki verið nær að halda birtunni fram yfir áramót og slökkva þá alveg einhvern tíma fram á vorið.

Ég tel svo vera.

kv.Guðrún María.


mbl.is Dimmir yfir Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þetta markaðsforsendur fiskveiða hér við land ?

Á einhver nefnd sjómanna og útvegsmanna að ákveða hvað þeir hinir sömu selja sjalfum sér fiskinn upp úr sjó ? þ.e til eigin vinnslu ....

Stórundarlegt vægast sagt, og mér er enn óskiljanlegt hvers vegna það er ekki hægt að skylda alla aðila er veiða fisk úr sjó að landa öllum afla á fiskmarkaði er metur gæði sem verð í samhengi við það hið sama.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ufsi hækkar um 10% í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannréttindi sjúklinga og aðstandenda þeirra á Íslandi fyrr og nú.

Ég vil þakka Helga Seljan fyrir góða umfjöllun Kastljóss í kvöld um málefni er varða mannréttindi sjúklinga hér á landi fyrr og nú.

Raunin er sú að í skjóli fordóma gagnvart geðsjúkdómum hefur meðferð við þeim hinum sömu sjúkdómum ekki þróast sem skyldi hér á landi ef til vill of lengi, og einnig í skjóli sömu fordóma hafa meðferðaraðilar hugsanlega haft of mikil völd í hendi sér gagnvart einstaklingum um meðferð eða ekki meðferð, eftir því hvort viðkomandi væri " erfiður sjúklingur " eða ekki.

Jafnframt kom fram í þættinum að hið " faglega álit " þess efnis að viðkomandi væri veikur breyttist, sem aftur er afskaplega athyglisvert rannsóknarefni, rannsóknarefni sem væri mjög þarft að lyfta lokinu alveg af í voru samfélagi.

Sigursteinn Másson varpaði sýn á hlutina eins og þeir eru og hafi hann þakkir fyrir það.

Þakkir til Kastljóss fyrir góða umfjöllun.

kv.Guðrún María.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband