Óverjandi vegur að henda fjármunum í aðildarviðræður, meðan skerða þarf þjónustu sjúkrahúsa.

Þessi ríkisstjórn er á algjörum villigötum varðandi það atriði að reyna að verja þann niðurskurð sem til dæmis LSH er ætlað að inna af hendi og þýðir skerta þjónustu, en stofna á sama tíma til kostnaðar til kynningar á ESB aðild svo eitt dæmi sé tekið af þeim kostnaði sem nýlega hefur komið á daginn.

Utanríkisráðherra neitar að horfa á þær staðreyndir að Evrusvæðið er í uppnámi, vegna þess að varðstaðan um stefnu Samfylkingarinnar er ofar mannlegri skynsemi í þessu efni, því miður.

Stjórnvöld sem ekki geta tekið mið af alþjóðamálum og þróun hvers konar eru ekki á vetur setjandi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Evran sterkari fyrir vikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband