Bloggfærslur mánaðarins, október 2011
Gat það verið, bankarnir urðu á undan stjórnvöldum að afnema verðtryggingu !
Sunnudagur, 9. október 2011
Mér er hvoru tveggja ljúft og skylt að óska Arion banka og Landsbankanum til hamingju með það að bjóða upp á óverðtryggð útlán í sinni fjármálastarfssemi hér á landi og samkvæmt þessari frétt virðist Íslandsbanki einnig með slikt á döfinni á næstunni.
Maður á varla orð.
kv.Guðrún Maria.
![]() |
Mikið framboð á óverðtryggðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jarðhitanýting og tilraunastarfssemi.
Sunnudagur, 9. október 2011
Ef niðurdæling úrgangs frá nýtingu jarðhita veldur því að til verður fastur massi í jarðlögum, hvað kemur það til með að orsaka í framhaldinu ?
Stærri jarðskjálfta á svæðinu ?
Minni jarðskjálfa á svæðinu ?
Er meiningin að búa til " eilífðarhringrás " orku með þessum tilraunum á staðbundnu svæði ?
Er einungis verið að reyna að losna við mengandi áhrif orkuvirkjanna ?
Gæti haldið áfram að spyrja og spyrja en hvort ég fæ einhver svör við mínum spurningum, kemur í ljós.
kv.Guðrún María.
![]() |
Smáskjálftar á Hellisheiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
" Í fréttir fer og tekur spjöll, í fótbolta út á völl....
Sunnudagur, 9. október 2011
skemmtir fólki og rallar upp um fjöll. "
Svo segir í texta Ladda um Ómar sem kom út hér um árið, en Ómar á skilið heiður sem þennan svo mikið er víst, varðandi það að færa landið fyrir sjónir landsmanna ekki hvað síst víðáttur hálendis og eyðibyggðir.
Til hamingju Ómar.
kv.Guðrún María.
![]() |
Heiðruðu Ómar Ragnarsson |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Höfum augun opin.
Sunnudagur, 9. október 2011
Einhvern veginn finnst manni óhuggulegt til þess að vita að menn geti komist yfir slíka hluti sem hér ræðir.
Höfum augun opin.
kv.Guðrún María.
![]() |
Miklu af sprengiefni stolið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eignarhald á fjölmiðlum, var og er enn eitt stærsta málið um tjáningarfrelsi hér á landi.
Laugardagur, 8. október 2011
Dettur einhverjum í hug að eitt fyrirtæki eigi að hafa yfir að ráða markaðsráðandi stöðu á fjölmiðlamarkaði frekar en eitthvað annað fyrirtæki á öðrum ólíkum sviðum svo sem matvörumarkaði ?
Þar breytir engu hvað það hið sama fyrirtæki heitir, eða hverjir eiga það.
Það verður mjög fróðlegt að sjá hvernig núverandi stjórnarherrar koma til með að tækla þetta mál ekki hvað síst í ljósi sögunnar.
kv.Guðrún María.
![]() |
Hugsanleg áhrif á 365 miðla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það var gott að búa á Seltjarnarnesi.
Laugardagur, 8. október 2011
Óska Seltirningum til hamingju með sigur í þessari keppni, en sem fyrrum íbúi á Nesinu þykir mér vænt um það sveitarfélag.
Þess má geta að einmitt útsvarsprósentan hvað varðar tekjuálögur á einstaklinga var lengst af lægri en annars staðar sem skipti máli fyrir íbúa og gerði eitt sveitarfélag enn betra.
kv.Guðrún María.
![]() |
Seltjarnarnes hafði betur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sannleikurinn mun gera yður frjálsan.
Laugardagur, 8. október 2011
" Þótt hið sanna liggi lágt,
er lygð til valda hefst,
það færist samt í sigurátt,
og seinast verður efst " M.J.
Kjarkur Guðrúnar Ebbu þess efnis að segja sína reynslusögu er eitthvað sem hún á þakkir skildar fyrir, en ömurleiki þess að upplifa slíka reynslu er eitthvað sem enginn getur án efa, sett sig í spor með, nema sá er upplifir slíkt hið sama.
Ég ætla að horfa á þetta viðtal eins og örugglega fleiri munu gera.
kv.Guðrún María.
![]() |
Hvergi óhult nema í kirkjunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjórnmálaumhverfið.
Föstudagur, 7. október 2011
Þjóðin kaus vinstri stjórn til valda hér á landi eftir ringulreið við efnahagslega dýfu eins samfélags, en verkefnaval svo sem aðildarumsókn að Esb, sem Samfylking einn flokka með það á stefnuskrá fékk VG, til að samþykkja þýddi fyrirfram matreidda vandamálasúpu allra handa sem komið hefur á daginn.
Vandamálasúpu illinda og erja innan ríkisstjórnar sem og víðar í stjórnmálaumhverfinu þar sem já og nei og svart og hvítt fylkingar hafa komið til sögu, varðandi einungis málefni tengd Evrópusambandsaðild.
Á sama tíma átti að reyna að byggja upp og bæta með samvinnu allra handa, þótt viðkomandi hafi sjálfir kastað teningi óeiningar og sundrungar, sökum þess að þjóðin fékk ekki að kjósa um það HVORT hún kysi aðildarviðræður.
Þrjátíu og fjögur prósent fylgi núverandi ríkisstjórnar segir meira en mörg orð um það hversu lítill hluti þjóðarinnar fylgir stjórninni í þessu máli í raun.
kv.Guðrún María.
![]() |
Litlar breytingar á fylgi flokka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tilgangslaus tillaga, flokknum hefði verið nær að móta eigin stefnu fyrr.
Föstudagur, 7. október 2011
Það er hálf hjákátlegt að sjá þessa tillögu í ljósi þess að núverandi stjórnarflokkar eru að burðast með að breyta kerfi þessu þar sem flest allt hefur verið hrakið til baka til föðurhúsanna vegna þess að það gengur illa eða ekki upp.
Það hefði verið ágætt ef flokkur þessi hefði verið búinn að móta sér stefnu í málaflokknum áður en sá hinn sami settist við valdatauma, svo ekki sé minnst á nánari útfærslu í stjórnarsáttmála um málið.
kv.Guðrún María.
![]() |
Þjóðin kjósi um framtíðarskipan fiskveiðistjórnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Núverandi Herjólfur átti aldrei að vera skip til siglinga í Landeyjahöfn.
Föstudagur, 7. október 2011
Þeir sem tóku ákvörðun um að fresta byggingu ferju sem hentaði höfninni í Bakkafjöru bera ábyrgð, en skipstjórnarmenn á Herjólfi hafa sannarlega sýnt hetjuskap að stýra þessu skipi í erfiðum aðstæðum til þess að halda uppi samgöngum, milli lands og Eyja.
Ekki veit ég hvað Vestmanneyingar eru búnir að greiða mikið skatthlutfall í ýmis konar vegaframkvæmdir uppi á fasta landinu, meðan þeirra eigin samgöngumál hafa verið í miklum ólestri, sem er óréttlæti af hæsta toga.
Það þarf ferju sem getur siglt í Landeyjahöfn sem flesta daga árið um kring, þar sem búið er að byggja þetta samgöngumannvirki, flóknara er það ekki .
kv.Guðrún María.
![]() |
Ný Vestmannaeyjaferja kostar um 4 milljarða króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |