Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Forkastanlegur sofandaháttur um almannavarnaráætlanir á höfuðborgarsvæði.

Ef ég segi ef til þess kæmi að smáskikin Reykjavík, Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður og Seltjarnarnes, myndu þurfa að rýma svæðið, vita íbúar þessarra sveitarfélaga hvað á að gera ?

Hafa viðkomandi sveitarfélög upplýst íbúa um almannavarnaráætlanir ?

Ég kannast ekki við það, og tel hér um að ræða ótrúlegan sofandahátt varðandi það atriði að fræða almenning um það hvert á að fara við einhverjar slikar uppákomur, þannig að ekki yrði til algjör ringulreið að vinna úr samtímis.

Hér þufa menn að vakna til vitundar, upplýsingar og kynning á almannavarnaáætlunum sem eiga að vera til staðar kostar ekki slíka fjármuni að það eitt hamli slíku.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ber „sjúkdómseinkenni" eldgosa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vita stjórnvöld hvaða þjónusta mun skerðast og hvað ekki ?

Stjórnmálamenn eiga að hafa kjark til að bera og koma fram með mótaðar hugmyndir um hvað á skera niður og hvað ekki, í stað þess að láta embættismenn hins opinbera vera boðbera niðurskurðar eins og raunin hefur verið.

Það er því afskaplega réttmæt krafa hjá forstjóra LSH, að óska eftir slíku.

Forgangsröðun hvers konar á að hafa forsendur fyrir hendi þar sem ákveðna þætti er hægt að vega og meta, þannig að þar liggi fyrir niðurstaða með hagsmuni heildarinnar í huga.

Handahófskenndur niðurskurður getur þýtt meiri kostnað til framtíðar og sökum þess er það ekki sama hvar og hvernig slíkur niðurskurður er framkvæmdur.

kv.Guðrún María.


mbl.is Leggja verður af þjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löngu tímabært að líta á túlkun reglugerðanna.

Ég fagna þessari tillögu, því sannarlega er það löngu timabært að skoða þá túlkun sem hefur verið fyrir hendi hér á landi í þessum efnum.

Ekki hvað síst í samanburði við túlkun annars staðar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Of ströng túlkun EES-ákvæða?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Augnablik, hvar eru skilin milli dómsvalds og framkvæmdavalds ?

Ekki líst mér á þetta frumvarp sem hér um ræðir, þ.e. að " óháð stjórnsýslunefnd " taki ákvörðun um endurupptöku dæmdra mála.

Raunin er sú að stjórnsýslunefnd er aldrei óháð, heldur skipuð af valdhöfum hverju sinni og þar með er framkvæmdavaldið í landinu komið inn á svið dómstóla.

Ég gæti ímyndað mér að ef af slíku yrði, færu meira og minna öll dæmd mál fyrir þessa nefnd, sem aftur þýddi gífurlegt stjórnsýsluapparat við úrvinnsluna álíka dómstólunum sjálfum.

Hafa menn hugsað málið til enda ?

Mun nærtækara væri að skylda Hæstarétt til þess að kalla utanaðkomandi sérfræðinga til ákvarðana um endurupptöku mála en að setja slíkt í nefnd á vegum stjórnvalda hverju sinni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Nefnd ákveði endurupptöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta var stysta siglingaleiðin til Eyja...

Ekki veit ég hvað ég ritaði mörg orð í aðdraganda þessarar staðsetningar hafnar við suðurströndina, en þau voru mörg.

Meðal annars þess efnis að staðsetningin væri á hættusvæði hamfara í jökulvötnum við möguleg eldsumbrot, en þá datt mér ekki í hug að jökullinn minn færi að gjósa en það gerði hann.

Það atriði að minnst ölduorka sé forsenda staðsetningar finnst mér skrítið og finnst mun liklegra að stysta siglingaleiðin í tíma talið sé ástæðan í raun, þar sem hin undursamlega skammtímahagræðing tröllréð ákvarðanatöku allri.

Sandrifið sem er og verið hefur lengi utan við hafnarstaðsetingu þessa, og framburður ánna framkallar án þess að eldgos komi til, þýddi að menn hefðu þurft að fara með hafnargarðanna um það bil hundrað metrum utar til þess að forða brimskellum vegna þess. Það var ekki gert því það kostaði of mikið.

Höfn þessi hefði best verið staðsett við Holtsós, í skjóli fjalla sem og í vari vegna eldsumbrota og vatnsframburðar.

Þessi framkvæmd er hins vegar tilkomin og ég lít svo á að fjármagn til þess að lengja hafnargarðanna sé og verði það sem þarf að finna til betrumbóta, svo fremi að Katla gjósi ekki með hlaupi í Emstrum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ölduorkan minnst þar sem Landeyjahöfn er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veit ekki betur en gagnrýn hugsun og siðfræði sé nú þegar, samofin í öllu skólastarfi.

Með fyllstu virðingu fyrir þessu verkefni, þá veit ég ekki betur en gagnrýn hugsun og siðfræði sé nú þegar til staðar frá leikskóla og upp grunnskólann.

Ég vil meina að unga kynslóðin frá lokum skólagöngu til 25-30 ára hafi til að bera meiri víðsýni sem kynslóð en margar aðrar og bind verulegar vonir við það þegar þau fara að stjórna landinu.

Hins vegar ætti fræðsla í siðfræði og gagnrýnni hugsun erindi í sjónvarp þar sem mín kynslóð miðaldra kynslóðin hefði alveg ágætt af upprifjun í þessu sambandi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Efla gagnrýna hugsun og siðfræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Núverandi biskup á ekki að víkja.

Mér er ekki mögulegt að sjá það nokkrum til hagsbóta að núverandi biskup víki úr embætti, vegna þeirra hörmulegu mála er tengjast forvera hans.

Raunin er sú að hvorki núverandi biskup né heldur einhver annar getur nokkurn tíma leyst úr þeim málum til fullnustu, sem þar er um að ræða, það gefur augaleið.

Ef prestar vilja að biskup víki vegna þessa, þá þyrfti stór hluti presta þar einnig að fylgja með.

Þannig er nú það.

kv.Guðrún María.


mbl.is Biskup eigi að víkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friður á jörð.

Allt það sem mannkynið getur áorkað til þess að áskapa frið á jörð er af hinu góða, og friðarsúlan er táknræn birtingarmynd um vilja til þess hins sama.

Erjur og deilur hafa fylgt mannkyni, deilur um yfirráðasvæði, deilur um völd, deilur um aðferðir og deilur um peninga, magn þeirra og misskiptingu hvers konar.

Því meiri sem " þróun " mannkyns hefur orðið, þvi fleiri stríðstól og tæki hafa komið til sögu víðs vegar um veröldina.

Við Íslendingar gumum okkur af Íslendingasögunum, þar sem sagan geymir því miður meira og minna illindi og erjur allra handa þar sem hver um annan þveran var högginn í herðar niður í deilum um völd og yfirráð.

Eitthvað hefur þetta skánað með árunum en penninn hefur tekið við af spjótinu, þar sem menn kasta orðum í hver aðra í staðinn fyrir spjót.

Ein leið til þess að lægja deilur um hin ýmsu mál er að nota lýðræðið sem mest og best má vera þar sem þáttaka manna í áhrifum á eigin líf er fyrir hendi.

Það atriði að eiga frið í hjarta sínu, þrátt fyrir alls konar utanaðkomandi áreiti, skiptir öllu máli.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hvetur alla til að hugsa um frið á jörðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver veitti leyfi fyrir þessum tilraunum við Hellisheiðarvirkjun ?

Einhvers staðar hlýtur að liggja fyrir leyfisveiting til tilrauna þeirra sem þarna er um að ræða og því spurning hver á að skoða þessa auknu jarðskjálftavirkni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilja rannsaka skjálftavirkni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lára Hanna tíður gestur í þáttum Egils um tíma.

Fór að skoða þetta myndband sem hér um ræðir og þvílíkir aulabrandarar sem þar er um að ræða, og hvorutveggja þeim sem það framleiða sem og þeim sem benda á það hið sama, ekki til framdráttar málefnalega á nokkurn hátt.

Meint barátta Láru Hönnu gagnvart " hruninu " er eitthvað sem ég hefi ekki verið þess umkominn að skilja, og mér fundist hún dansa vangadans við núverandi ríkistjórnarflokka meira og minna, sem ef til vill er sýnilegt í þessari myndbandsgerð.

Egill þarf að hugsa sinn gang áður en hann linkar út í loftið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Benti einungis á myndbandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband