Bloggfærslur mánaðarins, október 2011
Hvað með aukna jarðskjálftavirkni af mannavöldum á svæðinu ?
Fimmtudagur, 6. október 2011
Fyrsta sem mér datt í hug varðandi fréttina um Þríhnjúkagíg var það hversu stórhættulegt dæmi þetta kynni að vera, þar sem tilraunir með niðurdælingu Orkuveitunnar í jarðlög eru í gangi og orsakað hafa all mikla jarðskjálftavirkni á þessu svæði undanfarið.
Áhyggjur Orkuveitunnar um vatnsbólin eru því varla einu áhyggjurnar sem viðkomandi fyrirtæki kynni að þurfa hafa varðandi þetta verkefni.
Nú veit ég ekki hvenær þessum tilraunum OR lýkur en í kvöld ákvað ég að senda upplýsingar um skjálfta til Veðurstofu héðan úr Setberginu í Hafnarfirði, og mun halda því áfram, þegar um slíkt er að ræða.
kv.Guðrún María.
![]() |
Framkvæmdir valda verulegum áhyggjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvorugur ríkisstjórnarflokka hefur nokkurn tímann haft samningsmarkmið um aðild að Esb.
Fimmtudagur, 6. október 2011
Auðvitað er það eins og lélegur brandari til þess að vita að stjórnvöld skuli hafa lagt af stað með aðildarumsókn án þess að skilgreind samningsmarkmið væru fyrir hendi.
Einu " samningsmarkmiðin " sem hafa komið fram eru þessi.....
.... B A R A A Ð S J Á H V A Ð E R Í B O Ð I ....
með tilheyrandi kostnaði þjóða Evrópu við þetta dúlluverkefni íslensku ríkisstjórnarinnar sem situr við völd hér á landi, og þótt vitað sé að meirihluti íslensku þjóðarinnar er andsnúinn.
kv.Guðrún María.
![]() |
Liggja samningsmarkmiðin ekki fyrir? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvernig væri að fá tölurnar upp á borðið ?
Fimmtudagur, 6. október 2011
Það vantar tölulegar upplýsingar um kostnað þann sem ríkið veitir til handa hinum ýmsu tegundum heilbrigðismála og einnig má kalla eftir upplýsingum um rekstur viðkomandi fyrirtækja, þ.e. hversu mikill hagnaður er eftir skatta.
kv.Guðrún María.
![]() |
Sjálfseignarstofnanir að endimörkum niðurskurðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jafna meira......
Miðvikudagur, 5. október 2011
...jafna betur,
jafna allt á jörðu hér,
jafna þar til enginn getur,
jafnað það sem eftir er.
kv.Guðrún María.
![]() |
Jafnréttismál í skólum skoðuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hláturinn lengir lífið.
Miðvikudagur, 5. október 2011
Skyldu menn mega hlægja að okkur Íslendingum, fyrir hin fíflalegu fjármálaævintýri sem hér komu til sögu í landinu, og sýnilegt var þeim sem vildu sjá en öðrum ekki.
Hins vegar held ég að þessi ævintýramennska hafi ekki einskorðast við karlkynið heldur kvenmenn einnig tekið nokkurn þátt í því hinu sama.
kv.Guðrún María.
![]() |
Hlegið að Íslendingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enn einn heimskugangurinn við stjórn Reykjavíkurborgar.
Miðvikudagur, 5. október 2011
Trúboð hefur ekki farið fram í skólum, heldur eru tillögur þessar runnar undan rifjum aðila sem eru trúlausir og vilja koma sínum skilaboðum um trúleysi nægilega mikið í gegn með því að virkja fulltrúa sem vita lítið um málið í raun.
Sorgleg þróun og til skammar þeim er koma að´máli þessu.
kv.Guðrún María.
![]() |
Banna trúboð í skólum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er ríkisstjórnin í einhverri baráttu við forseta landsins ?
Þriðjudagur, 4. október 2011
Hefði ekki verið nær fyrir ráðherra að þakka góða framgöngu forseta í málum er snúa að alþjóðasamskiptum í stað þess að hnýta í forsetaembættið með því móti sem hér er gert ?
Ég tel svo vera, og forsætisráðherra ætti að vera það ljóst að stjórnarathafnir forseta innifela einungis það vald sem er til staðar í stjórnarskrá landsins.
Sé óánægja innan stjórnar með athafnir forseta þá hlýtur sitjandi ríkisstjórn að vera þess umkomin að ræða þau mál við forseta landsins á fundi, en ekki í eldhúsdagsumræðum á Alþingi.
Innbyrðis nöldur millum handhafa valdsins, þarf ekki að koma almenningi fyrir sjónir með þessu móti, og á ekki við á tímum sem þessum.
kv.Guðrún María.
![]() |
Forsetinn virði stefnu stjórnvalda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Formaður Framsóknarflokksins talar skýrt.
Þriðjudagur, 4. október 2011
Það er mikið rétt hjá Sigmundi Davíð að tilraunir til þess að gera stjórnarandstöðun ábyrga fyrir starfi núverandi stjórnarflokka, með því að ræða um ábyrgð Alþingis í heild á málum öllum, eru fráleitar.
Því fyrr því betra sem menn hafa bein í nefinu til þess að vísa slíku á bug.
Jafnframt er það bráðnauðsynlegt öllum þeim er taka þátt í stjórnmálum hér á landi að draga mörk á milli, annars vegar algjörrar ríkisforsjár og hins vegar útfærslu á möguleikum einstaklinga til þess að eiga frumkvæði og aðkomu að atvinnulífi einnar þjóðar.
Þau hin sömu skilyrði má ekki drepa í dróma með einokun ríkisins á nær öllum sviðum, og skattalegu offari.
Það var einnig stórhollt fyrir núverandi ráðamenn að heyra það að stjórnarhættir á hinu háa Alþingi hafa ekkert breyst við innkomu þeirra hinna sömu við valdataumanna, þrátt fyrir tal um allt annað.
Ef það er eitthvað sem við Íslendingar þurfum nú um stundir, sem endranær þá er að tala skýrt og hreint út um hlutina eins og þeir eru.
kv.Guðrún María.
![]() |
Erum stödd í sósíalistakreppu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Forseti Íslands, afhjúpaði vandræðagang þessarar ríkisstjórnar.
Mánudagur, 3. október 2011
Alsnjallasta innkoma nokkurs ráðamanns á síðari tímum átti sér stað í ræðu forseta Íslands við þingsetningu Alþingis á laugardaginn, þar sem forsetinn hvatti þingið til þess fjalla um tillögur stjórnlagaráðs, sem ríkisstjórnin skipaði eftir að Hæstiréttur hafði dæmt kosningu til stjórnlagaþings ógilda.
Túlkun forsetans á því að aukið vægi forsetaembættisins væri fyrir hendi í tillögum þessum varð til þess að æra núverandi aðdáendur og fylgismenn núverandi ríkisstjórnarflokka, eins og þessi ályktun VG, ber með sér.
Það grær nefnilega ekki um heilt varðandi innkomu forseta í Icesavemálið, hjá hinum sömu.
Í raun og veru afhjúpaði forsetinn vandræðagang ríkisstjórnarinnar í máli þessu með áherslum þeim sem hann ákvað að hafa sem megininnihald ræðu sinnar.
kv.Guðrún María.
![]() |
Einræðistilburðir forsetans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Væntanlega eru þessir þingmenn ekki í Þjóðkirkjunni.
Mánudagur, 3. október 2011
Mér er það að meinalausu að fólk sé trúlaust, en tel það löst þegar um kjörna þingmenn þjóðar er að ræða, það er einfaldlega mín skoðun.
Við Íslendingar eigum okkar þjóðtrú sem er kristin trú, og sannarlega þarf að hlúa að gildum hennar hvarvetna, ekki hvað síst á tímum erfiðleika í einu samfélagi.
kv.Guðrún María.
![]() |
13 þingmenn mættu hjá Siðmennt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |