Núverandi Herjólfur átti aldrei að vera skip til siglinga í Landeyjahöfn.

Þeir sem tóku ákvörðun um að fresta byggingu ferju sem hentaði höfninni í Bakkafjöru bera ábyrgð, en skipstjórnarmenn á Herjólfi hafa sannarlega sýnt hetjuskap að stýra þessu skipi í erfiðum aðstæðum til þess að halda uppi samgöngum, milli lands og Eyja.

Ekki veit ég hvað Vestmanneyingar eru búnir að greiða mikið skatthlutfall í ýmis konar vegaframkvæmdir uppi á fasta landinu, meðan þeirra eigin samgöngumál hafa verið í miklum ólestri, sem er óréttlæti af hæsta toga.

Það þarf ferju sem getur siglt í Landeyjahöfn sem flesta daga árið um kring, þar sem búið er að byggja þetta samgöngumannvirki, flóknara er það ekki .

kv.Guðrún María.


mbl.is Ný Vestmannaeyjaferja kostar um 4 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband