Það vantar fjölskylduvænni vinnumarkað.

Hinn langi vinnutími beggja foreldra frá ungum börnum sínum er enn áhyggjuefni hér á landi að mínu viti, og í raun ótrúlegt að enginn hvati hafi fundist til þess í skattkerfi, samningum á vinnumarkaði, eða hvers konar tekjuráðstöfunum, þess efnis að stuðla að aukinni samveru foreldra með börnum sínum.

Níu tíma fjarvera barns í skóla og síðan frístundaheimili er langur dagur fyrir ungt barn, og gæði þess tíma sem eftir er af samveru fjölskyldu eftir þann tíma fer að mestu leyti í að matast og ganga til náða.

Ég trúi ekki öðru en hægt sé að finna hvata til þess að foreldrar hafi val um það að geta varið meiri tíma, heima með börnum sínum sex til átta ár, sem aftur minnkar umfang bygginga og mannafla að störfum, af hálfu hins opinbera.

Þjónusta þessi hefur brúað bil atvinnuþáttöku beggja foreldra á vinnumarkaði, en þarfir vinnumarkaðsins og þörf lífsgæða hlýtur að verða að þurfa að vega og meta ásamt þörfum barna fyrir samveru við foreldra.

Í mínum huga eru þarfir barna fyrst í forgangsröðinni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Leitað eftir ábendingum foreldra og starfsfólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband