Um daginn og veginn.

Nýja árið byrjar með roki hér sunnanlands en snjóleysi og eftir því þurru ryki í loftinu og alveg sama hvort það eru bílrúður eða gluggakistur allt er þakið rykdrullu sem ferðast um svæðið með sterkum norðanvindum.

Sjálf er ég í minni sjúkraþjálfun að reyna að ná til baka heilsutetrinu mínu, og smátt og smátt fæ ég að gera meira en einn daginn finnst mér ég ómöguleg en annan miklu betri, eins og gengur.

Ég Æ T L A, að ná til baka minni vinnugetu og það S K A L, takast.

Ég er hjá góðum sjúkraþjálfara sem leiðbeinir mér sem skiptir öllu máli.

Ég veit að ég verð ekkert endilega alveg eins og ég var áður en ég meiddi mig en ég trúi því að ég verði það góð að geta unnið mína vinnu.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband