Verkalýðshreyfingin þarf ekki að stjórna landinu, heldur semja um kaupmátt.

Hin fíflalega leiksýning hefst nú að nýju eins og oft áður þar sem fulltrúar verkalýðsins funda með ríkisstjórn landsins.

Það er EKKI ríkisstjórna að hlutast til um kjarasamninga á frjálsum atvinnumarkaði og því fyrr því betra sem þessari leiksýningu lýkur.

Verkalýðshreyfingu kemur það EITT við að semja um kaupmátt launa til handa sínum umbjóðendum launþegum sem og standa vörð um önnur þau kjör er áunnist hafa.

Verkalýðshreyfingunni kemur ekki við hvernig ríkisstjórn hverju sinni stjórnar landinu, hvort sem um er að ræða atvinnuppbyggingu ellegar annað en samningar um kaup og kjör hverju sinni taka mið af því ástandi sem til staðar er.

kv.Guðrún María.


mbl.is ASÍ vill aðgerðaáætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband