Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Löngu kominn tími til að stjórnvöld hjá ríki og sveitarfélögum horfist í augu við ástand mála.

Auðvitað vilja engir aðilar við stjórnvöl vita af fátækt í sínum ranni og vitundarleysið um verulega fátækt ákveðinna hópa hefur verið afskrifað í formi einhvers konar aðgerða af hálfu opinberra aðila allt of lengi hér á landi.

Að hluta til er vandamál þetta áskapað af lágum launum og ofursköttum á þau hin sömu laun, og viðmið bóta almannatrygginga og ellilifeyris sem taka mið af lægstu launum á vinnumarkaði, þar sem fjöldi fólks er niðurnjörvað í fátæktargildru skipulagsins sem gildir.

Ekki hefur tekist að reikna út neysluviðmið sem eru samkvæmt raunveruleikanum í fjölda ára, því miður, og svo komið að skattlagning hefur teygt arma sína á styrki er kerfið sjálft veitir í formi aðstoðar við ákveðna hópa er hafa rétt á slíku á sviði félagsþjónustu sveitarfélaga við t.d. heilbrigði, eins fáránlegt og það er.

Hvers konar tal um jöfnuð og mannréttindi af hálfu opinberra aðila fer þvi fyrir lítið er kemur að ónýtu skipulagi sem virkar ekki fyrir ákveðna tekjuhópa eins samfélags, hvort sem um er að ræða aldraða, öryrkja eða láglaunafólk sem eru á sama báti hvað þetta varðar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Neyð í sumarfríi hjálparsamtaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins gott að útlánasöfn bankanna komu ekki til skoðunar í þessu sambandi.

Það atriði að fjármögnunarfyrirtæki sem risu upp eins og gorkúlur í skjóli bankanna, þar sem þau hin sömu veittu bílalán og önnur lán, skuli hafa komist upp með það að stunda slíka starfssemi á afar hæpnum forsendum samblands af verðtryggingu og gengi í erlendri mynt, segir meira en mörg orð um það fall sem íslenskt fjármálakerfi varð fyrir.

Dettur einhverjum í hug að útlánasöfn bankastarfsseminnar hafi verið mjög mikið öðruvísi í heildina tekið ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Seðlabanki birtir lögfræðiálit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baráttan um fiskveiðar á Norður Atlantshafi, endurspeglar yfirgang Evrópusambandsins.

Afskipti framkvæmdastjórnar Evrópusambands af veiðum á makríl hér við land, endurspeglar svo ekki verður um villst hagsmunabaráttu þar sem veldi ríkjabandalags reynir að hafa áhrif á sjálfstæðar ákvarðanir þjóða sem eru utan þessa bandalags.

Með raun réttu ætti þetta atriði þ.e afskipti framkvæmdastjórnarinnar á þeim tímapunkti sem aðildarumsókn er í ferli að nægja til þess að við Íslendingar myndum draga umsókn sem slíka til baka.

Svo fremi að við eigum ríkisstjórn með bein í nefinu.

kv.Guðrún María.


mbl.is ESB hótar aðgerðum vegna makríls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar eru flugeldaóðir.

Auðvitað mætti klippa þessa flugeldasýningu út úr kortinu eitt ár, án þess að nokkur biði varanlegan skaða af, enda stutt í gamlárskvöld og þar yfirtoppa menn hver annan í flugeldabrjálæði fram og til baka.

Einnig eru all margir nýlega búnir að vera viðstaddir útihátíðir þar sem flugeldasýningar hafa verið á dagskrá.

Fínt hjá þér Jón að spekúlera í þessu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Flugeldasýningin bruðl?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veit ráðherra ekki hvað gerist í eigin ráðuneyti ?

Ósköp og skelfing er þetta klaufalegt mál fyrir viðskiptaráðherra í svo stóru máli sem mál þetta er.

Hafi yfirlögfræðingur ráðuneytis haft slíkt skjal undir höndum þá hlýtur það að vera að ráðherra ætti að vera kunnugt um slíkt eftir tvo mánuði.

Ef ekki þá hlýtur að þurfa að endurskipuleggja vinnubrögð í ráðuneytinu
eða hvað ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Vissi ekki af áliti Seðlabankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Batnandi mönnum er best að lifa.

Það er afar ánægjulegt að ekki skuli verða frekari tafir varðandi það atriði að koma þessu verki á koppinn.

Nóg er samt.

kv.Guðrún María.


Batnandi mönnum er best að lifa.

Það er afar ánægjulegt að ekki skuli verða frekari tafir varðandi það atriði að koma þessu verki á koppinn.

Nóg er samt.

kv.Guðrún María.


mbl.is Samið á næstu dögum um Suðurlandsveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannréttindin um það að lifa af launum sínum.

Ísland samþykkti þann sáttmála Sameinuðu Þjóðannna á sínum tíma þess efnis m.a. að borgaraleg mannréttindi hvers manns sem launþega væru að lifa af lágmarkslaunum sínum.

Hvers virði var sú samþykkt og hve vel hefur verkalýðshreyfing landsins staðið vörð um þá hina sömu grunnskyldu við umbjóðendur sína ?

Ég benti á það í blaðagrein í Mogganum á sínum tíma að um helmingur kvenna í félaginu Sókn í Reykjavík, nú Eflingu, var á töxtum sem voru undir skattleysismörkum á þeim tíma, um 1995, en frysting skattleysismarka kom til um svipað leyti eða skömmu síðar.

Ekki bætti sú aðgerð ástand mála til handa þeim lægstlaunuðu hvað þá þeim hópum sem viðmið lægstu launa tóku mið af svo sem öldruðum og öryrkjum, nema síður væri.

Það var ekki nóg með að alls konar stöðugleikatilraunir stjórnvalda til þess að halda launahækkunum í skefjum á vinnumarkaði þar sem verkalýðshreyfing dansaði með, orsökuðu flokkun fólks í fátæktarfjötra, heldur bætti frysting skattleysismarka um betur og sá til þess að rýra kjör hluta almennings í landinu án umbreytinga nokkurra í áraraðir, þar sem hvatinn til þess að vinna á slíkum kjörum var lítill eða enginn.

Allt til þessa dags hafa sitjandi ráðamenn komið af fjöllum eins og Jólasveinar varðandi skilning á því hinu sama, þótt hér sé um að ræða einfalt reikningsdæmi í raun.

Eðli máls samkvæmt tekur það fólk sem lifa þarf við þessa þjóðfélagsstöðu því mesta fallið af hruni eins fjármálakerfis, meðan stórnvöld átta sig ekki á vandanum.

kv.Guðrún María.


Vond var fyrri tíma hagfræði efnahagsmála, fyrir hrun, en lengi getur vont versnað.

Það er nokkuð sama hvert litið er til ákvarðana í tíð núverandi valdhafa, meira og minna byggjast þær á því að reisa við málamyndamarkaðssamfélag þrjú hundruð þúsund manna sem blásið var upp eins og sápukúla hér á landi.

Vinstri flokkarnir treysta sér ekki í nauðsynlegan niðurskurð hjá hinu opinbera á öðrum sviðum en grunnþjónustu eins og venja hefur verið til langtíma, þ.e að spara aurinn en kasta krónunni.

Hafi fyrri ríkisstjórnir verið haldnar núllþráhyggju þá toppa núverandi stjórnvöld það hið sama varðandi það atriði að rembast sem rjúpan við staurinn að standa sig með tölur á blaði sem engar raunverulegar forsendur finnast þó fyrir hvað varðar stöðu heimila í landinu og þá skuldaleiðréttingu sem fyrirséð var að myndi þurfa að koma til sögu.

Öllu skal fórnað til þess að fiffera ríkisbókhaldið, burtséð frá því hvort almenningur í landinu lifi af skattana og skuldaaukninguna eða ekki.

Það heitir að " sjá ekki skóginn fyrir trjánum " og er og hefur verið nokkuð viðtekin venja gegnum árin mismikið þó.

Vandamálagallerýið dandalast áfram þar sem menn keppast við dag hvern að reikna út dráttarvexti á skuldum fram og til baka sem aftur gerir það að verkum að enn fjarlægara er það að heimili og fyrirtæki muni gera annað en ganga beint í gjaldþrot þess hins sama.

Afskriftir skulda virðast aðeins mögulegar til þeirra sem hafa nógu háar fjárhæðir í krónum talið, hinna ekki, sem skulda minna.

Vinstri stjórnin gengur erinda fjármagnseigenda umfram almenning í landinu, þannig er það, því miður.

kv.Guðrún María.


Ríkisbankasvínabúarekstur.

Ef hlutirnir eru ekki komnir í hring í íslensku þjóðfélagi, þá veit ég ekki hvað og nú reyna ráðherrar að tryggja dreifða eignaraðild í þessu tilviki í rekstri svínabúa, með handafli.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ráðherra leitar leiða til að hamla á móti þróuninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband