Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010
Obb bobb bobb, enn mjólka kýrnar ekki ís og jógúrti.
Föstudagur, 13. ágúst 2010
Varla er það markmið með nýsköpun, hvað þá að það stuðli að samkeppni að tveir aðilar, hafi á sinni hendi búskap og verksmiðjuframleiðslu sem lýtur að ís og jógurtgerð, ásamt kúabúskap.
Enn mjólka kýr ekki jógúrti eða ís, og það hlýtur að vera eðlilegt að skilja á milli framleiðsluþátta, með tilliti til einokunar í krafti stærðareininga.
Ef einn aðili má ekki á sama tíma dreifa rafmagni og heitu vatni, þá getur ekki verið að sami eini aðilinn megi á sama tíma mjólka kýr og búa til ís, jógurt og osta, án þess að aðskilja starfssemi sem slíka, eða hvað ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Telja mjólkurfrumvarp hindra nýsköpun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verður til nýliðun i bændastétt og þá hvernig ?
Föstudagur, 13. ágúst 2010
Því miður hefur kvótasetning mjólkurkvóta í landbúnaði orðið til þess að offjárfestingar í formi tóla og tækja við landbúnaðarframleiðslu, undir formerkjum stærri og færri eininga sem hinnar meintu hagkvæmni allra hluta, fjötrað þróun landbúnaðar hér á landi.
Það var nefnilega til millistig þess að hoppa úr því að mjólka með einföldum mjaltavélum til þess að tæknivæða fjósin með mjaltavélmennum þar sem mannshöndin kemur varla nærri.
Sams konar þróun varð einnig til í sjávarútvegi þar sem kvóti var festur við útgerðaraðila, með sömu rullunni í offjárfestingum allra handa undir sömu dellu formerkjum hinnar meintu stærðarhagkvæmni, sem ofmetin var eins og ýmislegt hér á landi löngum.
Í báðum þessum kerfum hefur framleiðsla safnast á fáar hendur og nýliðun í þessum atvinnugreinunum hefur lotið stöðnun.
Skuldastaða fyrirtækja hefur verið og er óviðunandi vegna offjárfestinga meira og minna við þetta kerfisskipulag, sem ekki skilar því sem til var ætlast.
Þjóðhagslega var fækkun starfa í atvinnugreinunum við þessar skipulagsbreytingar ein orsök fólksflótta á höfuðborgarsvæði og ofþenslu þar á bæ sem síst var æskileg þróun í því magni sem þar var um að ræða.
Samtök þeirra sem fyrir eru munu fagna því að festa í sessi fyrirkomulag sem er þeim til handa sem starfa eftir systeminu rétt eins og í sjávarútvegi, en
frelsið til atvinnu og þjóðhagsleg hagkvæmni i heild, hlýtur að lúta endurskoðun er fram líða tímar.
kv.Guðrún María.
![]() |
Bændur telja frumvarp til mikilla bóta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þarf BSRB, kynningarfulltrúa ?
Fimmtudagur, 12. ágúst 2010
Er þetta eitthvað nýtt eða hefur kanski farið framhjá mér að Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hafi haft kynningarfulltrúa áður ?
spyr sá sem ekki veit.
kv.Guðrún María.
![]() |
Nýr kynningarfulltrúi BSRB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ákvarðanafælnin í íslensku samfélagi árið 2010.
Fimmtudagur, 12. ágúst 2010
Það er í raun sama hvert augað eygir, vort samfélag er undirlagt af ákvarðanafælni, þar sem ekki aðeins ríkisstjórn landsins er undirlögð af slíku sbr, ráðningu í embætti Umboðsmanns skuldara, heldur hinar ýmsu stofnanir hins opinbera svo ekki sé minnst á fjármálaumhverfið í bankasýslu ríkisins.
Hinn stórkostlegi skortur á kjarki til þess að taka ákvarðanir og standa eða falla með þeim er fyrir hendi, sem aftur verður til þess að lama frumkvæði og þoka málum áfram í einu þjóðfélagi sem þarf að koma áfram í stað þess að standa í stað.
Stjórnmálamenn eða stofnanir hins opinbera geta ekki lengur skýlt sér bak við aðkeypt lögfræðiálit hér og þar, þeir hinir sömu hljóta að reiða eigið hyggjuvit í þverpokanum um þróun eins þjóðfélags fram á veg.
Og hugmyndir vantar.....
kv.Guðrún María.
Launþegar í flugrekstri með lögboðnum iðgjöldum í lífeyrissjóði.
Miðvikudagur, 11. ágúst 2010
Ég hefi áður spurt um það hvenær greiðendur í lífeyrissjóði voru spurðir um Framtakssjóð Íslands og spyr enn ?
Er það ásættanlegt að svo og svo miklu fjármagni sé varið í áhættufjárfestingar í þessu tilviki flugrekstur, í ljósi þess að hér er um að ræða sjóð þar sem innheimt er í samkvæmt lögboðnu hlutverki ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Fær undarþágu frá yfirtöku á Icelandair |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Virðum sögu forfeðranna við sjósókn hér við land.
Miðvikudagur, 11. ágúst 2010
Ég tek ofan hattinn fyrir þeim sem halda í heiðri virðingu fyrir lífstarfi forfeðra vorra með þvi að varðveita skip sem notuð voru við sjósókn forðum daga.
Sjósókn á Íslandi kostaði margar mannfórnir á opnum bátum, en áfram var haldið og lífsbjörgin var fiskur úr sjó, fram árin öll, sem fært hefur okkur það þjóðfélag sem við eigum í dag Íslendingar.
Því skyldum við ekki gleyma.
kv.Guðrún María.
![]() |
Aldamótabátur til Eyrarbakka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löngu tímabært, en hvað með þróun lífræns landbúnaðar ?
Miðvikudagur, 11. ágúst 2010
Að sjálfsögðu á að merkja erfðabreytta matvælaframleiðslu, þótt fyrr hefði verið, en ég sakna þess að heyra nokkuð um þróun lífræns landbúnaðar hér á landi.
Mér best vitanlega unnu Finnar sig meðal annars út úr sinni kreppu á sínum tíma með því að taka til við lífræna landbúnaðarframleiðslu, þar sem aukning þeirra á mörkuðum í Evrópu var eftirtektarverð.
Fróðlegt væri að vita hvað landbúnaðarráðuneytið hefur gert til þess að ýta undir hvata hér að lútandi.
kv.Guðrún María.
![]() |
Skylda að merkja sérstaklega erfðabreytt matvæli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er hægt að panta lögfræðiálit um það að ríkisstjórnin ætti að segja af sér ?
Miðvikudagur, 11. ágúst 2010
Alls konar fáránleg mál ætla að verða á borði þessarar ríkisstjórnar, þar sem einföld og eðlileg stjórnsýsla sitjandi ráðamanna er sannarlega ekki sýnileg.
Pukur og alls konar þvælugangur um mikilvæg mál verður tilefni fundatilstands um hið sama meðan lítið þokast fram á við á meðan.
Einn ráðherra er á Tunglinu meðan annar er á Júpiter, sá þriðji á Mars og sá fjórði í Brussel.
kv.Guðrún María.
![]() |
Vissi ekki um lögfræðiálitið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Aldrei hefi ég heyrt aðra eins vitleysu.
Þriðjudagur, 10. ágúst 2010
Dettur einhverjum í hug að einhvers konar þróun svo sem samþjöppun á matvörumarkaði skuli láta óátalin af því fyrirtækjasamsteypur sameinuðust fyrir gildistöku laga ?
Hafi stofnunin virkilega viljað þjóna tilgangi sínum þá hlýtur sú hin sama að hafa getað haft frumkvæði að tillögum til þess að fá heimild um það lagalega að setja slíku skorður, með hagsmuni neytenda að leiðarljósi.
kv.Guðrún María.
![]() |
Sameinuðust fyrir gildistöku samkeppnislaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þarf ekki að fá Jón Bjarnason í viðskiptaráðuneytið ?
Þriðjudagur, 10. ágúst 2010
Ef til vill væri ekki úr vegi að víxla ráðherrum milli ráðuneyta, ekki hvað síst þegar svo illa gengur að vita hvað er á ferð hvar og hvenær.
Mál þetta er hins vegar að verða eins og sápuópera og manni dettur helst í hug að maður sé staddur að horfa á Já ráðherra þættina.
kv.Guðrún María.
![]() |
Mátti ekki dreifa minnisblaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |