Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Rannsóknir um eignarhald eftir dúk og disk.

Það atriði að eitt ráðuneyti skuli spyrja annað um hvort eignarhald aðila er ólöglegt fyrir opnum tjöldum ber ekki vott um mikið samstarf innan ríkisstjórnar.

Að viðskiptaráðherra setji síðan slíka beiðni í nefnd um erlenda fjárfestingu, minnir á köttinn á gönguferðinni kringum heita grautinn.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mál Storms í nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkt sjónarspil.

Bankasýsla ríkisins, biður um tilnefningar í stjórnir sparisjóða, hvað næst ?

Verður einhver skipaður út í bláinn ef ekkert berst af slíku ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Bankasýslan leitar stjórnarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hvers þurfti reglugerð ?

Mér best vitanlega var þessi höfn samkvæmt lögum byggð til þess að þjóna samgöngum til Eyja, og það atriði að setja reglugerð til viðbótar lögum þeim hinum sömu er einungis dæmi um það atriði að taka ætti reglugerðavald af ráðherrum einkum og sér í lagi þegar reglugerðir hafa með það að gera sem lögin kveða á um.

Reglugerðaflóð sitjandi valdhafa á hverjum tíma er ótrúlegt og svo vill til að reglugerðir koma aldrei fyrir Alþingi heldur eru þær á valdssviði ráðherra hverju sinni og alls konar geðþóttaákvarðanir geta ráðið för sem breyta lagasetningunni.

Það er vægast sagt ólýðræðislegt, svo ekki sé minnst á það að hugsanlega kunna reglugerðir að þvæla og tyrfa framkvæmd lagafyrirmæla sem áður hafa verið samþykkt

kv.Guðrún María.


mbl.is Herjólfi tryggður forgangur að Landeyjarhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnsýsla hins opinbera hér á landi.

Alveg virðist það sama hve margar ráðstefnur eru haldnar um hitt og þetta er lýtur að stjórnsýslu hins opinbera á hinum ýmsu sviðum, ALLTAF skal finnast óhæf stjórnsýsla gegnum árin þar sem viðkomandi aðilar gera sér ekki grein fyrir því hvað ákvarðanataka þeirra hinna sömu þýðir ellegar eru ekki meðvitaðir um þau lög er þeir hinir sömu starfa undir.

Andvaraleysi almennings sem yfir sig lætur ganga ýmislegt endalaust, er og hefur orðið til þess að lítið þokast til umbóta þar sem virkilegra umbóta er þörf.

Það atriði að þekkja sinn rétt, þýðir ekki endilega að viðkomandi einstaklingur eigi auðvelt með að sækja hann sökum þess að það kostar tíma að setja fram kvörtun með formlegu móti, koma henni á réttan stað og fylgja henni eftir.

Kostnaður getur síðan hamlað,leitan til lögmanna hjá hluta almennings varðandi ýmsa málaleitan ef viðkomandi getur ekki sett sín mál fram sjálfur.

Getur það verið að opinber starfsmaður geti í krafti valds síns tekið ákvörðun sem er einhliða og viðkomandi á ekki möguleika að ræða um eða koma sínum sjónarmiðum á framfæri um að nokkru leyti ?

Því miður er svarið já, enn búum við í þjóðfélagi sem lítið þokast á ákveðnum sviðum til umbóta í stjórnsýslu hins opinbera, og það atriði að einstaklingur þurfi að ganga krókaleiðir til þess að fá viðtal við opinberan starfsmann um eigin mál er langt frá því að vera eðlilegt, en eigi að síður raunin.

Vankunnátta manna um hlutverk valds, meðferð og lagaumhverfi viðkomandi málaflokks er á stundum að virðist alger.

Orsök þess að slíkt er til staðar virðist endurskoðunarleysi yfirmanna, um vinnubrögð hvers konar, sem aftur vekur upp spurningar um það hvað þurfi til að breyta málum á þann veg að tilgangur helgi meðalið.

kv.Guðrún María.


Á þetta að bjarga bókhaldi bankanna ?

Eftir því sem dagar líða tekur stjórn efnahagsmála á sig enn frekari skrípamyndir, hér á landi.

Lagasetning sem heimilar að virðist veðsetningu umfram eignamyndun, hvað ætti slíkt að gera til þess að vinna úr skuldastöðu heimila og fyrirtækja í landinu ?

Er það til þess fallið að takast á við raunverulega stöðu mála ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekkert þak á veðsetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spaugstofan er eina áhugaverða efnið á RUV, utan sjónvarpsfrétta.

Ríkissjónvarpið hefur ekki séð sér fært í fjölda ára að kalla saman formenn flokkanna til pólítiskrar umræðu í sjónvarpssal eins og var á árum áður.

Hvar er hlutverk Ríkisútvarpsins í því sambandi ?

Það hefur týnst að mínu mati, og eini áhugaverði þátturinn í sjónvarpsdagskrá er og hefur verið Spaugstofan, sem kemur að hluta til með gagnrýni á stjórnmálaumhverfið og uppákomur í þvi sambandi, þótt það hið sama hlutverk væri vissulega fréttastofu að draga fram sjónarmið pólítískrar umræðu í landinu.

Kastljós og Silfur Egils sérvelja viðmælendur sem er núll og nix, því miður.

Annaðhvort er Ríkisútvarp hlutlaust eða það er það ekki.

Spaugstofan hefur verið hlutlaus í sinni pólítísku gagnrýni og hefur þar staðið vörð um menningarleg markmið þau er kveða á um í lögum undir formerkjum húmors.

Það er næsta hjákátlegt í raun fyrir þessa stofnun.

kv.Guðrún María.


mbl.is Spurning um tilverurétt Ríkisútvarpsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður samningur er ekki til fyrir íslenskan sjávarútveg, það ætti formaður LÍÚ, að vita.

Ef Íslendingar vilja afsala sér sjálfsákvörðunarrétti yfir eigin fiskimiðum þá ganga þeir til viðræðna um aðild að Evrópusambandinu.

Varanlegar undanþágur frá slíku eru ekki í boði.

Þannig er það, hefur verið og verður.

Það ætti formaður Landssambands íslenskra útgerðarmanna að vita manna best.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Verðum að reyna að ná góðum samningi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ættu ferðamenn allt í einu að taka upp á slíku ?

Afskaplega finnst mér þessi útskýring ólíkleg satt best að segja, þ.e að " ævintýragjarnir ferðamenn " fari að slá niður sauðfé sér til matar, allt í einu í ár, sem aldrei hefur borið á áður.

Það skyldi þó aldrei vera að ástandið hér á landi hafi fært menn aftur um aldir, varðandi sauðaþjófnað.

Ósköp er það nú eigi að síður nöturlegt.

kv.Guðrún María.


mbl.is Sauðaþjófar sem veiða sér til matar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjósum strax um Evrópusambandsaðildarumsóknina.

Til þess að forða því að fjármunaeyðsla eigi sér stað varðandi það atriði að henda svo og svo miklum fjármunum í hitt og þetta varðandi umsóknarferlið sem þjóðin kemur síðan til með að hafna, þá er það eins gott að hafna því strax, með hverju því móti sem verða má.

Hvernig væri það að safna undirskriftum og skora á Alþingi að samþykkja þingsályktunartillögu sem liggur þar fyrir, um að draga umsókn til baka ?

Alþingi hlýtur að verða að taka mark á undirskriftum líkt og forsetinn.

Því fyrr því betra.

kv.Guðrún María.


Þessi ríkisstjórn hefur runnið sitt skeið á enda.

Sökum skoðanaleysis í hinum ýmsu málum samfélagsins var það og er mín skoðun að Samfylkingin hafi ekki verið stjórntækur flokkur við stjórnvöl landsins.

Því miður.

Nýjasta klúðrið er ráðning Umboðsmanns skuldara þar sem tækifærismennskan er allsráðandi allra handa, og hagsmunir flokksins sem " the good guy " fljóta ofan á, fyrst og síðast.

Með ólíkindum er hins vegar, hvernig Vinstri Grænir hafa selt mest alla sannfæringu sína til þess að halda þessu stjórnarsamstarfi gangandi, því flokkur þessi gaf sig út fyrir ákveðin sjónarmið fyrir síðustu þingkosningar sem og stjórnarandstöðuflokkur á tíma fyrri stjórnar.

Það síðastnefnda segir nógu mikið um það að nokkurn veginn, er það sama, hvaða flokkar komast í stólana, stefnumálin fara um víðan völl sem miðjumoðssöluvara á markaðstorgi tækifæra til valda.

Meðan svo er breytist lítið í stjórnmálaumhverfinu.

kv.Guðrún María.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband