Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Vonandi miðar rannsóknum áfram við þetta.

Það verður mjög fróðlegt að vita hvað kemur út úr starfi sérstaks saksóknara, varðandi rannsóknir á fjármálaumhverfi því sem til staðar var hér á landi.

Einhverra hluta vegna læðist að mér sá grunur að þegar upp verður staðið muni ekki endilega verða mikið um sakfellingar í þessu efni, og eftir standi gífurlegur kostnaður við rannsókn mála.

Ég óska sérstökum saksóknara hins vegar, góðs gengis í sínum rannsóknum, á misferli hvers konar og sömu óskir fylgja inn í dómsstóla landsins.

kv.Guðrún María.


mbl.is Sigurður Einarsson kominn til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVAÐ mun rannsóknin á Magma taka langan tíma ?

Ef ég þekki rétt hefur hin sampólítiska samtrygging ákveðið að kaup þessi skuli ganga eftir, en rannsóknatilstand stjórnvalda til þess að drepa málum á dreif, tekur nú lengri tíma sem passar nokkuð vel og þegar niðurstaða, einhver, liggur fyrir einhvern tímann, hafa kaupin gengið það langan veg að ekki verður aftur snúið, nema ríkið hafi skapað sér svo og svo mikla bótaskyldu í málinu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Magma hefur greitt fyrir hluta bréfanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það hefði tekið mig um það bil, 20 ár að vinna fyrir árslaunum fyrrum forstjóra.

Hið yfirgengilega loftbóluþjóðfélag launaupphæða skýjum ofar, meira að segja í fyrirtækjum í eigu almennings í landinu, hefur verið og er enn eitthvað sem gengur illa eða ekki upp til lengdar, það getur hver heilvita maður sagt sér.

Ég hef starfað undir starfsheitinu skólaliði nú rúman áratug, í einum af grunnskólum landsins, þar sem meðaltalsárstekjur gegnum hið meinta góðæri voru um það bil ein og hálf milljón á ári, á sama tíma og fyrri forstjóri Orkuveitu var með þrjátíu milljónir á ári í tekjur, sem aftur þýðir það að það hefi tekið mig um það bil tvo áratugi að vinna fyrir upphæð sem nemur einum árstekjum, annars starfsmanns hins opinbera hér á landi.

Ef til vill kynni svo að vera að þarna mætti finnast
minni mismunur, eða hvað ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekki upplýst um kostnað við starfslok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmiðlun sem er til háborinnar skammar fyrir okkar samfélag.

Mér er og hefur verið það undrunarefni hve lengi blaðamannastéttin unir því að framganga ákveðinna aðila í stéttinni, sé með því móti að setja blett á alla fjölmiðlun í landinu, með óvönduðum vinnubrögðum þar að lútandi.

Ég fagna því að lögmaður gangi fram og fordæmi slík vinnubrögð, mættum við sjá meira af slíku sem er sannarlega tímabært.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fordæmir nafn- og myndbirtingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

" Byggð undir Eyjafjöllum "

Set hér inn þuluna gömlu um byggð undir Fjöllunum, en merk kona í Þykkvabænum hélt til haga fyrir mig, og færði mér með úrklippu úr dagblaði, Mogga að mig minnir.

" Norðust eru Nauthús
drengir jafnan drekka úr krús.
Þrjár eru Merkur,
þrættu ekki klerkur.
Dalur og Dalsel
og annar Dalur nærri.
Seljaland og Sandar
síðan Götugrandar.
Í Hamragörðum er fátækt fólk,
það gaf mér nú skyr í hólk,
telja verð ég Tjarnir,
traustur er hann Bjarni,
mæli ég vel til Nýjabæjar
því Melar eru farnir,
hægt er að telja,
Fit og Hala,
Sauðsvöllur er sæmileg jörð
Hvamm skal ég skjala
á Núpi er svo nauðahvasst,
þar má kuldann kenna,
ég nenni ekki að renna
yfir Skálana þrenna.
Holt er á hæðum
hossar sér á klæðum.
Víkur sér til Vesturholta
vill þar hafa á skæðum,
óljótt er Ormskot,
Vallatún og Gerðakot,
votsamt er í Varmahlíð.
Voðalegt í Núpakoti,
hvasst er í Hlíð.
Steinar og staðirnir snjallir
standa undir Fjöllunum
bæirnir allir,
Borgarkot og Berjanes,
Brjóta vötn um Ysta Bæli,
merkilegt er í Minni Borg,
Miðbæli og Leirum.
Hólar og Hörðuskálar,
hark hark í Klömbru,
byrja ég óð um Bakkakot
kóngsjörð er Lambafell.
Sittu í friði silkilín,
syndalaus er höndin þín.
Seimgrundin í Selkoti
signi hana drottinn,
sæll hennar húsbóndinn,
setti ofan hattinn,
brunuðu sér á svellum,
þeir á Rútafellum,
drangurinn í Drangshlíð,
dettur ofan í Skarðshlíð.
Skart er í Skógum,
með skríkjunum nógum.
Langa þulan aftrúr því
og allt austrí Mýrdal. "

kv.Guðrún María.


Málum drepið á dreif með nefndum, rétt eins og fyrri daginn.

Tískuákvarðanir í nútíma stjórnmálum er að setja mál í nefnd, sem kostar fjármuni en þess í stað er auðveldlega hægt að halda fundi með þeim er bera ábyrgð i stað þess að auka flækjustigið og kostnaðinn við nefndaskipan.

Að hluta til finnst mér þetta einnig, flótti frá ábyrgð hvers konar, og þessi nefnd engin undantekning frá mörgum öðrum þar að lútandi.

Sitjandi valdhafar skýla sér siðan bak við niðurstöður hinna ýmsu nefnda, um hitt og þetta.

Svo virðist hins vegar sem nefnd þessi eigi að sjá um upplýsingaflæði það sem fast hefur verið í pipunum undanfarið hvað varðar lögfræðiálit og ferðalag þeirra um stjórnkerfið, en jafnframt eiga að sinna almannavarnafjármálalegu hlutverki að virðist ef annað hrun dynur yfir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Skipa nefnd um fjármálastöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður skipt um Seðlabankastjóra ?

Varla var þess að vænta að forsætisráðherra fengi álitin frá viðskiptaráðuneytinu, þar sem ráðherran vissi ekki um þau, en þingflokkur Samfylkingar hefur nú lýst fullu trausti við ráðherrann.

Það verður því mjög forvitnilegt að vita hvort Seðlabankinn verði knúinn til að viðurkenna mistök.

Mál þetta er þvílík þvæluópera, en því miður ekkert einsdæmi í íslensku stjórnkerfi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Krafðist skýringa frá Seðlabankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Hamagangur fjölmiðla varðandi frásagnir af atburðum hvers konar, getur valdið þeim sem í hlut eiga sársauka sem er óþarfur, það veit sú er þetta ritar hvað manna best, en þau hin sömu mál þess tíma voru gagnrýnd til handa þeim aðilum er þar áttu í hlut af minni hálfu á stað og stund sem og síðar.

Samkeppni um að vera fyrstur með fréttir af fráfalli fólks hvers eðlis sem er skyldi aldrei, verða ofar virðingu við hlutaðeigandi aðila og sífelld endurmenntun blaðamannastéttar hér að lútandi skyldi sannarlega vera til staðar í faggreininni.

Þar skilur nefnilega á milli góðrar blaðamennsku og óvandaðra vinnubragða.

Svo mörg eru þau orð.

kv.Guðrún María.


Og þingflokkar stjórnarinnar munu lýsa fyllsta trausti á utanþingsviðskiptaráðherrann.....

Núverandi ríkisstjórn ber ábyrgð á því að velja utanþingsráðherra og sökum þess munu þingflokkar þeirrar hinnar sömu auðvitað komast að þeirri niðurstöðu að sjálfir eigi þeir að sitja áfram með sinni ákvarðanatöku hvers konar,
hvað annað, og senda út yfirlýsingar á morgun þar sem fyllsta trausti er lýst yfir á ráðherra.

Ef ekki þá hefur ríkisstjórnin sjálfkrafa sagt af sér.

kv.Guðrún María.


mbl.is Gylfi mætir á þingflokksfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frumkvæði að þjóðarsátt ber að fagna.

Framsóknarflokkurinn á öfluga þingmenn sem þora að hafa frumkvæði um hin ýmsu mál, og þess er þörf á tímum þeim sem við nú upplifum, því þeir sem ekkert aðhafast áorka engu.

Það mun ekki af veita að menn takist á við verkefni saman og leggi til hliðar þá arfleifð fortíðar að berjast á banaspjótum, með oddi og egg, bara til að vera á móti.

Hver og einn einasti stjórnmálaflokkur í landinu þekkir þá hina sömu aðferðarfræði, en því ber að fagna að menn skynji nýja tíma.

kv.Guðrún María.


mbl.is Bauð Steingrími til fundar um þjóðarsátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband