Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010
Hve lengi ætlum við að horfa andvaralaus á þessa þróun ?
Sunnudagur, 15. ágúst 2010
Ég hef lengi kallað eftir vakningu á þeirri óheillaþróun í einu samfélagi, sem notkun fíkniefna er, einkum og sér í lagi að kerfið sé þess umkomið að taka á þessum málaflokki fastar en verið hefur til þess að kippa einstaklingum úr umferð í meðferð sem er lokuð en ekki opin.
Meðferð þar sem menn geta ekki gengið inn klukkan 1 og út kl.2. og haldið áfram við neyslumynstur sitt, þangað til allt fer í óefni, og aftur fara menn inn og aftur út.... jafnvel sem börn.
Ef allir þeir fjármunir sem nú fara í störf lögreglu, kring um mál þessi, væru nýttir í meðferðarúrræði, þar sem biðlistar skyldu ekki vera til, þá kynni svo að vera að eftirspurnin minnkaði á þessum viðurstyggilega markaði eyðileggingar í fámennu landi.
Til þess þarf verulega samhæfingu félags, heilbrigðis og dómskerfis mun meiri samhæfingu en til staðar er í kerfi þessu í dag.
Jafnframt þarf innri endurskoðun í félags og heilbrigðiskerfi varðandi málaflokkinn.
kv.Guðrún María.
![]() |
Tveir dópaðir á sama bílnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kanski Seðlabankinn hafi sent flöskuskeyti í fjármálaráðuneytið, hver veit !
Sunnudagur, 15. ágúst 2010
Er ekki kominn tími til þess að Seðlabankamenn fari að svara því hvert álit áttu að fara og hvert ekki, hvernig og með hverjum ?
Jafnframt væri ágætt að vita hve oft forsætisráðherra fundar með Seðlabankastjóra , svona til þess að fá yfirsýn yfir sviðið.
Hvað með aðra ráðherra fjármála og viðskipta, fá þeir upplýsingar reglulega, er til skipurit yfir slíkt.... ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Æskilegt að álitin hefðu borist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um daginn og veginn.
Sunnudagur, 15. ágúst 2010
Þetta sumar hefur fyrir mig ekki verið eitthvað frí frá þeim viðfangsefnum við að fást í eigin lifí hvað það varðar að berjast fyrir því að reyna að ná barni mínu út úr viðjum fíkniefna.
Um nokkurn tíma hef ég og Lögreglan verið nær einu samsstarfsaðilar þar að lútandi uns kom loks til ráðlegging lækna um langtímameðferð sem ekki hefur verið í boði fyrr en loksins nú og ég óskaði eftir að fá um staðfestingu á blaði um slíkt sem ég fékk.
Það er hins vegar ekki sopið kálið fyrr en í ausuna er komið og þótt maður sjálfur gangi veg þann sem ganga þarf með erfiðum ákvörðunum s.s sviptingu sjálfræðis til meðferðar í eitt ár og loforðum um pláss í meðferð strax að því loknu, þá má maður meðtaka það að EINU SINNI ENN ER VIÐKOMANDI EINSTAKLINGUR AÐ VIRÐIST AFGANGSSTÆRÐ, þvi þeim hinum sama er gert að bíða, þótt dómur hafi gengið og tíminn telji í því efni að kröfum meðferðaraðila hins opinbera.
Ég efa, að ef þeim er taka þurfa réttarákvarðanir sem slíkar væri, ljóst það atriði að kerfisfyrikomulagið innihéldi ekki endilega framgang þess sem réttarákvörðun sem slík þýddi, myndu dómaniðurstöður ef til vill verða vafamál í ljósi þess.
Hér er því miður um alvarlegt brot að ræða er varðar kröfu heilbrigðisaðila um forsendur meðferðarúrræða hvað varðar skilyrði með tilkomu dómsstóla um sjálfræðissviptingu, þótt meðferð hefjist ekki að því loknu eins og til stóð, og viðkomandi sjúklingur megi áfram bíða ,er aftur framlengir tíma meðferðar hvað varðar forsendu krafna þess efnis um sviptingu sjálfræðis i eitt ár.
Í raun er hver og ein einasta mínúta sem líður frá þvi að svipting sjálfræðis eins einstaklings sem kröfu um meðferð sem sá hinn sami ekki fær, og átti að vera til staðar, tími sem skrifa skal á kostnað þess hins sama í raun.
Nægilegt verkefni er það fyrir mig sem eitt foreldri barns, þar sem faðir er farinn yfir móðuna miklu að taka ákvarðanir um það sem þarf, þótt ekki þurfi einnig til að koma, að berjast fyrir framkvæmd þeirri sem dómssniðurstöður kveða á um í kerfisfyrirkomulagi og framkvæmd mála.
kv.Guðrún María.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ríkið hagnast af sölu tóbaks sem nemur 8,2 milljörðum, og er rúmlega 19% aukning milli ára.
Sunnudagur, 15. ágúst 2010
HVAÐ ER EÐLILEGT VIÐ ÞAÐ AÐ HIÐ OPINBERA auki álögur á þá sem enn eru háðir notkun tóbaks, til innkomu í ríkissjóð á tímum sem þeim er þjóðin má upplifa við kaupmáttarskerðingu launa á vinnumarkaði ?
Getur það verið að þessi hópur þjóðfélagsþegna megi gjöra svo vel að fyrirframofgreiða skatta án þess að fá í staðinn þjónustu sem þvi nemur í samfélaginu, þótt þessi hópur hverfi yfirleitt fyrr af sjónarsviði jarðlífsins vegna tóbaksnotkunarinnar eftir skatta og gjaldagreiðslur allra handa alls staðar, hinu opinbera til handa er viðhefur einnig áróður gegn þessum hópi neytenda löglegrar söluvöru hins opinbera í landinu ?
ER ekki kominn tími til þess að draga þetta fram ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Rekstrarkostnaður ÁTVR sami og 2007 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Auðvitað átti fjármálaráðherra að vita um slíkan vafa frá Seðlabankanum.
Laugardagur, 14. ágúst 2010
Það verður ekki hjá því komist að ríkisstjórnin í heild gefi nánari skýringar á því hvers vegna í ósköpunum menn koma nú af fjöllum hver um annan þveran eftir að vitneskja er til staðar um álit um ólögmæti gengislána frá Seðlabanka, fyrir dóm Hæstarréttar.
Raunin er sú að stjórnarandstaða þráspurði um mál þessi í þinginu.
kv.Guðrún María.
![]() |
Lét Gylfi Steingrím vita? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þjóðstjórn til valda á Íslandi.
Laugardagur, 14. ágúst 2010
Við Íslendingar getum staðið í lappirnar ef við stöndum saman, en sundraðir föllum vér, svo mikið er víst.
Forsenda samstöðu sem slíkrar var Þjóðstjórn eins og Davíð Oddsson lagði til á sínum tíma, og menn máttu hlusta á, því það var ráð sem byggðist á framsýni í þeim aðstæðum er voru uppi í einu þjóðfélagi.
Viðfangsefni þau sem íslenskt samfélag þarf við að fást eru nægileg nú um stundir til þess að þjappa saman stjórnmálaflokkum við stjórnvölinn um tíma.
Veik og ósamstæð ríkisstjórn með nauman stjórnarmeirihluta í hinum ýmsu málum mun ekki valda því verkefni sem er að koma þjóðarskútunni upp úr þeim öldudal hruns fjármálakerfis í einu landi.
Þjóðstjórn mun skapa þá nauðsynlegu sátt sem þarf til að taka á málum hér á landi og slíkt fyrirkomulag mun einnig verða lærdómur á sviði stjórnmála hér á landi, hollur lærdómur um samvinnu er þörf krefur.
kv.Guðrún María.
Ætlar Samfylkingin að þvo hendur sínar eins og ekkert sé .... ?
Föstudagur, 13. ágúst 2010
Raunin er sú að hvers konar upplýsingaleysi frá Seðlabanka er heyrir undir forsætisráðuneytið einnig verður ekki einungis skrifað á viðskiptaráðuneytið.
Klaufaskapurinn í viðskiptaráðuneytinu varðandi mál þetta er mikill en breytir þvi ekki að ábyrgð forsætisráðuneytis á eftirgöngu um upplýsingar sem slíkar skyldi er fyrir hendi.
Ábyrgð Samfylkingarinnar sem forystuflokks í ríkisstjórn varðandi það atriði að velja ráðherra utanþings skyldi til haga haldið í þessu efni og ef meint afglöp viðskiptaráðherrans falla ekki sem ábyrgð til handa þeim er réðu hann í ríkisstjórn, þá er tilgangur þess að velja utanþingsráðherra sem fagaðila, fyrir bí ellegar hin faglegu vinnubrögð, gagnrýni undirorpin.
Fyrst og síðast skrifast slíkt á verkstjórn einnar ríkisstjórnar og þeirra flokka sem þar ráða ferð.
Vonandi verður sagan ekki sú að utanþingsráðherrum verði fórnað á altari framgangs og ímyndar einstakra flokka heldur muni þeir dæmast af verkum sínum, hvers eðlis sem eru og meðtaka mistök ellegar ekki mistök, eftir efnum og ástæðum hverju sinni.
kv.Guðrún María.
![]() |
Gylfi og Jóhanna töluðu saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hafnfirðingar, við vinnum leikinn.
Föstudagur, 13. ágúst 2010
Óhjákvæmilega hrekkur maður í gírinn, þegar heimabærinn á í hlut, og auðvitað vinnum við Hafnfirðingar þennan leik, engin spurning, en einu sinni bjó ég hins vegar vestur á Nesi, þar sem KR, átti sér marga aðdáendur og sonur minn sem patti æfði körfubolta með KR, einmitt á uppgangstímum fótboltaliðsins þáverandi.
Það verður gaman að upplifa, einn bikarinn enn hingað í Hafnarfjörð, í knattspyrnunni, en eitt er vist, betra liðið sigrar.
kv.Guðrún María.
![]() |
KR vann FH í æsispennandi leik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hver er þessi ónafngreindi heimildamaður ríkisstjórnarinnar, í frétt AFP ?
Föstudagur, 13. ágúst 2010
Nú veltur á því að fjölmiðlar leiti eftir upplýsingum hjá hverjum einum og einasta ráðherra ríkisstjórnarinnar, varðandi upplýsingar um mál þetta sem okkur Íslendingum er ekki kunnugt um að öðru leyti.
Við viljum ekki annað pukurtilstand um þessi mál, takk fyrir.
kv.Guðrún María.
![]() |
Icesave-viðræður á næstu vikum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
AFNEMA þarf lagaskyldu um greiðslu í lífeyrissjóði, sem notaðir eru í markaðsbrask.
Föstudagur, 13. ágúst 2010
Það er verulega andstætt lýðræðisvitund hvers einasta manns að sá hinn sami sé skyldaður með lagasetningu að greiða iðgjöld í sjóði sem aðrir taka ákvarðanir um að nota og nýta í hitt og þetta fjárfestingarævintýri á torgi markaðsbrasks í einu samfélagi, en geta síðan skert greiðslur til sjóðfélaga ef tap verður af ákvarðanatöku um fjárfestingamarkaðsbraskið.
Hér er um miðaldalýðræði að ræða, gjörsamlega fáránlegt skipulag úr öllu korti við hvers konar lýðræðislega þróun og með ólíkindum að slíkt skuli vera raunin í dag, í boði kjörinna fulltrúa er starfa á Alþingi.
Það atriði að stjórnir verkalýðsfélaga skipi i stjórnir lífeyrissjóða er sama miðaldafyrirbæri lýðræðisleysis sem menn hafa engu áorkað í að breyta, undir formerkjum þess að samjamma sig hinu ónýta skipulagi og styggja ekki verkalýðshreyfinguna sem er þó, nú orðið meiriháttar þáttakandi í markaðsbraski í einu þjóðfélagi sem er fjarri tilgangi og markmiðum þeim er hreyfing þessi var upphaflega stofnuð til.
Sökum þess hefur launum verið haldið niðri á vinnumarkaði því hagsmunaárekstrar þess að vinna að hagsmunum launþega annars vegar og hagsmunum fyrirtækja hins vegar sem fjárfestar í atvinnulífi gegnum lífeyrissjóði hafa skarast.
Í krafti þessarar stöðu sinnar hefur verkalýðshreyfing þóst hafa umboð til þess að gera sáttmála og handabandayfirlýsingar allra handa við hin ýmsu stjórnvöld á hverjum tíma sem lagalegt umboð þeirra tekur allsendis ekki til.
Breytinga er þörf, hið fyrsta í þessu efni.
kv.Guðrún María.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)