Það hefði tekið mig um það bil, 20 ár að vinna fyrir árslaunum fyrrum forstjóra.

Hið yfirgengilega loftbóluþjóðfélag launaupphæða skýjum ofar, meira að segja í fyrirtækjum í eigu almennings í landinu, hefur verið og er enn eitthvað sem gengur illa eða ekki upp til lengdar, það getur hver heilvita maður sagt sér.

Ég hef starfað undir starfsheitinu skólaliði nú rúman áratug, í einum af grunnskólum landsins, þar sem meðaltalsárstekjur gegnum hið meinta góðæri voru um það bil ein og hálf milljón á ári, á sama tíma og fyrri forstjóri Orkuveitu var með þrjátíu milljónir á ári í tekjur, sem aftur þýðir það að það hefi tekið mig um það bil tvo áratugi að vinna fyrir upphæð sem nemur einum árstekjum, annars starfsmanns hins opinbera hér á landi.

Ef til vill kynni svo að vera að þarna mætti finnast
minni mismunur, eða hvað ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekki upplýst um kostnað við starfslok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband