Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Tilkynningarskylda barnaverndarlaga gildir um alla opinbera starfsmenn og er ofar þagnarskyldu.

Það er alveg sama hvaða opinber starfsmaður kann að verða áskynja um eitthvað er mögulega getur brotið á velferð barna, þeim hinum sama er skylt að tilkynna slíkt, til þess bærra aðila innan kerfisins.

Að öðru leyti eru viðkomandi bundnir þagnarskyldu um málefni einstaklinga sem er hluti af starfinu.

Skiptir þar engu máli hvort viðkomandi er lögreglumaður, læknir, eða prestur, hjúkrunarfræðingur, eða sjúkraliði, kennari eða skólaliði, eða starfar á einhverjum þeim vettvangi að hafa aðkomu að málefnum barna.

Öllum þeim aðilum á að vera gjörkunnugt um það að þeir starfi undir barnaverndarlögum hér að lútandi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Velferð barnsins hefur forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um daginn og veginn.

Fór að heimsækja son minn á Landspítalann í dag, og mátti þakka fyrir að fá bílastæði, því planið var fullt af bílum.

Hann hélt mikla rökræðu yfir móður sinni, og sagði það mikla vitleysu að reyna að þvinga í meðferð, það gengi aldrei, og benti mér á AA prógrammið í þvi efni, og það eina sem gerðist væri að hann yrði að grænmeti að hanga þarna inni, við að gera ekki neitt.

Ég reyndi að ræða um það möguleikar þess að verða að grænmeti væru fyrir hendi ef viðkomandi héldi áfram neyslu vímuefna í áraraðir, án þess að eitthvað væri að gert til að sporna við síkri þróun.

Ég sagði honum að ég gerði allt sem í mínu valdi stæði til þess óska eftir því að hann kæmist í það meðferðarpláss er LSH, hafði tjáð að væri til staðar, eftir formlega aðgerð sem fólst í sjálfræðissviptingu sem var forsenda þessa eina meðferðarúrræðis sem til var honum til handa.

Það er hins vegar að verða mánuður síðan að dómur var kveðinn upp um sjálfræðissviptingu þessa, og óviðunandi með öllu af hálfu allra þeirra er bera ábyrgð í þessu efni að mál séu með þessu móti að viðkomandi megi síðan bíða og biða.

Aldrei skyldi slík gjörð ganga fram nema tryggt sé að framhaldið sé fyrir hendi strax að því loknu, og þar telja dagarnir sem brotið er á rétti sonar míns.

 

kv.Guðrún María. 


Hver á þennan páfagauk ?

Þessi fugl flaug inn til mín í kvöld, endilega hafið samband þið sem hafi tapað honum.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hvað með réttindi sjúklinga ?

Þegar ráðlögð meðferð af hálfu fagaðila er starfa á sjúkrahúsinu, inniheldur forsendur sem þýða réttarfarslegan gjörning svo sem sjálfræðissviptingu í eitt ár, þá á viðkomandi sjúklingur rétt á því að sú hin sama meðferð hefjist að lokinni þeim hinum sama lagalega gjörningi.

Er það raunin ?

Svarið er nei, því miður, plássi því sem viðkomandi sjúklingur átti að fara í var ráðstafað á meðan og viðkomandi settur á biðlista, þrátt fyrir ákvörðun um slíkt fyrir dómi þann 5.ágúst sl.

Meðferð sem taka átti ár lengist því eftir því sem dagar líða sjálfkrafa til handa viðkomandi sjúklingi og ekkert er hægt að leggja af mörkum af hálfu kerfisins til þess að viðhalda framhaldi meðferðar sem þó innihélt kröfu um sviptingu sjálfræðis til handa einstaklingi.

Slík ákvarðanataka, að setja sjúkling í bið, hver svo sem ber ábyrgð í þessu efni skyldi ekki vera það sem samhæfð fagleg vinnubrögð eiga að innihalda í ferli mála, með tilliti til mannréttinda og virðingar fyrir einstaklingnum, sem sjúklingi sem og rétti þess hins sama um samfellda meðferð.

kv.Guðrún María.


mbl.is Landspítalinn skilar afgangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða umboð hefur ríkissáttasemjari til að skipa þessa rannsóknarnefnd ?

Mér best vitanlega er það EKKI á verksviði ríkissáttasemjara að skipa rannsóknarnefndir, því fer svo fjarri.

Er ekki ágætt að athuga hvaða ráðuneyti ber ábyrgð á málaflokknum í ljósi ákvarðana sem þessara ?

Eigi einhver að taka ákvarðanir um rannsóknarnefnd sem slika þá eru það launþegar er greiða iðgjöld í sjóðina, sem kosið hafa sér forystu í verkalýðsfélögum er aftur skipa í stjórnir lifeyrissjóða.

Það skyldi þó aldrei vera að verkalýðsfélögin hafi upplýst launþega um þetta fyrirfram með möguleikum um athugasemdir !!!

kv.Guðrún María.


mbl.is Lífeyrissjóðir rannsakaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsti vísir að stjórnlagadómstól ?

Sú er þetta ritar hefur oftsinnis rætt um nauðsyn þess að stofna stjórnlagadómstól hér á landi varðandi handónýta lagagerð sem runnið hefur gegn um þingið of oft.

Meira og minna fer öll lagagerð gegnum ráðuneyti málaflokkanna að einhverju leyti, ellegar kann að koma þaðan að grunni til.

Það atriði að lög standist skoðun hvað varðar stjórnarskrá sem og það atriði að stangast ekki á við aðra lagasmíð er kann að varpa tilgangi lagasetningar fyrir róða, skiptir öllu máli.

Til þess að tryggja skýra og skilmerkilega lagasetningu er þjónar tilgangi sínum í þágu borgarana, þar sem hvers konar loðið orðaval er af dagskrá, auðveldar dómstólum störf og eykur virkni eins réttarkerfis.

Ekki veitir af.

kv.Guðrún María.


mbl.is Meðferð stjórnarfrumvarpa endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samhæfing vinnubragða í stjórnsýslunni er þjóðþrifamál.

Það er fagnaðarefni að sjá þetta verkefni komið á koppinn, þ.e að endurmenntun og þjálfun muni eiga sér stað innan stjórnsýslu í ráðuneytunum, og vonandi víðar um stjórnkerfið.

Gildandi stjórnsýslulög eru góð lög en það er ekki nóg að hafa lög ef virkni þeirra er ekki fyrir hendi við framkvæmd mála.

Svo dæmi sé tekið er það ekki nógu góð stjórnsýsla að einstaklingar fái upplýsingar frá hinu opinbera þess efnis að einungis einn aðili viti um eitthvað mál en sá sé í fríi og einstaklingurinn verði að bíða eftir því að hann komi úr fríi, osfrv.......

Þetta heitir skipulagsleysi, því ef hið opinbera hefur opnar skrifstofur til leitunar borgara á ákveðnum málum gagnvart hinu opinbera, þá skyldi viðkomandi skrifstofa vera þess umkomin að svara til um alla málaflokka.

Aðeins eitt dæmi en þau eru því miður fleiri.

Vonandi er hins vegar að menntun og fræðsla skili samhæfingu og betri vinnubrögðum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Starfsmenn ráðuneyta á skólabekk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýríkir, auðjöfrar drukknuðu í frelsi til athafna hér á landi, og utan landssteina.

Var einhver munur á Björgólfi og Jóni Ásgeir í athafnasemi og þá hver ?

Störfuðu þeir ekki í sama umhverfi laga um fjármálaumhverfi hér á landi ?

Var gróði fyrirtækjanna ekki nægur til þess að safna í sjóði í stað fjárfestingar og skuldaaukningar í sífellu, eða töldu mennirnir endalausan vöxt mögulegan ?

Var um offjárfestingar að ræða ?

Komu þeir að kvótakaupum i sjávarútvegi ?

Hvað hafa bankar i eigu ríkisins afskrifað mikið af skuldum þessarra aðila nú þegar ?

Hvað situr eftir af eignum þessara aðila ?

Endalaust mætti áfram spyrja en frelsi til athafna var mikið en hvort fyrirtæki á markaði hafi höndlað það hið sama frelsi undir formerkjum þess að vera í sambandi við sitt samfélag og þróun þess, verður áfram spurning.

kv.Guðrún María.


mbl.is Byggt á veikustu örmynt veraldar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innilega sammála formanni Lögmannafélagsins.

Mér var það mikið undrunarefni hve yfirdrifsmikil oftúlkun virtist lögð í ummæli lögreglumannsins, og það atriði að færa hann til í starfi vegna þess hins sama var mér einnig jafn mikið undrunarefni.

Fjölmiðlar sem geta einungis sagt fréttir með því að afbaka sannleikann hvers eðlis sem er, ellegar gera sér far um að búa til leiðindi þar sem einn fullyrðir eitthvað út í loftið og næsti kemur næsta dag og mótmælir, enda sem afgangsstærð, svo fremi farvegur heilbrigðrar skynssemi fái notið sín.

kv.Guðrún María.


mbl.is Segir ofstæki ráða ferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólítískur áherslumunur varðandi kattaeftirlit !

Getur það verið að kattamálið í Árborg endurspegli pólítískan áherslumun millum
flokka, annars vegar Samfylkingar og hins vegar Sjálfstæðisflokksins, þar sem sá fyrrnefndi vildi hafa ketti í bandi, en hinn vill frelsa þá úr slíkri ánauð ?

Spyr sá sem ekki veit, en það skal viðurkennt að þessi ákvörðun þ.e að binda ketti, er einhver sú furðulegasta sem komið hefur fyrir sjónir manna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Kettir verði ekki bundnir í Árborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband