Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010
Verkefni umhverfisráðherra að smíða reglugerð, eða hvað ?
Miðvikudagur, 25. ágúst 2010
Svo virðist vera að það sé á gráu svæði hver ber ábyrgð á því sjá til þess að ekki hljótist umhverfismengun af slíkum reka á fjörur landsins.
Ef til vill hefur viðkomandi Heilbrigðiseftirlit landssvæða eitthvað með málið að gera, skal ekki um segja en hvers konar mengun af völdum þessa getur verið mikil.
Vonandi sjá menn til þess að kveða skýrt á um ábyrgð í þessu efni, og ef setja þarf slíkt inn í reglugerð þá ætti það að vera framkvæmanlegt.
kv.Guðrún María.
Margir skoða skepnuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hafðu þökk fyrir sr.Halldór.
Miðvikudagur, 25. ágúst 2010
Það skiptir vissulega máli að biðjast afsökunar á því sem menn viðurkenna að aflaga hafi farið, hvers eðlis sem er.
Frumkvæði sr. Halldórs í þessu efni ber að fagna því sannarlega eykur það aftur virðingu í garð kirkjunnar manna.
kv.Guðrún María.
Afsökunarbeiðni kirkjuráðsmanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
" Minn tími mun koma... "
Þriðjudagur, 24. ágúst 2010
Ég efa það að Jóhönnu Sigurðardóttur hafi órað fyrir þvi á sínum tíma er hún lét hin fleygu ummæli falla, " minn tími mun koma... " að sá tími sem hún var valin í forystu síns flokks yrði tími sem hún sem forsætisráðherra sæti með Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, á annarri öxlinni við stjórnvöl landsins, í sífelldu basli við að smala vinstri grænum köttum saman til þess að viðhalda stjórnarsamstarfi, fyrstu vinstri stjórnar í landinu um langan tíma.
Ég efa það jafnframt að óskastaða Jóhönnu sé sú að þurfa sem formaður flokks síns að ganga með flokksmarkmiðin um aðild að Evrópusambandinu, gegnum Alþingi sem forsætisráðherra, en hún lenti í þvi að verða kosin formaður flokksins eftir þáttöku flokksins í fyrri ríkissjórn fyrir hrunið.
Þáttöku þar sem fyrrum formaður og formaður samstarfsflokksins mættust í þotuflugi yfir Atlantshafinu, á ferðalögum um heiminn þveran og endilangan áður en allt hrundi.
Umfjöllun Time, um Jóhönnu sem helsta kvenþjóðarleiðtoga heims, er hennar tími á sviðinu sem hún sagði jú að , myndi koma.
kv.Guðrún María.
Jóhanna meðal helstu kvenleiðtoga heims | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Merki loftlagsbreytinga, eru löngu komin.
Þriðjudagur, 24. ágúst 2010
Í mínum huga eru merki loftslagsbreytinga löngu komin til sögu en hægt og sígandi sjáum við öfgar í veðurfarinu af ýmsum toga um víða veröld.
Hér á landi hefur mátt sjá þess ýmis merki, undanfarin ár ekki hvað síst hér sunnanlands, þar sem til dæmis hlý norðanátt að vetri til er eitthvað sem mér hefur fundist eitt að þvi óvenjulega í veðurfarinu.
Miklar sveiflur í hitastigi, á mjög stuttum tíma er einnig eitthvað sem færst hefur i vöxt að mínu viti.
Minni samfelldur úrkomutími sunnanlands, þ.e. það rignir ekki nokkra daga heldur hluta úr degi eða einn dag, en svo búið.
Aftur á móti lengri samfelldur tími þurrka og sólardaga, eins og undanfarin sumur hafa verið á syðri hluta landsins.
Man ekki meira í bili, en breytingar í veðurfari finnst mér hafa verið vel sýnilegar, til handa þeim er vilja sjá.
kv.Guðrún María.
Tilviljun eða merki loftslagsbreytinga? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Og enn er stærðarhagkvæmnisþráhyggjan á ferð.
Þriðjudagur, 24. ágúst 2010
Fækkun og stækkun heilsugæslustöðva mun sennilega kosta meira fjármagn en það að stuðla að því að fleiri smærri verði sú þróun sem stjórnvöld stefna að.
Það atriði að fara að búa til alls konar viðbyggingar ellegar breyta húsnæði hér og þar til þess að stækka einingar sem fyrir eru mun kosta meira en að fjölga einingum með samningum við lækna um rekstur slíkra eininga víðar.
kv.Guðrún María.
Vilja fækka heilsugæslustöðvum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þróunarstofa heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu, ný stofnun....
Þriðjudagur, 24. ágúst 2010
Mér er alveg óskiljanlegt að til hafi þurft að koma ný stofnun Þróunarstofa heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu og af öllum tímum núna, til viðbótar við Landlæknisembætti og Lýðheilsustofnun.
Hvað næst ?
kv.Guðrún María.
Heilsugæslan til sveitarfélaganna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
" Guð gefi mér æðruleysi.... "
Mánudagur, 23. ágúst 2010
" til þess að sætta mig við það sem fæ ekki breytt,
kjark til þess að breyta því sem ég get breytt,
og vit til þess að greina þar á milli. "
Æðruleysisbænin er afskaplega hollur vísdómur fyrir alla og á vel við í þessum deilum presta um þagnarskylduna og frávik frá henni.
Það er nefnilega notkun á viti til þess að greina á milli í aðstæðum hinum ýmsu sem menn hafa iðkað um áranna raðir og munu án efa iðka áfram.
Ég treysti fulltrúum þjóðkirkjunnar í prestastétt upp til hópa vel til þess að geta greint á milli þess hvar skal " þegja " og hvar þarf að segja frá.
Þetta er góð hugleiðing hjá prestinum og ég vona að menn standi vörð um Þjóðkirkjuna sem heild, því við þurfum á því að halda nú um stundir.
kv.Guðrún María.
Prestar eiga að kunna að þegja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Upp með lopapeysurnar.
Mánudagur, 23. ágúst 2010
Það er óvenjusnögg veðurumskipti núna, og allt fram til þessa hefur verið svo heitt að utanyfirflíkur hafa verið nær óþarfar í allt sumar.
Það er hins vegar um að gera að draga fram lopapeysurnar, og klæða af sér kuldaviðbrigðin en síðasta vetur mætti segja mér að Íslandsmet hafi verið slegið í prjóni á lopapeysum sem aldrei fyrr gengu í endurnýjun lífdaga.
Íslenska ullin stendur fyrir sínu, og vonandi verður áframhald á nýtingu hennar svo mest sem verða má, manninum til handa.
kv.Guðrún María.
Varað við hvössum vindstrengjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Og hvað fæst upp í kröfurnar ?
Mánudagur, 23. ágúst 2010
Mjög fróðlegt verður að vita hvað mun koma út úr þessum málaferlum varðandi kröfur á hendur stjórnendum gamla Landsbankans.
Það atriði að hægt verði að sækja 250 milljarða kröfur sem segir í fréttinni að hafi verið búið að reikna út í 11 málum, finnst mér einhvern veginn fjarstæðukennt, en það mun tíminn leiða í ljós.
kv.Guðrún María.
Styttist í skaðabótamál slitastjórnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flugeldasýningaþjóðfélagið Ísland.
Sunnudagur, 22. ágúst 2010
Það er þá komið í ljós að sá sem kostaði þessa blessaða flugeldasýngu fyrir flugeldaþyrsta landsmenn voru þeir sjálfir.
Með öðrum orðum sýningin var i boði skattgreiðenda, gegnum ríkisbankana, sem eignast hafa markaðsfyrirtækin sem flytja til fjármagn til björgunarsveitanna til þess að þeir geti bjargað fólki eftir að hafa skotið upp rakettum til þess arna.
Mylluhúsið við Myllulækinn kemur einhverra hluta vegna upp í hugann, nú sem endranær við ýmislegt það sem við Íslendingar tökum okkur fyrir hendur.
Ég hef aldrei skilið það hvers vegna björgunarsveitum þessa lands er ekki tryggður tekjustofn við fjárlagagerð á ári hverju að einhverju marki, þannig að flugeldasala þeirra hinna sömu sé og verði aukaatriði í rekstri þessarra mikilvægu starfssemi sjálfboðaliðasamtaka í landinu en ekki aðaltekjulind.
Hver og ein einasta flugeldasýning er mengun og reglugerð í gildi nú orðið þess efnis að menn megi ekki kveikja í bálkesti nema að fá til þess leyfi frá sýslumönnum þessa lands.
Áramótaflugeldagleði Íslendinga jaðrar við ég veit ekki hvað, á stundum og oft dettur mér í hug að sprengigleðin sem þar er á ferð sé einhvers konar útrás fyrir ýmislegt það sem menn láta annars yfir sig ganga af misviturlegum stjórnvaldsathöfnum sem skattagaleiðuþrælar á þjóðarskútunni eða þá að þeir hinir sömu hafi grætt svo mikið að þeir þurfi að kveikja í aurunum með einhverju sýnilegu móti er heitir hávaði.
En auðvitað er gaman að horfa saman á flugeldasýningar, það skal viðurkennt.
kv.Guðrún María.
Flugeldar lýstu upp sundin blá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |