Merki loftlagsbreytinga, eru löngu komin.

Í mínum huga eru merki loftslagsbreytinga löngu komin til sögu en hægt og sígandi sjáum við öfgar í veðurfarinu af ýmsum toga um víða veröld.

Hér á landi hefur mátt sjá þess ýmis merki, undanfarin ár ekki hvað síst hér sunnanlands, þar sem til dæmis hlý norðanátt að vetri til er eitthvað sem mér hefur fundist eitt að þvi óvenjulega í veðurfarinu.

Miklar sveiflur í hitastigi, á mjög stuttum tíma er einnig eitthvað sem færst hefur i vöxt að mínu viti.

Minni samfelldur úrkomutími sunnanlands, þ.e. það rignir ekki nokkra daga heldur hluta úr degi eða einn dag, en svo búið.

Aftur á móti lengri samfelldur tími þurrka og sólardaga, eins og undanfarin sumur hafa verið á syðri hluta landsins.

Man ekki meira í bili, en breytingar í veðurfari finnst mér hafa verið vel sýnilegar, til handa þeim er vilja sjá.

kv.Guðrún María.


mbl.is Tilviljun eða merki loftslagsbreytinga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband