Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010
HVERNIG á að sameina félagsmála og heilbrigðisráðuneyti ?
Þriðjudagur, 31. ágúst 2010
Það verður vægast sagt mjög fróðegt að vita hvernig í ósköpunum menn ætla að fara að því að sameina þessi tvö ráðuneyti, einkum og sér í lagi sökum þess að viðkomandi málaflokkar í formi stjórnsýsluákvarðana hafa bitið og bíta skóinn hver af öðrum meira og minna í formi fjármagns og togstreitu um slíkt.
Það er eins gott að mannréttindi einstaklinganna verði ekki undir í slíku.
Í áraraðir hefur fjármagn það sem skortir í heilbrigðismál verið dúkkað af félagsmálaþættinum og öfugt í talnaleikjum hinum ýmsu við fjárlagagerð.
Nú nýlega hefur það komið í ljós með stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar að óviðunandi framkvæmd er til staðar í málefnum fatlaðra, sem hafa verið á verkssviði ríkisins en á að færa yfir til sveitarfélaganna mér best vitanlega.
Krafa skattgreiðenda í þessu landi ætti að vera sú að samstarf aðila allra er heita hið opinbera hvort sem er ríki eða sveitarfélög þjóni þeim lögbundnu skyldum sem í lög hafa verið færð og gilda í landinu.
kv.Guðrún María.
Ákvarðanir liggja ekki fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skipta þarf um forsætisráðherra.
Þriðjudagur, 31. ágúst 2010
Verkstjórn þessarar ríkisstjórnar þarf sannarlega bóta við svo mikið er víst, og fyrsta breytingin ætti að vera að nýr forsætisráðherra.
En auðvitað gerist það ekki, og þar með breytist lítið að mínu viti, og hvers konar uppstokkun í ráðherraliði mun án efa draga dilk á eftir sér, hvers eðlis sem er og veikja þessa stjórn fremur en styrkja, þegar upp er staðið og sameining ráðuneyta mun sennilega kosta meira en það að hafa hlutina eins og þeir eru og reyna að spara með því móti.
Það hefur sagan sýnt okkur.
kv.Guðrún María.
Uppstokkun í ríkisstjórn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þó það nú væri, enda var þjóðin ekki spurð um vilja til aðildarumsóknar.
Mánudagur, 30. ágúst 2010
Hinn stórkostlegi klaufaskapur Samfylkingarmanna þess efnis að véla samstarfsflokkinn til þess að troða í gegn um þingið aðildarumsókn að Esb, er og verður lengi í minnum hafður, sökum þess að lágmarksvirðing við lýðræði var og er að spyrja þjóðina um HVORT fara ætti í viðræður.
Einkum og sér í lagi í ljósi þess að samstarfsflokkur í ríkisstjórn landsins er andsnúinn slíku í sinni stefnuskrá, og þannig ljóst að þingmeirihluti um málið var eitthvað sem þvinga þurfti í gegn í raun, eins heimskulegt og það nú er.
Stjórnarflokkum var í lófa lagið að láta fara fram atkvæðagreiðslu um vilja til þess að sækja um aðild í sveitarstjórnarkosningum sem fram fóru í vor sem leið, en flokksmarkmið Samfylkingarinnar voru sett ofar lýðræðislegri framkvæmd mála um vilja fólksins í landinu, því miður.
Til hvers í ósköpunum ætti Esb að vera að leggja fram fjármuni til meintrar aðildarumsóknar ef ekki er tryggur meirihluti fyrir þeirri hinni sömu ákvarðanatöku sitjandi stjórnvalda í landinu ?
Að sjálfsögðu ætti það að vera fyrsta verk Alþingis að taka fyrir slíka tillögu.
kv.Guðrún María.
Vill afgreiða tillögu um ESB-viðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er kvikmyndagerðin styrkt af Evrópusambandinu ?
Mánudagur, 30. ágúst 2010
Það fyrsta sem mér datt í hug hvort hér væri um að ræða mynd sem ætti að sýna jákvæðan vilja Íslendinga til þáttöku í sambandsríkinu Evrópu.
Í ljósi þess spyr ég, er kvikmyndagerðin styrkt af Evrópusambandinu ?
kv.Guðrún María.
Framtíð vonarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íslenska sauðkindin hefur haldið lífí í þjóðinni gegnum aldirnar.
Mánudagur, 30. ágúst 2010
Það væri mjög fróðlegt að vita hvort magn sauðfjár í landinu nú um stundir annar eftirspurn eftir ull í formi lopa, en hin mikla lopapeysuvakning varð til allt í einu eftir hrunið.
Það er ekki ýkja langt síðan að ull af sauðfé var verðlaus og mátti eins brenna heldur en að selja og sú er þetta ritar átti varla til orð í eigu sinni yfir því hinu sama hvað varðar sóun verðmæta í því sambandi.
Landbúnaðarstefnan er sér kapítuli út af fyrir sig og stærðarhagkvæmniseinstefnuhyggjan sem tröllréð húsum og flokkaði sundur sauðfjárrækt og kúabúskap þarf skoðunar við, með tilliti til landnýtingar sem opinberu fjármagni hefur áður verið varið í að rækta með styrkjum þar að lútandi.
Það vill gleymast að sauðkindin skilur eftir sig náttúrulegan áburð þar sem hún fer yfir, en það atriði að kenna ágangi sauðfjár um hitt og þetta hefur verið viðtekin venja um áraraðir, meðan hross hafa ef til valdið meiri ágangi en sauðkindinni hefur mögulega verið mögulegt að valda með yfirferð.
kv.Guðrún María.
Meira fólk en fé í réttunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Í Mylluhúsinu við Myllulækinn.....
Sunnudagur, 29. ágúst 2010
Væri ekki nær fyrir Samkeppniseftirlitið svokallaða að reyna að stuðla að því að flytja inn vindmyllur til raforkuframleiðslu í stað málamyndasjónleiks um skoðun mála í þessu efni ?
Man reyndar ekki eftir frumkvæði þessarar stofnunar að nokkru einasta máli fyrr en nú, en það kann að vera að farið hafi framhjá mér.
kv.Guðrún María.
Samkeppniseftirlitið skoðar hækkanir OR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mæltu manna heilastur Sigurður Líndal.
Sunnudagur, 29. ágúst 2010
Það er rétt að engin þörf er á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, því hún stendur nefnilega alveg fyrir sínu utan þess að setja þarf inn viðbætur um þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ég tel það vægast sagt hæpinn grundvöll að ætla að reyna að setja stjórnlagaþing til þess endurskoða stjórnarskrána nú um stundir í ákveðnu tómarúmi ringulreiðar á stjórnmálasviðinu, þar sem Pétur og Páll eiga að koma að slíku héðan og þaðan.
Í mínum huga er hér því miður um að ræða ákveðna sýndarmennsku undir formerkjum málamyndalýðræðisvæðingar sem stjórnvöld þykjast vilja viðhafa.
Raunin er sú að stjórnarskrárbreytingar þurfa eigi að síður að fara gegnum þjóðþing réttkjörinna fulltrúa á þingi hverju sinni, og gegnum fleiri en eitt þing.
Því til viðbótar er það allt að því fáránlegt að slíkt sé á dagskrá samhliða aðildarviðræðum um inngöngu í Evrópusambandið en sambandið hefur jú smíðað sérstaka stjórnarskrá er gilda skal fyrir öll aðildarríki.
Ekki væri úr vegi að fara að spyrja forkólfa stjórnarflokksins, sem fer með völdin og vill ganga inn í samband þetta um tilgang þess að setja stjórnlagaþing á sama tíma og umsókn að Esb er í gangi.
kv.Guðrún María.
Engin þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stórskemmtilegt, vonandi upphafið að fleiri slíkum viðburðum hér heima.
Sunnudagur, 29. ágúst 2010
Auðvitað gat hinn ofvirki Eyjapeyji ekki setið auðum höndum einn dag, en afskaplega ánægjulegt er að sjá að hægt sé að virkja þingsamvinnuna þverpólítiskt með þessu móti.
Ef til vill er hér upphaf að fleiri slíkum viðburðum.
Alveg sé ég fyrir mér heilu þingnefndirnar sem kæmu í sjálfboðavinnu af og til og klára hin og þessi verkefni sem þarf að gera í hinum ýmsu sveitarfélögum kring um landið.
kv.Guðrún María.
Þingmenn máluðu húsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hefur utanríkisráðherra lýst þessari skoðun sinni í Brussel ?
Sunnudagur, 29. ágúst 2010
Var ráðherrann að tala um að beiting hryðjuverkalaganna hefði átt að koma til skoðunar innan Evrópusambandsins, í ljósi þáttöku okkar í EES, samstarfinu ?
Nei, hann færir málið á grundvöll Nato og varnarsamstarfsins þar sem sá hinn sami setur beitingu hryðjuverkalaganna, í búning árásar af efnahagslegum toga, þar sem skilja má að sá hinn sami telji eða hafi talið að Nato ætti að bregðast við.
Í ljósi þessa hlýtur utanríkisráðherra að hafa sent erindi á vettvang Sameinuðu þjóðanna þessa efnis, eða hvað ?
kv.Guðrún María.
Efnahagsleg árás af hálfu Breta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gæðavottun sjávarafla, og ferli fiskveiða.
Fimmtudagur, 26. ágúst 2010
Framtíð matvælaiðnaðar veltur á rekjanleika, og sá hinn sami rekjanleiki þarf að vera gæðavottað ferli framleiðslunnar, frá upphafi til enda.
Það er því mikilvægt að eftirlit með slíku sé til staðar og stöðugt á öllum tímum.
Vonandi gengur mönnum vel að upplýsa um þá hina sömu þætti hér á landi.
kv.Guðrún María.
Af öngli og alla leið út úr verslun vestra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |