Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Misskipting auðs í einu samfélagi er mannanna verk.

Í hinu meinta markaðssamfélagi þar sem arðsemiskröfur fyrirtækja voru skýjum ofar gátu fyrirtækin auðvitað ekki greitt launakostnað sem nokkru næmi og vinnuafl sem ekki hafði starfsreynslu á vinnumarkaði og hægt var að greiða byrjunarlaun kallað til starfa umvörpum, ellegar vinnuálag tvöfaldað á þá sem hærri laun höfðu.

Hið opinbera dansaði þar vangadans við markaðsfyrirtækin, í þessu efni sem aldrei fyrr á kostnað launafólks í landinu sem engan hafði málsvara því verkalýðsfélögin höfðu nefnilega orðið hagsmuna að gæta með fjárfestingum lífeyrissjóðanna í markaðsfyrirtækjunum, þar sem það að standa vörð um verðtryggingunna varð aldrei mikilvægara til þess að hafa óbreytt ástand áfram í stórvitlausu hagkerfi misskiptingar auðs hér á landi.

Getur einhver ímyndað sér að þegar ríkið hefur fengið lífeyrissjóði til fjárfestinga í opinberum framkvæmdum eins og raunin er, muni hægt verða að tryggja verðtryggingu launa með öðru en að stofna nýja verkalýðshreyfingu sem þjóni hinum upphaflega tilgangi hagsmunavörslu um kaupmátt launa á vinnumarkaði ?

spyr sá sem ekki veit.

kv.Guðrún María.


mbl.is Reynt að ná langtímasamningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Læknar þurfa að aðlaga sig niðurskurði hins opinbera eins og aðrir.

Svo vill til að menn eru í mismunandi aðstöðu varðandi kröfur um starfsumhverfi hvers konar og ég tel að læknastéttin hafi að hluta til ráðið all miklu um þá hina sömu skipan mála, hingað til, hér á landi í krafti stöðu sinnar.

Þegar skóinn kreppir og aðhald hvers konar er aldrei mikilvægara þá hlýtur að verða að gera þá kröfu til lækna eins og annarra að þeir hinir sömu taki þátt í slíku eins og aðrir, innan ákveðinna marka vissulega.

kv.Guðrún María.


mbl.is Færri vilja í læknastöðurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir sitja í þessari nefnd sem telur 100 % eigu erlendra aðila í orkufyrirtæki, í lagi ?

Ég gat ekki fundið hverjir eru nefndarmenn í þessari nefnd en það skal viðurkennt að mér kemur það verulega á óvart að heimilt sé að erlendir aðilar eigi nær hundrað prósent í innlendu orkufyrirtæki, þegar heimild til eignaraðildar erlendra aðila í sjávarútvegi fer ekki yfir helming að mig minnir.

Veit einhver hverjir sitja í nefnd þessari ?

kv.Guðrún Maria.


mbl.is Má eiga 98,5% hlut í HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lúðvík Geirsson er maður að meiri, að skynja sitt samfélag.

Ég vil þakka Lúðvík fyrir störf hans í þágu mins bæjarfélags, og góð samskipti við hann sem bæjarstjóra.

Ég tel að hann sé maður að meiri að skynja sitt samfélag, varðandi andstöðu við innkomu hans sem bæjarstjóra og setu á framboðslista án þess að ná kjöri.

kv.Guðrún María.


mbl.is Lúðvík hættir í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þýðir " ný nálgun " við fiskveiðistjórn ?

Ef ég þekki rétt þá er þetta orðaval sem þarna er sett fram sennilega ekki flóknara en það að útgerðarmenn sem hætt höfðu að mæta á fundi svokallaðrar sáttanefndar, koma aftur á fundina.

Með orðum orðum nálgast ríkisstjórnina á ný, á fundum.

Sem síðan þýðir mal og mast uns menn rekast á sker tilraunar til breytinga fyrr en síðar á slíkum fundum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Lögðu til „nýja nálgun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar munu fórna meiri hagsmunum fyrir minni, við inngang í Evrópusambandið.

Það er allt rétt sem kemur fram hjá Nigel Farege í þessu efni og það taldi ég mig hafa komist að fyrir fimmtán árum er ég kynnti mér, þróun þessa sambands og sjávarútvegsstefnu gagnvart aðildarríkjum.

Fullveldisafsal yfir fiskimiðunum er forsenda inngöngu, tímabundnar undanþágur eru það eina sem býðst, flóknara er og verður það ekki.

Sökum þess er þar með fórnað meiri hagsmunum fyrir minni af hálfu okkar Íslendinga, eðli máls samkvæmt og sökum þess ætti hver einasti starfandi stjórnmálaflokkur í landinu að hafa þá vitneskju innbyrðis, þjóðarhagsmunum til handa um lengri og skemmri tíma.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekki ganga í ESB!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagsmunir allra hlutaðeigandi.

Því fyrr því betra sem hægt verður að koma flotbryggju sem viðbót við þessar framkvæmdir í Bakkafjöru og gott að fá yfirumsjón með slíu frá vönum mönnum í Eyjum því ekki er sama hvernig að hlutum er staðið.

Það eru hagsmunir allra að hægt verði að komast milli lands og Eyja með nauðsynlegri umgjörð þar að lútandi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilja flotbryggju í Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

" Gamli Jón í Gvendarhúsi, gekk þar fyrstur inn..... "

Það liggur við að maður fái fiðring í tærnar, til að fara undir Fjöllin, en ég býst við því að Árni Johnsen ætli að fagna goslokum á Fimmvörðuhálsi með Eyfellingum um helgina, því enn hafa vísindamenn ekki treyst sér til þess að lýsa yfir goslokum í Jöklinum.

Einhvers staðar heyrði ég að jökullinn myndi láta á sér kræla þann 17, á afmælisdaginn minn, en man ekki lengur hvar, ég heyrði það eða las.

Það er hins vegar nauðsynlegt að koma saman og hafa gaman og sannarlega á Árni þakkir skildar fyrir það atriði að efna það við Fjallamenn.

kv.Guðrún María.


mbl.is Goslokaknall undir Fjöllunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gera önnur sveitarfélög í þessu efni ?

Því ber að fagna að Reykjavíkurborg skuli taka ákvörðun sem slíka, en hvað með önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni, munu þau fylgja fordæmi Reykjavíkur ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Samþykkt að veita 15.000 kr. sumarstyrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkalýðshreyfingin og ríkisstjórnin svari fyrir meinta fénýtingu lífeyrissjóða í opinberar framkvæmdir í landinu.

Sé það svo að sitjandi stjórnvöld telji sig hafa nægileg ítök í verkalýðshreyfingu þessa lands sem skipar að sjálfdæmi í stjórnir lífeyrissjóða, til þess að fá sjóðina til þess að fjármagna verkefni sem eru hins opinbera en ekki sjóðfélaga á vinnumarkaði, þá er illa komið.

Það er og hefur verið óviðunandi fyrirkomulag í verkalýðshreyfingu þessa lands að þeir hinir sömu skipi í stjórnir sjóða þessara svo ekki sé minnst á innkomu vinnuveitenda sem aldrei skyldi verið hafa.

Afdalafyrirkomulag verkalýðsmála í anda lýðræðisleysis miðalda sem Alþingi hefur enn ekki verið þess umkomið að endurskoða, i við skipan í stjórnir lifeyrissjóða af stjórnum félaga.

Aldrei nokkurn tíma var það tilgangur með þessari sjóðasöfnun að viðkomandi sjóðir gætu tekið þátt í markaðsbraski til ávöxtunar en vitað mál var að önnur varð raunin því miður, og tap sjóðanna og skerðingar eru þjófnaður af launþegum ekkert annað, og mér er til efs að alþingismenn hafi áttað sig á því hvað 10 prósent heimild til skerðinga þýddi á sínum tíma fyrir þá er njóta greiðslna úr sjóðum þessum varðandi arðsemisrekstur sjóðastarfsseminnar.

Það er að æra óstöðugan að nú skuli ríkið hlaupa til eftir hinar gífurlegu skattahækkanir þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr og svo mikið sem ræða um það að lífeyrissjóðir koma að fjármögnun opinberra verkefna.

Min skoðun er sú að hvorki samgönguráðherra né aðrir forkólfar þessarar ríkisstjórnar hafi leyfi til þess að koma nálægt þeim fjármunum sem innheimt eru lögum samkvæmt af launþegum í formi iðgjalda í lífeyrissjóði, frekar en stjórnarmenn sjóðanna hafi leyfi til þess að semja við hið opinbera um þáttöku í framkvæmdum hins opinbera nokkurs konar.

kv.Guðrún María.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband