Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
Passar illa við meðalhófsreglu stjórnsýslulaga, sem og barnavernd.
Miðvikudagur, 14. júlí 2010
Fyrir það fyrsta hefði ég talið að Barnaverndarstofu hefði verið skylt að víkja forstöðumanni frá og setja inn aðila til þess að klára meðferð þeirra sem þarna dvöldu, vegna meintra ásakana um eitthvað.
Börnin áttu ekki að þurfa að yfirgefa meðferðina að mínu viti, aldrei, og slikt væri álíka og það að fjarlægja sjúklinga vegna meintra ásakana á hendur læknum, eða börn úr skólum vegna kvartana á kennara.
Þetta er því sérkennileg niðurstaða miðað við það sem komið hefur fram í máli þessu.
kv.Guðrún María.
![]() |
Barnaverndaryfirvöld fóru að lögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samfylkingin gerir ekki greinarmun á eigu erlendra og innlendra aðila i orkufyrirtækjum.
Þriðjudagur, 13. júlí 2010
Þá vitum við það, formaður iðnaðarnefndar hefur tjáð sig fyrir sinn flokk Samfylkinguna, varðandi það atriði að flokknum er alveg sama þótt erlendir aðilar eignist orkufyritækin í meirihlutaeigu.
Hvað næst ?
Kemur samstarfsflokkurinn til með að lýsa því hinu sama yfir ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Íslensk lög einungis útskýrð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvers konar markaðsbrask er ríkisstjórn landsins tilbúin til þess að samþykkja ?
Þriðjudagur, 13. júlí 2010
Getur það verið að fyrirtækið hafi ekki lotið úttekt af hálfu opinberra aðila hér á landi varðandi það að vera með fjármuni til greiðslu, er gengið var frá sölu ?
Á hvaða vegferð eru stjórnvöld í landinu ?
Eru vinstri flokkarnir virkilega tilbúnir til þess að setja orkufyritækin í markaðsbrask sem þetta þar sem nú á að bjóða út tæpa fimm milljarða að virðist af hálfu kaupanda til einhverra og einhverra hér og þar um víða veröld ?
Er ekki kominn tími til þess að menn fari að vinna heimavinnuna ögn betur en verið hefur til þessa ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Magma í 40 milljóna dala hlutafjárútboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hafa hinir stjórnmálaflokkarnir í landinu enga skoðun á þessu máli ?
Þriðjudagur, 13. júlí 2010
Hvað vilja starfandi stjórnmálaflokkar í landinu leyfa erlendum fyrirtækjum að hafa mikla eignaraðild í orkufyrirtækjum ?
ER það ásættanlegt að fjárfestar úti í heimi eignist þau að fullu ?
Síðan hvenær ?
Ég skora á fjölmiðla að leita uppi formenn flokkanna og fá skoðun þeirra á því hinu sama, alla sem einn, eins og skot.
kv.Guðrún María.
![]() |
Íhugar að kæra málið til ESA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ekki nógu vinsælt að vera á móti brennivíninu.
Mánudagur, 12. júlí 2010
Það er mikið til í því að stefnuleysi ríki í þessum málum, ekki hvað síst þegar kemur að auglýsingum á gráu svæði.
Einnig er það vægast sagt sérkennilegt að ríkisfjölmiðlarnir skuli helstu ferðalangar á hinu gráa svæði í þessu efni.
Auðvitað hefur ríkisstjórnin ekki haft tíma til þess að móta sér stefnu í áfengismálum svo mikið hefur verið að gera við annað,,,,, eða hvað ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Stefnulaus stjórnvöld í áfengismálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Loksins komst ég undir Fjöllin mín fögru.
Mánudagur, 12. júlí 2010
Það var sérstakt að fara loks austur undir Eyjafjöll hafandi verið vakandi og sofandi yfir þeim ógnarkröftum sem eldur úr iðrum jarðar hefur ausið yfir ættjörðina úr fjarlægð og nálægð við ættingja er dvalist hafa heima fyrir austan.
Mér kom það að vissu leyti á óvart hve mjög gróður á svarta svæðinu sunnan þjóðvegar hefur náð sér á strik eftir þessar hamfarir en ofan vegar er hins vegar ekki sömu sögu að segja, og hver kilómeter í nálægð við fjallið skiptir máli i þessu sambandi.
Ég átti þess kost að komast nokkra klukkutíma á goslokaknallið í Fossbúð í Skógum, þar sem ég hitti ættingja og vini undir Fjöllunum, en þar varð fjölmennt er líða tók undir miðnótt.
Aldrei hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir að sjá Þórð Tómasson í Skógum sitja og spila á langspil í Skógum að sumri, á hátíð til að fagna slíku tilefni sem raun bar vitni, hvað þá Ómar, Guðna og Árna saman við slíkt upp i Skógum.
Árni Johnsen á hins vegar heiður skilið fyrir að koma þessu knalli á koppinn og það hefðu fáir áorkað nema hann, en ekki má gleyma því að kvenfélagskonur undir Fjöllunum voru þær konur sem einnig stóðu vaktina, konur sem staðið hafa vaktina gegnum ógnir eldsumbrotanna fram og til baka.
Hafi þær heiður og þökk sem og allir sem stóðu að samvinnu að létta líf Eyfellinga þetta sumar.
kv.Guðrún María.
Á hann ekkert í Magma Energi ?
Mánudagur, 12. júlí 2010
Veit ekki af hverju sú tilfinning hefur aftur og aftur komið upp hjá mér að bak við Magma Energi standi menn sem tileinkað hafi sér skúffufyrirtækjastarfssemi þá sem hægt var að komast upp með millum landamæra um viða veröld og græða um tíma á umsýslubraskinu.
kv.Guðrún Maria.
![]() |
Jón Ásgeir metur eignir sínar á 240 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þvílíkur kattaþvottur, samþykkir ráðherra iðnaðarmála, 98,5 % eigu erlendra aðila í orkufyrirtæki , eða ekki ?
Mánudagur, 12. júlí 2010
Samþykkir iðnaðarráðherra þetta hlutfall eignaraðildar eða ekki ?
Hvað með ríkisstjórnina í heild er sú hin sama tilbúin til þess að samþykkja það að slíkt sé á ferð, eða ætlar hún að skýla sér bak við ákvörðun nefndar sem tók ákvörðun í málinu, líkt og venja hefur verið alla jafna ?
Hverjir eru eigendur Magma, hvenær hefur það komið fram ?
Það mætti gera þá lágmarkskröfu að ráðuneyti iðnaðarmála stæði fyrir upplýsingu um eigendur þessa fyrirtækis og dreifingu eignarhalds, í stað yfirlýsinga sem slíkra sem líta má hér og er greinilegur flótti og kattaþvottur.
Mig rekur hins vegar minni til þess er Össur Skarphéðinsson ferðaðist um langveg á sínum tíma i tíð fyrrverandi ríkisstjórnar um hálfan hnöttinn varðandi orkumál, er Geysir Green ævintýrið bar hvað hæst.
kv.Guðrún María.
![]() |
Leiðbeindu ekki eigendum um stofnun félags |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laun á vinnumarkaði, skattar og fátækt.
Laugardagur, 10. júlí 2010
Getur það verið að samningsaðilar á vinnumarkaði semji um laun fyrir fulla vinnu til handa einstaklingum sem lenda undir lágmarksframfærsluviðmiðum sveitarfélaga eftir greiðslu tekjuskatts þeirra hinna sömu ?
Svarið er þvi miður já og það er ekkert nýtt, og kom ekki til sögu eftir hrunið hér á landi, heldur var slíkt viðvarandi ástand í hinu meinta " góðæri " einnig.
Viðmið bóta almannatrygginga hafa tekið mið af lægstu töxtum á vinnumarkaði og þvi er það svo að hvoru tveggja hópar láglaunafólks og öryrkja sem og aldraðra hafa verið jafnsettir að hluta til, hvað fátæktargildrur varðar.
Alveg sama hve mjög og hve mikið menn reiknuðu og reiknuðu, aldrei gátu þeir fundið út þær fátæktargildrur sem láglaunastefna sem og skattaka á allt of lág laun ásköpuðu í einu þjóðfélagi.
Kerfi almannatrygginga og sú löggjöf sem þar er á ferð er stagbætt og allt of flókin frumskógur sem enn þarf að endurskoða sökum mismununar ýmis konar, meðal annars millum sjúkleika fólks, hvað varðar tegund sjúkdóma.
Skattkerfisbreytingar hvers konar hafa ekki leiðrétt frystingu skattleysismarka sem kom til sögu á sínum tíma og bitnaði á láglaunafólki, þar sem kaupmáttur launa var frystur, með tilheyrandi tekjutapi og almennri fátækt
þar sem aukaútgjöld frá mánuði til mánaðar voru ekki inni í myndinni.
Voanandi skilar nýtilkomin áhugi hins opinbera hjá ríki og sveitarfélögum, á því að greina fátæktina, þeim hinum sömu einhverjum meiri raunveruleika í útreikningum en verið hefur gegnum árin þar sem forsendan þ.e láglaunastefnan í landinu og of háir skattar eru upphaf og endir vandamála þessara.
kv.Guðrún María.
Fyrirmyndarframtak, Nítjándu.
Laugardagur, 10. júlí 2010
Þetta framtak er til fyrirmyndar hjá þessu fyrirtæki, og ber vott um samfélagsvitund fyrir aðstæðum í einu samfélagi.
Hjartans þakkir.
kv.Guðrún María.
![]() |
Ókeypis súpa og brauð á mánudögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |