Misskipting auðs í einu samfélagi er mannanna verk.

Í hinu meinta markaðssamfélagi þar sem arðsemiskröfur fyrirtækja voru skýjum ofar gátu fyrirtækin auðvitað ekki greitt launakostnað sem nokkru næmi og vinnuafl sem ekki hafði starfsreynslu á vinnumarkaði og hægt var að greiða byrjunarlaun kallað til starfa umvörpum, ellegar vinnuálag tvöfaldað á þá sem hærri laun höfðu.

Hið opinbera dansaði þar vangadans við markaðsfyrirtækin, í þessu efni sem aldrei fyrr á kostnað launafólks í landinu sem engan hafði málsvara því verkalýðsfélögin höfðu nefnilega orðið hagsmuna að gæta með fjárfestingum lífeyrissjóðanna í markaðsfyrirtækjunum, þar sem það að standa vörð um verðtryggingunna varð aldrei mikilvægara til þess að hafa óbreytt ástand áfram í stórvitlausu hagkerfi misskiptingar auðs hér á landi.

Getur einhver ímyndað sér að þegar ríkið hefur fengið lífeyrissjóði til fjárfestinga í opinberum framkvæmdum eins og raunin er, muni hægt verða að tryggja verðtryggingu launa með öðru en að stofna nýja verkalýðshreyfingu sem þjóni hinum upphaflega tilgangi hagsmunavörslu um kaupmátt launa á vinnumarkaði ?

spyr sá sem ekki veit.

kv.Guðrún María.


mbl.is Reynt að ná langtímasamningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband