Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

EIGA launþegar á vinnumarkaði að tvíborga samgönguframkvæmdir í landinu ?

Hver gaf lífeyrissjóðunum leyfi til þess að fjármagna framkvæmdir hins opinbera sem launþegar hafa nú þegar greitt sín gjöld til með sköttum ?

" Sjálfbær samgönguverkefni " alltaf batna umbúðirnar utan um innihaldið.

Hafa sjóðfélagar verið spurðir ?

Ekki mér best vitanlega, frekar en um það atriði hvort vinnuveitendur kæmu inn í stjórnir sjóðanna á sínum tíma sem var og er furðulegt en frá þeim tíma hefur launum verið haldið niðri í landinu meira og minna.

Verkalýðshreyfing þessa lands er ónýt, flóknara er það ekki.

kv.Guðrún María.


mbl.is Framkvæmdir fyrir 30 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnaverndin er til þess að bjarga börnum frá " hörðum heimi " er það ekki ?

Án efa breytist þróun mála eitthvað millum ára varðandi erfiði hins opinbera í barnaverndarmálum eins og öðru, en barnavernd er til þess að bjarga börnum frá hinum " harða heimi " og undir það hið sama hljóta fulltrúar að vera búnir.

Skortur á úrræðum varðandi málefni barna er hins vegar mikill löstur á kerfinu, þar sem biðlistar eftir úrræðum barna í vímuefnavanda hafa verið viðvarandi vandamál í áraraðir mér best vitanlega.

Stuðlar í Reykjavík, þar sem börn eru vistuð í neyðarvistun í slíkum málum hefur verið eitt úrræði á öllu höfuðborgarsvæðinu, meðan fólksfjöldi hefur vaxið ég veit ekki hvað mikið frá þeim er það hið sama úrræði komst á fót.

Ekkert slíkt úrræði er til í Kópavogi eða Hafnarfirði.

Hér er um að ræða fádæma virðingarleysi við vandamál sem þessi og meira mætti heyra frá fulltrúum barnaverndar um framþróun einhvers konar í málaflokknum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Barnaverndin harður heimur og harðnandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi er ekki um vanmat að ræða af hálfu sveitarfélaga á kostnaði.

Sporin hræða varðandi tilfærslu grunnskólanna á sínum tíma varðandi það atriði að nægilegt fjármagn fylgi verkefnum sem þessum.

Vonandi gegnur þetta verkefni vel.

kv.Guðrún María.


mbl.is Málefni fatlaðra til sveitarfélaganna 1. janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búsáhaldabylting gegn vinstri stjórn í landinu.

Það voru mistök að senda út þessi tilmæli og ekki hafa ráðherrar ríkisstjórnar haft mikið fyrir því að tjá sig síðustu daga, og ræða málin við almenning í landinu.

Fundur efnahags og viðskiptanefndar leiddi í ljós að menn virðast ekki einu sinni hafa fundað með lykilstofnunum, þótt ekki væri svo mikið sem til þess að samræma aðgerðir.

Reiði almennings er skiljanleg, svo mikið er vist.

kv.Guðrún María.


mbl.is Áfram mótmælt í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óviðunandi vinnubrögð, að framkvæmdir tefjist vegna kærumála.

Þetta mál er alveg týpiskt fyrir okkar stjórnkerfi.

Það hlýtur að vera eðlilegt að verk sem þetta sé boðið út nægilega snemma til þess að innihalda nauðsynlegan tíma í kærur og kvartanir um útboðsmál, ellegar kærumeðferðum sé hægt að flýta til þess að verk þurfi ekki að tefjast.

kv.Guðrún María.


mbl.is Breikkun Suðurlandsvegar seinkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER það ekki verkefni stjórnvalda að funda með lykilstofnunum ?

Það verður að teljast vægast sagt furðulegt að sitjandi stjórnvöld skuli ekki nú þegar hafa fundað með lykilstofnunum, varðandi dóminn um gengislánin.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem maður fær á tilfinninguna að stjórnleysi ríki í landinu, þegar mest á reynir um viðbrögð stjórnvaldsaðila.

Framsóknarmenn eiga heiður skilið fyrir að fá fund með nefndinni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Alls óviðbúnir gengislánadómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vitundin fyrir siðgæði.

Það segir í hinni helgu bók Biblíunni að það þurfi sterk bein til að þola góða tíma.

Við getum ekki keypt okkur hamingju enn sem komið er því enn verður slíkt á valdi mannsins að áskapa sér það hið sama í formi virðingar og trausts, hvers eðlis sem er.

Við getum ekki barist fyrir réttlátu samfélagi öllum til handa nema að taka þátt í þvi í orðum og gerðum af eigin rammleik, eða hvað ?

Margur verður af aurum api segir máltækið og víst er það að magn peninga getur villt manninum sýn á það sem skiptir máli í lifi og tilveru okkar.

Ásókn mannins í veraldleg auðæfi, mælir ekki hamingju endilega með sama móti.

Sannleikurinn mun gera yður frjálsan, segir hin helga bók einnig og það er rétt því sannleikurinn er forsenda kærleika og virðingar manna á milli.

Ef vitundin um mörk hvers konar er á reiki um hvað skal og hvað skal ekki, er illa komið þar sem einstaklingshyggja og frumskógarlögmál kunna að ráða ríkjum, og almenn vitund manna um sanngirni og réttlæti víkur fyrir þjónkun við stundarhagsmuni hvers konar.

Maðurinn hefur gegnum tíðina verið þess umkominn að finna almenn mörk vitundar um siðgæði sem ágætt er að skilgreina og færa upp á samtíma hverju sinni, til leiðbeiningar fram í tímann.

Hvers konar kerfi mannsins og skipulag allt skyldi taka mið af slíku, sem ætti að birtast gegnum kjörna fulltrúa þjóðar á þingi hverju sinni.

kv.Guðrún María.


Menntun haldist í hendur við þörf hvers þjóðfélags.

Menntun er vissulega af hinu góða svo fremi hvert og eitt þjóðfélag hafi þörf fyrir þá hina sömu menntun og i upphafi skyldi endir skoða í því sambandi.

Það getur ekki verið af hinu góða að telja fólki trú og byggja upp væntingar þess efnis að langskólanám skili svo og svo miklu í formi tekna, þegar menn standa frammi fyrir því að endurskipuleggja heilu þjóðfélögin eftir hrun.

Mín skoðun er sú að eitt þjóðfélag eigi ekki að niðurgreiða menntun nema að þörfum hins sama samfélags sem er mælanleg eining.

Ég lít svo á að skoða þurfi verulega hversu vel er búið að grunnmenntun hvers einstaklings, í formi fjármagns þar að lútandi, og hversu miklu fjármagni er varið í framhaldsmenntun af skattfé.

kv.Guðrún María.


mbl.is Stefnir í mikið atvinnuleysi meðal menntamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um daginn og veginn.

Ennþá hefur mér ekki auðnast það að fara austur undir Eyjafjöll á heimaslóðir eftir eldsumbrotin þar ýmissa hluta vegna.

Alltaf er hugurinn hins vegar " heima " í frelsi náttúrunnar, þar sem Hrossagaukurinn spilar vorið og sumarið út í gegn, og Tjaldurinn tiplar um túnin, Krían gargar af og til, og Kjóinn skellir sér niður í bardagaham til að verja afkvæmin og yfirráðasvæðið.

Brimið suðar við ströndina, sem blandast saman við jarm lamba sem flækst hafa of langt frá ánum. Nautpeningur og hross á beit í haganum.

Ilmandi angan af nýslegnum túnum.

Sveitarómantík sem ég elska.

Friður og ró sem fangar hugann, og endurnærir hverja taug líkamans.

kv.Guðrún María.


Sumarfrí í fyllerí.

Hef oft velt því fyrir mér hve mjög frítími landans litast af því að Bakkus fer með í ferðalagið, en endalaust fréttaefni af ölvun hér og þar telur í tugum frétta, ekki hvað síst er menn setjast undir stýri ökutækja og eru teknir við slíkt athæfi.

Lögreglan hefur staðið sig vel í því efni.

Það er hins vegar, spurning hve mjög menn njóta náttúrunnar, ef ráð og ræna eru afstæð hugtök í ferðalaginu í heild.

Veldur hver á heldur.

kv.Guðrún María.


mbl.is Rykaðir undir stýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband