Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
Ekki er öll vitleysan eins, heldur aðeins mismunandi.
Föstudagur, 16. júlí 2010
Séu ekki til æfingasvæði til þess að kenna akstur þar sem ökutækið skrikar til, þá er það væntanlega til litils að setja slíkt inn í reglugerð.
Það er hins vegar ekki í fyrsta skipti og sennilega ekki það síðasta sem stórundarlegar reglugerðarbreytingar eiga sér stað.
kv.Guðrún María.
Skylt að hljóta þjálfun með skrikvagni fyrir útgáfu bráðabirgðaskírteinis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vilja Íslendingar tilheyra " þjóðríkinu Evrópubandalaginu " ?
Föstudagur, 16. júlí 2010
Hafi menn enn ekki áttað sig á því hvers konar stjórnarskrárhugmyndir í formi Lissabonsáttmálans eru, þá ætti þessa frétt að upplýsa nægilega mikið um slíkt.
Það atriði að einn maður tali fyrir ríki Evrópu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna útrýmir möguleikum þess að hver þjóð geti talað sínu máli á þeim hinum sama vettvangi, og vegur að tilgangi þess hins sama.
Hugmyndir manna um samsafnað vald hefur náð og náði nýjum hæðum með stjórnarskrárhugmyndum þessum, sem að mínu viti eru til þess fallnar að rífa upp með rótum lýðræðislega þróun og sjálfstæði hvers þjóðríkis.
Við skyldum ekki gleyma því að þessi þróun innan Evrópubandalagsins kom til sögu fyrir hrun alþjóðlegra markaða í heiminum.
kv.Guðrún María.
ESB fái stöðu á við ríki innan SÞ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nefndarformanninum kom ekkert við hvort stjórnarsamstarf væri í hættu.
Föstudagur, 16. júlí 2010
Hér kemur það berlega í ljós hvernig taktík eitt stykki stjórnmálaflokkur beitir í þessu tilviki Samfylkingin en formaður nefndarinnar kom úr þeim hinum sama flokki.
Fyrir það fyrsta kom nefndarformanni það ekki við hvort stjórnarsamstarf væri í hættu eða ekki í hættu varðandi verkefni þessarar nefndar.
Í annan stað er formaður vanhæfur sem formaður ef sá hinn sami reynir að hafa áhrif á það hvernig aðrir nefndarmenn greiða atkvæði um mál.
Það er því mjög gott að fá það fram í dagsljósið hvers konar " lýðræði " er um að ræða í vinnu nefnda, hvað þá fagleg vinnubrögð.
kv.Guðrún María.
Sagði stjórnarsamstarfið í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er gott að sjá þetta bráðnauðsynlega verk í gangi.
Föstudagur, 16. júlí 2010
Fátt er mikilvægara en fyrirhyggja svo fremi mögulegt sé að koma henni í gagnið í tíma.
Það er ljóst að árfarvegirnir eru fullir af eðju og það var skringilegt að fara upp með Svaðbælisánni nú á dögunum, því manni fannst vatnið í ánni vera hærra en vegurinn við hliðina.
Vonandi er að mönnum gangi vel við þetta verkefni og því verði lokið áður en vatnavextir koma til sögu.
kv.Guðrún María.
Opnaðir farvegir fyrir eðjuna af Eyjafjallajökli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað þarf ríkisstjórn landsins að gera ?
Fimmtudagur, 15. júlí 2010
Það þarf að taka til í hverju horni hins opinbera stjórnkerfis og skera niður allra handa nefndir og ráð, sem og stofnanir sem við höfum ekki efni á að reka nú um stundir, hvort sem okkur líkar betur eða ver.
Verkefni sem slík þarf að færa eins og skot undir valdssvið ráðuneyta.
Skoða þarf grunnþjónustuþætti samfélagsins og auka við þar sem þarf, en skera í burtu hvers konar umframþjónustu sem hægt er að vera án um tíma.
Hið opinbera getur ekki lagt álögur á almenning og fyrirtæki í landinu án þess að taka til í eigin ranni áður, og þar þarf að taka til.
Við þurfum hvorki Jafnréttisstofu eða Barnaverndarstofu, heldur duga aðilar á hverju stjórnsýslusviði fyrir sig sem og ráðuneyti til ákvarðanatöku.
Við þurfum heldur ekki Fjölmiðlastofu, þvi fer svo fjarri.
Við þurfum ekki nema hluta af því ofureftirlitsstjórnsýslubákni sem hér er til staðar á hinum ýmsu sviðum, hvort sem um er að ræða sjávarútveg, landbúnað, iðnað, lýðheilsu, svo ekki sé minnst á menntun.
Vinna þarf að þvi að sameina fjármálastofnanir í landinu, við höfum ekkert að gera með það að hafa hér þrjá banka.
Afnema þarf verðtryggingu fjárskuldbindinga og endurskoða lög um starfssemi verkalýðsfélaga í landinu með tilliti til núverandi fyrirkomulags sjóðasöfnunar og aðkomu vinnuveitanda að frjálsum verkalýðsfélögum launamanna.
Það er óásættanlegt að verkalýðshreyfing þessa lands sé rekin sem fyrirtæki með gífurlegan launakostnað með lögbundinni innheimtu af launafólki, þar sem iðgjöld í lífeyrissjóði hafa verið notuð og nýtt sem áhættufjármagn í markaðsbrask fyrirtækja í landinu. Slíkt gengur gegn því lögbundna hlutverki sem tilgangur sjóðasöfnunar þessarar er.
Þetta þarf að gera áður en stjórnvöld svo mikið sem ræða um það að hækka frekar skatta á hinn vinnandi mann í landinu undir þeim kringumstæðum sem uppi eru í íslensku efnahagslífi.
Að öðrum kosti hafa stjórnvöld lýst yfir stríði við almenning í landinu.
kv.Guðrún María.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Endurskoðun laga, er afar algeng saga.
Fimmtudagur, 15. júlí 2010
Lagafrumskógurinn íslenski er sérstakur kapituli út af fyrir sig, og það atriði að ráðuneyti rjúki til að hefja undirbúning að lagabreytingum þegar almenningi hefur blöskrað nægilega mikið, hvernig framkvæmd laga virkar, er einnig séríslenskt fyrirbæri.
Auðvitað á að gera þá kröfu að lagasetning sé vel úr garði gerð í upphafi þannig að meginreglu stjórnsýsluréttar borgaranna sé gætt í hvarvetna, og lýðræðisleg sjónarmið almennrar mannlegrar skynsemi ríki.
Annmarkar lagasetningar eru enn of margir hér á landi þar sem eitt stangast á annað horn og er að finna á mörgum sviðum , því miður, annmarkar sem þarf að endurskoða og færa til betrumbóta og Alþingi þarf að gefa sér tima til þess að fara ofan í lagabálka svið fyrir svið, þing eftir þing, til betrumbóta fyrir land og þjóð, í stað þess að einstök ráðuneyti séu að hlaupa til og laga þegar í algjört óefni er komið.
kv.Guðrún María.
Ætla að breyta lögum um leiðsöguhunda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þarf kanski að skoða nefndaskipan ?
Fimmtudagur, 15. júlí 2010
Það hefði nú kanski verið betra að fá einhverja lögfræðimenntaða aðila í nefnd þessa, eða hvað ?
Einkum og sér í lagi varðandi umfjöllunarefnið og mikilvægi þess.
Skyldu menn læra af reynslunni ?
kv.Guðrún María.
Fjallar um lögfræði: Nefnd án lögfræðinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Aum eru þau rök að við þurfum að ganga í Evrópusambandið til þess að breyta málum innanlands.
Miðvikudagur, 14. júlí 2010
Ég verð alltaf jafn hissa þegar ég heyri þau rök aðildarsinna að Evrópusambandinu að ganga verði þar inn sökum þess að svo og svo mikið sé að í íslensku stjórnkerfi og við getum ekki breytt þvi sjálf.
Þessi röksemdafærsla er hins vegar afar algeng ekki hvað sist varðandi málefni fiskveiðistjórnar í landinu.
Með öðrum orðum þeir sem vilja ganga í Evrópusambandið hafa gefist upp á þvi að búa til betra samfélag á Íslandi af eigin rammleik og vilja leita út fyrir landsteinanna um vald til þess hins sama.
Vald sem stórminnkar áhrif þeirra hinna sömu til þess arna í raun.
Ég veit ekki hvað skal kalla slíkar röksemdir en þær koma illa heim og saman við það atriði að áorka breytingum til bóta af sjálfsdáðum, heldur eru hafðar uppi óskir um að " aðrir " sjái um það hið sama.
Þótt ég sjálf vilji sjá breytingar á núverandi fyrirkomulagi fiskveiðistjórnar í landinu, og slíkar breytingar séu enn ekki komnar til, þá dettur mér ekki í hug að afhenda öðrum þjóðum yfirráð yfir fiskimiðunum til þess að breyta einhverju þar um, sökum þess að ég trúi því að Íslendingar muni sjálfir þess umkomnir að laga kerfi þetta til hagsbóta fyrir þjóðina í heild.
Sama er að segja um önnur mál í okkar samfélagi, við þurfum ekki að sækja vatnið yfir lækinn, og getum sjálf breytt því sem við viljum breyta, hér innanlands, með þáttöku í samfélaginu sem einstaklingar þar sem við viðrum okkar skoðanir innan og utan stjórnmálaflokka með baráttu fyrir nauðsynlegum umbótum.
kv.Guðrún María.
Niðurstaða nefndarinnar í Magma málinu, án vitundar um aðra lagasetningu.
Miðvikudagur, 14. júlí 2010
Því miður er það svo að niðurstaða þessarar nefndar eru vægast sagt stórtíðindi á hinu pólítiska sviði þar sem almenn sátt hefur verið um það auðlindir þjóðarinnar séu í meirihlutaeign Íslendinga, alveg sama hvað þar um ræðir.
Það verður þvi ekki hjá því komist að sjá hvaða ráðherra skipaði þessa nefnd og í hverra hagsmuna sá hinn sami telur sig ganga erinda fyrir.
Ef til vill kemur upp á yfirborðið í þessu máli að helstu öfgafrjálshyggjupostular, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hafa verið samferða að hluta til, við að selja það sem fyrir fé er falt, til meintra skammtímasjónarmiða eins samfélags án hugsunar um framtíðina.
Hvort einhver starfsmaður ráðuneytis hafi beitt sér óeðlilega eða ekki er ekki formanns nefndar þessarar að segja til um.
kv.Guðrún María.
Beittu sér ekki óeðlilega í Magma-máli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Auðvitað var formaður nefndarinnar Samfylkingarmaður og Evrópusinni, hvað annað !
Miðvikudagur, 14. júlí 2010
Þessi niðurstaða þessarar nefndar er eitthvað sem þóknaðist forystuflokki þessarar ríkisstjórnar, þar sem galopna á landið eins og skot, þótt þjóðin muni segja nei við aðild að ESB.
Það er fróðlegt að kíkja á bloggsíðu formanns nefndarinnar þar sem viðhorf til fjárfestinga virðist hafa breyst eftir aðildarumsókn að Evrópusambandinu.
unnurgkr.blog.is
kv.Guðrún María.
Skýrt að aðilar á EES-svæði mega fjárfesta í orkuiðnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |