Vilja Íslendingar tilheyra " þjóðríkinu Evrópubandalaginu " ?

Hafi menn enn ekki áttað sig á því hvers konar stjórnarskrárhugmyndir í formi Lissabonsáttmálans eru, þá ætti þessa frétt að upplýsa nægilega mikið um slíkt.

Það atriði að einn maður tali fyrir ríki Evrópu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna útrýmir möguleikum þess að hver þjóð geti talað sínu máli á þeim hinum sama vettvangi, og vegur að tilgangi þess hins sama.

Hugmyndir manna um samsafnað vald hefur náð og náði nýjum hæðum með stjórnarskrárhugmyndum þessum, sem að mínu viti eru til þess fallnar að rífa upp með rótum lýðræðislega þróun og sjálfstæði hvers þjóðríkis.

Við skyldum ekki gleyma því að þessi þróun innan Evrópubandalagsins kom til sögu fyrir hrun alþjóðlegra markaða í heiminum.

kv.Guðrún María.


mbl.is ESB fái stöðu á við ríki innan SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband