Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
Alveg tilvalið að taka upp þann sið að borða skötu að sumri til.
Miðvikudagur, 21. júlí 2010
Mikið líst mér vel á þetta, enda elska ég skötu í matinn.
Hér er alveg tilvalið tækifæri fyrir matreiðslumeistara þessa lands að taka upp þann sið að reiða fram skötu á Þorláksmessu að sumri.
Sem og landsmenn alla heima fyrir.
kv.Guðrún María.
Fjölmenni á Skötumessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Markaðsrugludallagangur í Evrópusambandinu.
Miðvikudagur, 21. júlí 2010
Markaðsmennskan lætur ekki að sér hæða og ekki er öll vitleysan eins, heldur aðeins mismunandi.
Einkaleyfi aðferðum við ræktun grænmetis, og hvað svo ?
Þarf ekki eftirlitsstofnun við það að framfylgja eftirliti með slíku ?
Það hlýtur að vera, eðli máls samkvæmt ef einhver kynni að slysast til að detta niður á sömu aðferð við ræktunina.
kv.Guðrún María.
Tekist á um tómata og spergilkál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mjög forvitnilegt verður að sjá lagagrundvöllinn.
Miðvikudagur, 21. júlí 2010
Það verður fróðlegt að sjá skýringar Fjármálaeftirlits og Seðlabanka til Umboðsmanns Alþingis varðandi lagagrundvöll tilmæla frá þeim hinum sömu um gengislánin.
Þess er ekki langt að bíða að slíkt komi fram.
kv.Guðrún María.
Umboðsmaður veitir frest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hve margir neytendur, hvað margrir sofandi sauðir, við að sjóða heilann ?
Þriðjudagur, 20. júlí 2010
Ég fagna því ætíð þegar lögregla finnur þá holustarfssemi lögbrjóta, sem ræktun þessara eyðileggingaefna er, fyrir uppvaxandi kynslóð þessa lands.
Eyðileggingar sem á sér ef til vill engin endamörk, þar sem sofandaháttur og andvaraleysi gagnvart vandamálinu sem slíku getur kostað eitt þjóðfélag mikið.
Það er hins vegar ekki nóg að lögreglan sé öllum stundum að finna mannfá við slík verkefni meðan önnur kerfi mannsins sem vinna þurfa úr vandamálum sem slíkum, samhæfa ekki krafta með lögreglunni.
Reglulegur áróður gegn fíkniefnum ætti að heyrast dag eftir dag varðandi umfang vandamálsins og kostnað samfélagsins.
kv.Guðrún María.
Ræktaði kannabis í Hrunamannahreppi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Frjálsar veiðar á úthafsrækju, afar fróðlegt.
Þriðjudagur, 20. júlí 2010
Ekki vissi ég betur en búið væri að þurrausa rækjumiðin hér við land og í ljósi þess er þessi ákvörðun afar sérstök.
Að fiskiskipaflotinn fari að sækja úthafsrækju með tilheyrandi tilkostnaði við slíkt, með óljósum árangri þar að lútandi, sé ég ekki í hendi mér, en kanski hefi ég ekki fylgst nógu vel með í þessu efni þ.e að ástand rækjustofns sé eitthvað betra.
Ein ákvörðun um frelsi til veiða úr einum stofni gefur upp fordæmi um slíkt, og um fordæmi sem slíkt eru deildar meiningar.
kv.Guðrún María.
Útgerðarmenn funduðu með ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hjartanlega sammála Björk Guðmundsdóttur.
Þriðjudagur, 20. júlí 2010
Það er nokkuð ljóst að íslenska þjóðin sættir sig engan veginn við það atriði að skúffufyrirtæki í Svíþjóð með aðsetur annars staðar eignist 98,5% eignarhlut í orkufyrirtækjum.
Þar hljóta allir stjórnmálaflokkar að staldra við og spyrja um staðreyndir mála allra, eða hvað ?
Ætlar ríkisstjórn landsins að láta þetta hafa sinn gang eins og ekkert sé ?
kv.Guðrún María.
Björk: Rannsóknarnefnd um Magma málið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mér þykir vænt um Ómar Ragnarsson.
Sunnudagur, 18. júlí 2010
Óhjákvæmilega er Ómar hluti af lífinu, ekki hvað síst sem skemmtikraftur gegnum tíð og tíma, sem létt hefur mörgum landsmönnum lífið einungis með skemmtilegum húmor.
Hann hefur einnig sýnt okkur landið með einstökum myndum úr flugferðum sínum ekki hvað síst úr óbyggðum lands og kring um náttúruhamfarir þar sem hann er sérfræðingur orðinn.
Ég met hann meira sem afburðamann allra hluta og einstakan lífskúnster, en baráttumann gegn virkjunum vatnsfalla þar sem ég get ekki alveg tekið undir allt það sem þar hefur verið á ferð, þótt ég sé afskaplega hlynnt sjálfbærni og nýtingu eins samfélags á þann veg.
Þar hefur nefnilega skort á gagnrýni á aðalatvinnuvegina, landbúnað og sjávarútveg hvað sjálfbærni varðar með of mikilli einblýni á virkjanir og vatnsföll einungis sem hluta af slíkri þróun.
Ef ég sjálf á þúsund krónur aflögu eftir skatta næstu mánaðarmót, þá myndi ég eigi að síður vilja styrkja hann um slíka upphæð, fyrir það hver hann er.
kv.Guðrún María.
Ómar Ragnarsson fær milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sannleikurinn mun gera yður frjálsan....
Sunnudagur, 18. júlí 2010
Hvarvetna í voru mannlega lífi er það svo að notkun sannleikans, er forsenda þess að sanngirni og heiðarleiki eigi sér stað manna millum og til verði traust.
Við erum það sem við erum hvort sem við erum rík eða fátæk, fræg eða óþekkt, fyrirtæki eða einstaklingar.
Veldur hver á heldur segir máltækið, en notkun sannleikans hefur farið hallandi í voru samfélagi sama hvert augað eygir, því miður.
Yfirsýn manna yfir eigin gjörðir hvort sem um er að ræða lagasetningu sem ramma frá hinu háa Alþingi og framkvæmdina í útfærslu, ellegar einstaklingshyggjuna þess efnis að komast kring um lögin sjálfum sér til handa án hugsunar um samfélag í heild, hefur verið á reiki.
Meðan lagasetning er þannig úr garði gjörð að hægt sé að viðhafa gerninga sem misbjóða siðferðisvitundinni, og það rúmast innan ramma laga þá er ekki við þá að sakast sem nýttu sér aðstæður sem slikar nema að hluta til, því lagasmiðirnir skyldu hafa skoðað málið frá upphafi til enda.
Sama máli gildir um samskipti manna, setjir þú ekki ramma fyrir þau hin sömu samskipti, þar sem forsenda trausts er byggð á sannleikanum, þá er hús samskiptanna byggt á sandi.
Orð Biblíunnar þess efnis að sannleikurinn geri yður frjálsan, frá því smæsta upp í það stærsta, eru og verða um aldur og æfi hyggindi okkur til handa, til uppbyggingar um heilbrigt samfélag.
kv.Guðrún María.
Brú milli lands og Eyja.
Laugardagur, 17. júlí 2010
Sem barni austur undir Eyjafjöllum, þótt mér agalegt að geta ekki komist þegar ég vildi til elsku ömmu til Eyja, og fannst það sjálfsagt að byggð yrði brú frá Landeyjum og út.
En það var nú ekki i kortinu í þá daga og vissulega mátti vel við una þá tíma því Douglas flugvélar flugu að mig minnir einu sinni í viku frá Skógasandi til Eyja og síðar var flug á Bakka í Landeyjar mikil samgöngubót.
Hvers konar hugmyndir manna um byggingu hafnar við Suðurströndina s.s við Dyrhólaey, komust aldrei á koppinn en þróun og framfarir við mannvirkjagerð hvers konar umbreyttust með árunum, og Landeyjahöfn varð að veruleika á teikniborðinu.
Siglingaleiðin er stutt til Eyja úr Landeyjum en sandrif og brim við útfall ánna á þessu svæði er mikið og sjálf vildi ég séð hafa höfnina austar í skjóli fjallanna, en við verðum að trúa viti mannanna sem reiknað hafa út að þetta sé allt í lagi og vonandi gengur allt á besta veginn sem mögulegur er.
Stytting sjóleiðarinnar er stórt skref fyrir Eyjamenn og þá sem búa uppi á landi ekki hvað síst Rangæinga sem munu án efa njóta návistar við Vestmannaeyjar í ríkara mæli.
Megi Guðsblessun fylgja siglingu Herjólfs frá Vestmannaeyjum í Landeyjahöfn.
kv.Guðrún María.
Herjólfur í Landeyjahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hagsmunabarátta vinnandi fólks í landinu.
Föstudagur, 16. júlí 2010
Það er ánægjulegt að sjá félög standa saman í kjarabaráttu, og svo mikið er víst að þessar starfsstéttir sem alla daga árið um kring standa vakt um okkur sem lifum í þessu þjóðfélagi eiga það skilið að þeirra álag sé virt til launa.
Einnig er það spurning um að viðhalda stigi gæða í þjónustu við borgarana, að virða álag til launa í þeim hinum sömu störfum.
kv.Guðrún María.
Lýsa yfir stuðningi við baráttu LSOS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |