Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Misræmið í dómum milli dómstiga.

Því miður hefur það verið svo í okkar dómskerfi að oftar en ekki er niðurstaða í Héraðsdómi eitthvað sem æðra dómstig Hæstiréttur breytir og stundum eru mál dæmd frá Hæstarétti niður á rannsóknarstig í undirrétti, þ.e. málsmeðferð er þá ekki nægileg að virðist hafa verið ellegar skortir á nauðsynleg grundvallaratriði til málsmeðferðarinnar.

Sú er þetta ritar var á sínum tíma i réttindabaráttu fyrir hópi fólks sem voru sjúklingar er töldu sig hafa lent í læknamistökum og máttu þurfa að feta sinn veg gegnum dómsstóla með sín mál áður en réttarbætur litu dagsins ljós.

Dæmi voru um að slík mál gætu tekið rúman áratug áður en lokaniðurstaða í Hæstarétti leit dagsins ljós og mál ferðast upp og niður aftur þann tíma.

Mín skoðun er sú að oft skorti á skýrleika við lagasetingu og frágang laga, en hins vegar er það of mikill tími að eitt mál ferðist áratug milli dómstiga, þótt flókin mál séu tafsamari.

Tími málsmeðferðar skiptir eigi að síður máli sem og það atriði að samræmi finnist millum dómsstiga, varðandi réttarfar í einu landi.

Grunnvinna í þessu sambandi felst í vandaðri vinnu við setningu laga.

kv.Guðrún María.


mbl.is Furða sig á gengisdómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandamál Samfylkingarinnar sem prófessorinn nefnir ekki.

Aldrei þessu vant er ég óvanalega sammála prófessornum, um ýmislegt, en hins vegar skortir skýringar á vandamálum beggja ríkisstjórnarflokka, einnig Samfylkingarinnar.

Aðalvandamál Samfylkingarinnar sem flokks er það að engin stefnumál nema Evrópusambandsaðild, eru á hreinu.

Þannig hefur flokkurinn farið gegnum kosningar eftir kosningar án þess að vita hvort hann er með eða á móti kvótakerfinu, með eða á móti íslenskum landbúnaði, með eða á móti virkjunum, með eða á móti verðtryggingunni, með eða á móti gegndarlausri markaðsvæðingu, og með eða á móti handónýtri verkalýðshreyfingu þessa lands.

Ef eitthvað er þá hefur Samfylkingin spilað sig hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn í öfgamarkaðshyggju með einstefnu á Brussel.

Flokkurinn vill komast hjá því að þurfa að taka ákvarðanir um innanlandsmál sem heitið geti og telur að sá hinn sami geti einungis einblýnt á aðild að Evrópusambandinu og geti verið skoðanalaus.

Sökum þess er flokkurinn illa eða ekki stjórntækur til þess að sitja við stjórnvölinn í ríkisstjórn landsins, því miður.

kv.Guðrún María.


mbl.is Stjórnin óttast kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú eru góð ráð dýr hjá VG, ekki nóg að gaspra og gala, heldur láta verkin tala.

Margur sjónleikurinn hefur litið dagsins ljós hjá þessari ríkisstjórn, en nú eru góð ráð dýr, málstaður VG, varðandi umhverfismál er í uppnámi, en áður hafði Evrópusambandsandstaða flokksins verið sett í salt, fyrir setu í stjórninni, með Samfylkingunni.

Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með framvindu valdataflsins varðandi þetta mál, þ.e. , hvort Magma málið verður saltað í stútfulla tunnu hugsjóna flokksins, sem farið hafa fyrir lítið í þessari ríkisstjórn.

kemur í ljós.

kv.Guðrún María.


mbl.is Gæti ógnað ríkisstjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landeyjahöfn var hönnuð fyrir minna skip en Herjólf.

Það eru snillingar sem stjórna Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi, því rými fyrir skipið í höfninni er ekki mikið.

Vegna sparnaðar var mér best vitanlega, ákveðið að fresta því að kaupa nýja ferju, og nota gamla stóra Herjólf í nýju höfninni, en höfnin er hönnuð fyrir minna skip.

Hér er bylting í samgöngum og sannarlega eiga Eyjamenn það skilið, sem og aðrir landsmenn.

kv.Guðrún María.


mbl.is Stútfullt í Herjólfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mörg voru sporin í Seljavallalaugina.

Það var ævintýri að hafa Seljavallalaugina til þess að fara og synda í og njóta sem paradísar í hlíðum Eyjafjallajökuls, í uppvextinum undir Fjöllunum.

Margar voru ferðirnar á þennan stað hjá þeirri er þetta ritar en það skal viðurkennt að eftir að ég las mér til um að jökullinn væri eldfjall þá læddist oft sú hugsun að, hvað myndi gerast ef jökullinn færi að gjósa.

Ekki datt manni það nú hins vegar í hug eftir þvi sem árin liðu að maður sjálfur ætti eftir að upplifa það atriði að sjá slíkt gerast.

Eigi að síður hefur það orðið raunin og ég veit að dugnaður Eyfellinga jafnt Páls frænda míns frá Berjanesi sem allra annarra sem vilja standa vörð um þessa menningarlegu arfleifð forfeðra sem unnu það þrekvirki að byggja laug, mun leggja lóð á vogarskálarnar við það hreinsunarstarf það sem hægt er að inna af hendi til þess að aftur geti menn notið þess sem ég naut svo ríkulega í æsku.

kv.Guðrún María.


mbl.is Seljavallalaug hefur breyst í sandkassa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blaðursfundir stjórnvalda, til hvers ?

Betri er enginn fundur en ekki neinn ef tilefnið er að upplýsa það sem allir hafa heyrt í fjölmiðlum.

Þessi vinstri stjórn hefur verið ótrúlega léleg varðandi það atriði að reyna að telja kjark í þjóðina sem þarf á þeim erfiðu tímum sem óvissa og efnahagslegt skipbrot hafa orsakað.

Menn virðast ekki átta sig á nauðsyn þess hins sama, því miður.

kv.Guðrún María.


mbl.is Engar ákvarðanir á fundi ríkisstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir hvern er þessi vinna unnin ?

Því miður gat ég ekki séð það í fréttinni fyrir hvern þessi vinna er unnin, en hér virðist um að ræða einhvers konar verðmat á jarðvarma.

Hvaða verkefni er hér um að ræða og er það á vegum íslenskra stjórnvalda ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Kortleggja íslenska jarðvarmaklasann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aska úr eldgosi á frimerki, endurspeglar tíðaratburði.

Það er ekki algalið að setja öskuna á frímerki þvi án efa seljast þessi frímerki sem sérstakt eintak er fram líða stundir, ekki hvað síst með hluta af sögunni meðferðis.

Það atriði að til sé tækni til þess arna er nú í dag er dæmi um möguleika þá sem nútima tækni hefur til staðar til þess að nýta tækifæri tíðarinnar hverju sinni til þess að skrá söguna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Aska á íslenskum frímerkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byggðastofnun er enn eitt fornaldarfyrirbæri miðstýringarþjóðfélagsins.

Mér hefur nú sýnst það nægilegt gegnum árin að þjóðin ætti þingmenn á þingi til að gæta sinna hagsmuna um málefni sinna kjördæma og almennt þó ekki sé til eitt stykki stofnun til þess að deila út fjármagni sem slíku, því til viðbótar.

Mun nærtækara er að sveitarstjórnir sem annað stjórnsýslustig hafi yfir auknu fjármagni að ráða en að hafa heila stofnun við slíka útdeilingu.

Að mínu viti er þar arfur fortíðarmiðstýringarþjóðfélags sem við þurfum að taka úr notkun hið fyrsta og gott dæmi um endaleysu þessa er það atriði að ákvörðun um frelsi í einni tegund fiskveiða orsaki tap í einni stofnun hins opinbera þar að lútandi.

Þvílík og önnur eins vitleysa fyrirfinnst varla þar sem alger skortur á efnahagslegri heildaryfirsýn er fyrir hendi greinilega.

kv.Guðrún María.


mbl.is Byggðastofnun í vandræðum á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

" Að siga lögreglunni á slökkviliðið " var formerki frjálshyggjunnar eða hvað ?

Einn fyrrum þingmaður og ráðherra þjóðarinnar Albert heitinn Guðmundsson lýsti frjálshyggjunni með þeim orðum að hún væri álíka því " að siga lögreglunni á slökkviliðið " og svei mér þá ef ekki er sú staða uppi í dag á tímum vinstri stjórnar í landinu.

Grunnþjónusta er varðar öryggi borgaranna er atriði sem stjórnvöld á hverjum tíma hvort sem er við stjórnvöl ríkis og sveitarfélaga eiga að sjá sóma sinn í að hafa í lagi og leita samninga áður en í nauðir rekur.

Ég hvet menn til þess að leysa úr þessari deilu hið fyrsta.

kv.Guðrún María.


mbl.is Slökkviliðsmenn að brenna út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband